Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 491 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað er vitað um sjúkdóminn galaktósíalídósis?

Galaktósíalídósis er einn af sjö þekktum sjúkdómum sem tengjast geymslu sykurprótína. Þetta eru arfgengir sjúkdómar í flokki kvilla sem kallast leysibólugeymslusjúkdómar. Leysibólur eru frumulíffæri sem innihalda ensím sem sundra margs konar smásykrum (e. oligosaccharides) sem er sífellt verið að mynda og brjóta n...

category-iconFornfræði

Hvar var borgin Sparta og hverjir voru Spartverjar?

Sparta er borg sem stóð við fljótið Evrótas á sunnanverðum Pelópsskaga á Grikklandi. Til forna lá borgin skammt frá þeim stað þar sem borgin Sparte (borið fram Spartí) er nú. Blómatími Spörtu var frá 6. öld f.Kr. fram á 4. öld f.Kr. Borginni tilheyrði stórt landsvæði sem skiptist í tvo hluta: Lakóníu (eða Lakedæmó...

category-iconHugvísindi

Hvað varð um rússnesku keisarafjölskylduna í októberbyltingunni?

Í kjölfar þess að Nikulás II. afsalaði sér krúnunni í mars 1917 var keisarafjölskyldan sett í stofufangelsi í Alexandershöllinni í Petrograd (St. Pétursborg). Bráðabirgðastjórnin hugðist flytja hana til Englands en þau áform mættu hins vegar andstöðu sovétsins* í Petrograd. Þá var keisarafjölskyldan flutt til Tobo...

category-iconHugvísindi

Hvað er að segja um siðaskipti á Íslandi og hlutverk Jóns Arasonar í því ferli?

Árið 1537 var lútherstrú lögleidd í Danmörku. Danakonungur var þó ekkert að flýta sér að þröngva henni upp á Íslendinga, en biskupinn í Skálholti, Ögmundur Pálsson, varð óvart til þess að flýta þeirri þróun. Þegar hann bjó sig undir að láta af embætti valdi hann sem væntanlegan eftirmann sinn Gissur Einarsson. Gis...

category-iconÞjóðfræði

Hvað eru völvur?

Völva er norrænt nafn á spákonu sem um leið gat verið göldrótt. Slíkar kvenverur þekkjast víða í heimi undir ýmsum heitum. Kunnastar eru hinar grísku sibyllur sem áttu að vera fylltar af andagift Appollons. Heiti þeirra hefur verið þýtt sem völvur á íslensku. Helsti munur á nornum og völvum er sá að nornir eru tal...

category-iconStærðfræði

Hvað er hægt að búa til margar mismunandi sudokuþrautir?

Fjöldi mismunandi sudokumynstra (e. Sudoku grids) á borði af stærðinni 9×9 er 6.670.903.752.021.072.936.960. Þessi tala er gefin upp í grein eftir Þjóðverjann Felgenhauer og breska stærðfræðinginn Jarvis sem kallast Enumerating possible Sudoku grids (Talning mögulegra sudokumynstra). Til þess að reikna þessa tölu ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er meðalhófsregla?

Til þess að svara þessari spurningu er vert að fjalla fyrst almennt um stjórnsýslu og stjórnsýslulög. Íslensk stjórnskipun einkennist meðal annars af þrískiptingu ríkisvaldsins í löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdavald. Hlutverk stjórnvalda sem fara með framkvæmdavaldið er tvíþætt. Annars vegar sjá þau um fra...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna eru tíðir eins og skildagatíð, atburðaþátíð og lýsingaþátíð ekki kenndar í íslenskri málfræði, myndi það ekki gagnast okkur við annað tungumálanám?

Það er rétt að traust og góð kunnátta í móðurmáli getur gagnast fólki við að læra önnur tungumál. Í framhaldsskólum er reynt að treysta þekkingu nemenda í íslensku. Markmið móðurmálsnáms eru margþætt. Móðurmálsnám stuðlar að því að nemendur verði öruggari og betri málnotendur, geti betur komið skoðunum sínum á fra...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju fljóta hlutir?

Allir hlutir hafa eðlismassa en eðlismassa hlutar er hlutfallið á milli massa hlutarins og rúmmáls hans. Vatn hefur eðlismassann 1 kg/l en það þýðir að 1 lítri af vatni er 1 kg að þyngd. Þeir hlutir sem eru með meiri eðlismassa en vatn sökkva þá í vatni en hlutir sem eru með minni eðlismassa fljóta. Sumar olíur...

category-iconLandafræði

Hvenær var heiminum fyrst skipt upp í heimsálfur?

Elsta dæmið um skiptingu heimsins í álfur er hjá Hekataiosi frá Míletos á 6. öld f.Kr. en hjá honum voru álfurnar tvær, Evrópa og Asía.1 Á dögum Heródótosar sagnaritara var hins vegar heiminum skipt í þrennt, Evrópu, Asíu og Líbýu.2 Líklega hafði Heródótos nokkur áhrif á að þrískiptingin varð ríkjandi til að lýsa ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað gerðist í Örlygsstaðabardaga?

Örlygsstaðabardagi var háður 21. ágúst 1238 í Skagafirði austanverðum á stað sem var kallaður Örlygsstaðir , skammt fyrir norðan Víðivelli en nokkru lengra fyrir sunnan Miklabæ. Þar var þá sauðahús, en þrátt fyrir þetta ábúðarmikla nafn staðarins er ekki vitað til að þar hafi nokkurn tímann verið byggt býli. Tildr...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju er Leifur Eiríksson kallaður Leifur heppni?

Í Íslendingasögu sem hefur verið kennd við föður Leifs og kölluð Eiríks saga rauða er sagt frá því að Leifur hafi verið í Noregi hjá Ólafi konungi Tryggvasyni og konungur sent hann til Grænlands til að boða landsmönnum kristni. Leifur lætur í haf og er lengi úti og hitti á lönd þau er hann vissi áður enga von til....

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Torfi H. Tulinius stundað?

Torfi H. Tulinius er prófessor í íslenskum miðaldafræðum við Háskóla Íslands og stýrir alþjóðlegu meistaranámi í þeirri grein. Í rannsóknum sínum hefur hann fyrst og fremst fengist við íslenskar miðaldabókmenntir, einkum fornaldarsögur Norðurlanda og Íslendingasögur. Við túlkun sagnanna hefur Torfi leitast við að ...

category-iconBókmenntir og listir

Hver eru helstu og elstu handrit Heródótosar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Góðan daginn. Það virðist afskaplega erfitt að finna áreiðanlegar upplýsingar og nýtanlegar heimildir á veraldarvefnum um tilurð og aldur handrita sagnaritara eins og Heródótosar. Spurning mín er því sú. Hver eru helstu og elstu handrit af "Herodotus Histories" og aldursgrei...

category-iconUmhverfismál

Af hverju og hvernig fer koltvíoxíð úr loftinu og í sjóinn?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Er það rétt að kólnandi sjór taki til sín CO2 og hlýnandi sjór skili honum frá sér, er það rétt eða rangt? Allar lofttegundir sem eru í andrúmsloftinu leysast upp í sjó að einhverju marki og almennt er leysni hverrar þeirra meiri við lágan sjávarhita en háan. Styrkur...

Fleiri niðurstöður