Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 381 svör fundust
Hvað er sement og hvenær var farið að nota það sem byggingarefni?
Sögu sementsins má rekja allt aftur til þess að menn fundu upp aðferð til þess að búa til kalk. Eins og oft gerist, þá hefur aðferðin til að búa til kalk sennilega verið hrein tilviljun eða slys. Kalksteinn er mjög algengur víða um heim, þótt hann sé ekki til í neinu magni á Íslandi. Kalksteinn myndast aðallega ú...
Hvernig er álpappír búinn til?
Margir hafa eflaust tekið eftir því að önnur hlið álpappírs er mött en hin gljáandi. Skýringin á þessu felst í því hvernig álpappír er búinn til. Framleiðsla álpappírs hefst með vinnslu á risastórum álklumpi sem getur vegið meira en 20 tonn. Algengt er að klumpurinn sé 6 m á lengd, 1,8 m á breidd og 60 cm á þyk...
Hvers vegna er ekki hægt að ferðast á ljóshraða, til dæmis að búa til vél sem getur það?
Samkvæmt afstæðiskenningunni ber allt að sama brunni um það að massi eða orka getur ekki farið hraðar en ljósið. Þetta kemur fram í ýmsum einstökum atriðum í kenningunni. Þegar takmarkaða afstæðiskenningin er byggð upp eða rökstudd frá grunni er venjulega byrjað á svokölluðum jöfnum Lorentz sem lýsa því hverni...
Er ekki til vindhitun þegar lofthiti fer yfir 37 stig, líkt og vindkæling annars?
Upphafleg spurning var svona: Fyrst vindkæling er til þegar vindurinn tekur burt loft sem líkaminn hitar þannig að líkaminn verður að hita upp nýtt loft (ef þetta er rangt verðið þið að leiðrétta það líka!), ætti þá ekki að vera „vindhitun“ þegar lofthiti fer yfir 37 gráður?Svarið er í stuttu máli jú; slík hitun e...
Af hverju er leir við hveri mismunandi á litinn?
Leir á háhitasvæðum er samsafn leirsteinda sem hafa myndast fyrir áhrif kvikugasa sem berast með heitu vatni og gufu neðan úr jarðskorpunni. Gosberg á yfirborði jarðar er samsafn af steindum (frumsteindum) sem auðveldlega ummyndast fyrir áhrif kvikugasanna og mynda síðsteindir (e. secondary minerals), þar á meðal ...
Hvar eru orkulindir?
Orkulindir eru afar margvíslegar og sem betur fer líka mjög víða í kringum okkur. Þær orkulindir sem við Íslendingar þekkjum best eru vatnsorkan og jarðhitinn. Segja má að vatnsorku sé að finna alls staðar þar sem vatn fellur fram af steini. Hún er þó fyrst og fremst hagnýtt eða virkjuð þar sem mikið vatn fell...
Hvað er ristill lengi að ganga yfir?
Ristill (Herpes zoster) eru sársaukafullar smáblöðrur af völdum hlaupabólu-ristilveiru (Varicella zoster veiru). Um er að ræða endurvakningu á hlaupabóluveirunni, venjulega mörgum árum eftir upprunalegu sýkinguna. Ristill er smitandi og getur valdið hlaupabólu í þeim einstaklingum, sem ekki hafa fengið hlaupab...
Er sýking í nýrum hættuleg?
Sýking í nýrum er undirtegund þvagfærasýkinga sem kallast nýra- og skjóðubólga (e. pyelonephritis). Oftast á sýkingin uppruna sinn í þvagrás eða þvagblöðru og kemst þaðan upp í nýrun. Sýking í nýrum er nokkuð algengt vandamál, sérstaklega hjá ungum konum, líkt og almennt gildir um þvagfærasýkingar. Nauðsynlegt er ...
Hversu djúpt hefur verið borað niður í jörðina?
Dýpsta hola sem boruð hefur verið niður í jörðina er á Kólaskaga í Rússlandi. Holan nefnist á ensku Kola Superdeep Borehole. Hafist var handa við borun hennar árið 1970 og var markmiðið sett á að komast 15.000 m niður. Árið 1979 var holan orðin tæplega 9.600 m og fór þar með fram úr Bertha Rogers-holunni í Oklahom...
Hvernig lýsir botnlangabólga sér?
Botnlangabólga er algengasta orsök skurðaðgerða meðal vestrænna þjóða. Botnlangabólga er talin vera menningarsjúkdómur þar sem hún er óalgeng meðal íbúa þjóða sem búa við kröpp kjör. Allir geta fengið botnlangabólgu en hún er sjaldgæfari hjá börnum yngri en 2 ára og eldra fólki. Sjúkdómurinn er algengastur milli 2...
Af hverju myndast hringlaga ský þegar flugvélar brjóta hljóðmúrinn?
Upphafleg spurning var sem hér segir: Hver er ástæðan fyrir því að hringlaga ský virðist myndast þegar flugvélar brjóta hljóðmúrinn? Yfirleitt er nokkur raki (vatnssameindir) í öllu lofti í náttúrunni. Þessi raki er í gasham sem kallað er og er með öllu ósýnilegur. Hann er kallaður vatnsgufa (e. steam) en það o...
Er formalín í bóluefninu gegn COVID-19?
Fyrst er rétt að taka fram að bóluefni í þróun við COVID-19 eru mörg og af fjórum gerðum. Þegar þetta svar er skrifað hafa tvö þeirra fengið markaðsleyfi Lyfjastofnunar Evrópu, bóluefni Pfizer og BioNTech og bóluefni Moderna og NIAID. Bæði þessu bóluefni eru svonefnd kjarnsýrubóluefni og innihalda mRNA-bút sem skr...
Hver er brennsluhiti líkbrennsluofna og er það rétt að beinin brenni ekki í ofninum og þau fari í sérstaka kvörn?
Einungis ein bálstofa er á Íslandi. Hún er staðsett í Fossvogi og ber heitið Bálstofa Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP). Tveir ofnar eru í bálstofunni og eru þeir kyntir með raforku en mun algengara er að líkbrennsluofnar séu kyntir með gasi. Við bálför er kista hins látna sett inn í líkbrennsluofn sem er...
Hvernig verða eyðimerkur til?
Eyðimörk er þurrkasvæði þar sem engir varanlegir árfarvegir eru til staðar og þar sem gróið land telur ekki meira en 15% yfirborðsins. Á jörðinni eru eyðimerkur þar sem úrkoma er innan við 25 cm á ári að meðaltali. Úrkoma er þó ekki það eina sem ákvarðar þurrkasvæði og þar af leiðandi eyðimörk. Þurrkar eru líka há...
Voru risaeðlur með heitt eða kalt blóð?
Í stað þess að tala um ‘heitt’ eða ‘kalt blóð’ nota líffræðingar hugtökin jafnheitt blóð (e. endothermic) og misheitt (e. exothermic). Um dýr sem hafa jafnheitt blóð gildir að mjög litlar sveiflur verða á líkamshita þeirra. Þetta á til að mynda við um menn. Hitasveiflur hjá dýrum með misheitt blóð eru hins vegar...