Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1379 svör fundust

category-iconNæringarfræði

Er vitað hvaða efni finnast í drykknum Coca-Cola?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hver er uppskriftin af Coca-Cola? Hver er efnablanda Coca-Cola? Hvað er þetta efni E338 sem er í Coca-Cola með sykri og hvað gerir það? Það er enginn vandi að tilgreina hver helstu innihaldsefni í drykknum Coca-Cola eru, enda koma þau flest fyrir á innihaldslýsingu á umbúðu...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er marxismi?

Marxismi er hugmyndastefna á sviði stjórnmála, hagfræði og fleiri fræðigreina sem kennd er við Karl Marx og vísar beint eða óbeint til verka hans. Talsverð fjölbreytni er meðal þess fræða- og baráttufólks sem kennir sig við marxisma en allt á það sameiginlegt að vera gagnrýnið á kapítalisma og vilja annars konar h...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er meðalaldur Íslendinga?

Meðalaldur tiltekins hóps manna er skilgreindur sem meðaltal af aldri einstaklinganna. Með öðrum orðum eru aldurstölurnar lagðar saman og deilt í með fjöldanum. Meðalævi er hins vegar tala sem lýsir því hversu gamlir menn verða að meðaltali. Meðalaldur getur breyst án þess að meðalævi breytist, til dæmis ef hlutfa...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geturðu sagt mér um hundakynið Weimaraner?

Hundakynið Weimaraner er afbrigði sem ræktað var fyrir tilstuðlan nokkurra aðalsmanna í Weimar í Þýskalandi snemma á 19. öld. Fyrst voru þessir hundar ræktaðir með það í huga að þeir yrðu veiðimönnum til aðstoðar við veiðar á stórum veiðidýrum eins og dádýrum, úlfum, gaupum og jafnvel bjarndýrum sem þá voru tiltö...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Á hverju nærast vatnaflær eða árfætlur?

Árfætlur (copepoda) eru algeng krabbadýr sem lifa víða. Þær finnast jafnt í sjó sem ferskvatni, í stöðuvötnum, straumvatni og jafnvel í rökum jarðvegi og mosa. Í vistkerfi sjávar gegna þær mikilvægu hlutverki, meðal annars eru þær fæða fiskilirfa. Algengasta tegund árfætlu í hafinu umhverfis Ísland er rauðátan...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndaðist Hvalfjörður og hversu langt er síðan?

Hvalfjörður, ásamt dölum og fjöllum í kring, er dæmigert sköpunarverk ísaldarjökla. Við upphaf ísaldar, fyrir um það bil tveimur milljónum ára, var landslag þar líkt því sem nú er í Ódáðahrauni, flatlent hraunaflæmi og sennilega alllangt til sjávar. Smám saman surfu skriðjöklar síðan Hvalfjörðinn og dalina í kring...

category-iconHugvísindi

Hvað eiga menn við með orðunum 'harkan sex'?

Orðasambandið harkan sex þekkist vel í málinu í yfirfærðri merkingu. Oft er sagt sem svo: ,,Ekki þýðir annað en sýna núna hörkuna sex ef ná á árangri.“ Þá er átt við að sýna þurfi mikinn dugnað og harðfylgi. Orðasambandið er sótt til jarðfræði. Steintegundir eru flokkaðar eftir því hvert viðnám þeirra er gegn ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvaða áhrif hafa örbylgjur í örbylgjuofnum á mat?

Örbylgjur eru rafsegulbylgjur, rétt eins og sýnilegt ljós. Munurinn felst í því að bylgjulengd örbylgna er lengri en sýnilegs ljóss og tíðni þeirra er lægri. Örbylgjuofnar nota örbylgjur til hitunar. Orkuskammtarnir í örbylgjuofni hafa litla orku en fjöldi skammtanna er mjög mikill (100-800 W). Orkuskammtarnir ...

category-iconJarðvísindi

Hvers konar gos er það sem nú er nýlega hafið í Grímsvötnum 2011?

Grímsvötn eru ein virkasta eldstöð landsins. Í svari við spurningunni: Hvaða eldfjall hefur gosið mest? kemur fram að Grímsvötn hafa líklega gosið oftar en 30 sinnum á síðustu 400 árum. MODIS-gervitunglamynd frá 22.5.2011, tekin klukkan 5 um morgun. Á myndinni sést gosmökkurinn frá eldstöðinni í Grímsvötnum. Dökk...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hefur þyngdarkrafturinn verið mældur nákvæmlega á Íslandi?

Já, styrkur þyndarsviðsins hefur verið mældur mjög nákvæmlega á mörgum stöðum á Íslandi, með mælitækjum sem nefnast þyngdarmælar og eru nokkurs konar óstöðugir pendúlar. Fyrstu stóru syrpurnar af slíkum mælingum hérlendis voru gerðar upp úr 1950. Franskur vísindaleiðangur reið á vaðið en Trausti Einarsson próf...

category-iconHugvísindi

Hver orti sléttubandið „Grundar dóma ...”?

Upphafleg spurning er á þessa leið:Í bókinni Látra-Björg eftir Helga Jónsson (Helgafell 1949) er vísa sem sögð er eftir Björgu: „Grundar dóma...” Í kennslubókinni Íslenska eftir Jón Norland og Gunnlaug V. Snævarr (1997) er vísan sögð eftir Jón Þorgeirsson. Hvort er rétt og hver er Jón Þorgeirsson?Um höfund vísunna...

category-iconSálfræði

Hvað er meðvirkni, hvernig getur hún birst og hvað er til ráða?

Meðvirkni er hugtak sem mest hefur verið notað kringum vímuefnamisnotkun. Meðvirkur einstaklingur er einstaklingur sem er "háður" öðrum einstaklingi eða einstaklingum. Þeim meðvirka finnst hann eða hún vera fastur/föst í sambandi, sem einkennist af misnotkun og stjórnsemi. Þetta eru oft einstaklingar sem hafa léle...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getur þú sagt mér um hagamýs?

Hagamúsin (Apodemus sylvaticus) er ein af sjö tegundum músa sem tilheyra ættkvíslinni Apodemus. Meðlimir þessarar ættkvíslar hafa aðlagast lífi á sléttum, engjum og skóglendi. Hagamúsin finnst um mest alla Evrópu, víða í Asíu og nyrst í Norður-Afríku. Heimkynni hennar ná hins vegar ekki langt norður í barrskógabel...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig verðum við til?

Hér er einnig svarað öðrum spurningum um sama efni:Hvernig fer frjóvgun fram eftir að sæðið er komið inn í líkama konunnar?Geturðu lýst fyrir mér frjóvgunarferlinu?Hvernig á frjóvgun eggs sér stað í manninum?Hvað getið þið sagt mér um frjóvgun hjá manninum?Er það satt að ég hafi byrjaði sem fræ?Hægt er að miða við...

category-iconEfnafræði

Er hætta á að mengandi efni myndist þegar dagblöð eru brennd í kamínu innanhúss?

Við þessari spurningu væri hægt að gefa einfalt svar: Já, það er óhjákvæmilegt. Skoðum það aðeins nánar. Við alla brennslu myndast mengandi efni í nokkrum mæli. Við brennsluna myndast fínt ryk eða sót og gastegundir eins og koltvíoxíð, kolmónoxíð, nituroxíð og brennisteinstvíoxíð. Reykurinn frá eldi af þessu t...

Fleiri niðurstöður