Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 427 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvaða Danakonungur ákvað að gefa Íslendingum sjálfstæði?

Eiginlega enginn, að minnsta kosti enginn einn. Eini konungurinn sem mér vitanlega tók persónulega ákvörðun um að veita Íslendingum sjálfstæðari stöðu en þeir höfðu haft fram að þeim tíma var Kristján áttundi, sem skipaði svo fyrir árið 1840, þvert ofan í tillögur embættismanna sinna, að Íslendingum yrði gefinn ko...

category-iconVeðurfræði

Hvað verður um allar blöðrurnar sem svífa upp í loftið, til dæmis á 17. júní?

Georg spurði: Hvað verður um helínblöðrur þegar þær fara upp í loftið?Er ofar dregur lækkar loftþrýstingur umhverfis blöðrurnar og þær þenjast út, springa eða fara að leka og falla síðan til jarðar. Ris blöðru Það er eðli lofts og vökva að leita í það ástand sem lægsta hefur stöðuorku. Þungt loft l...

category-iconSálfræði

Er vitað hvers vegna svo kallað déjà vu á sér stað?

Déjà vu er upprunalega franska og merkir bókstaflega 'þegar séð'. Í flestum sálfræðihandbókum er lítið sem ekkert fjallað um fyrirbærið og helst virðist vera byggt á bók Graham Reed, The Psychology of Anomalous Experience: A Cognitive Approach, Hutchinson University Library, London, 1972. Déjà vu nefnist það þe...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um rauðpöndur?

Rauðpandan (Ailurus fulgens) sem einnig er kölluð litla panda er smávaxin tegund af ætt rauðpanda (Ailuridae). Hún hefur einnig stundum verið kölluð kattbjörn þar sem hún minnir um margt á kött bæði í útliti og atferli. Hún var áður flokkuð til ættar hálfbjarna, en náttúrufræðingar töldu lengi vel að rauðpandan og...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er rauðkornadreyri (polycythemia)?

Polycythemia er sjúklegt ástand sem hefur verið kallað rauðkornadreyri á íslensku. Eins og íslenska heitið gefur til kynna er um afbrigðileika í rauðkornum að ræða. Í flestum tilfellum er um að ræða óeðlilega fjölgun á rauðkornum og rauðkornmæðrum (frumur í blóðmerg sem þroskast í rauðkorn), en stundum getur það þ...

category-iconHeimspeki

Hver var afstaða Sókratesar til ástarinnar?

Þegar rætt er um viðhorf Sókratesar ber að hafa varann á, því að Sókrates samdi engin rit og lýsir því hvergi eigin viðhorfum með eigin orðum. Aftur á móti eru helstu heimildirnar um viðhorf Sókratesar ritverk nemenda hans, einkum þeirra Xenofons og Platons. Platon var afar frumlegur heimspekingur sem samdi ekki h...

category-iconLögfræði

Hver var Montesquieu og fyrir hvað er hann þekktur?

Montesquieu, eða fullu nafni Charles de Secondat, Baron de la Bréde et de Montesquieu fæddist árið 1689 og lést 1755. Eftir venjulega skólagöngu, þar sem megináherslan var lögð á latínu, hóf hann árið 1705 nám í lögfræði og lauk því fjórum árum síðar. Næstu árin fékkst hann við lögfræðistörf. Hann kvæntist árið 17...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er lyfleysa og lyfleysuáhrif og geta þau hjálpað sjúklingum?

Við klínískar rannsóknir á virkni lyfjaefna er rannsóknin oft gerð með notkun lyfjaefnis og lyfleysu (e. placebo) eða sýndarlyfs sem er eins að útliti og bragði og lyfjaefnið. Rannsóknin er oft tvíblind þar sem hvorki sjúklingar né rannsakendur vita hver fær hið virka efni og hver fær lyfleysuna. Við mat á niðurst...

category-iconHagfræði

Geta hagfræðingar reiknað út bestu lausnina á samfélagslegum vandamálum?

Hagfræðingar vinna með tilgátur sem ekki hafa verið afsannaðar. Á grundvelli þessara tilgátna hafa verið sett fram stór og mikil kenningakerfi. Í lok 19. aldar og í byrjun þeirrar 20. var miklu púðri eytt í að kanna eiginleika hagkerfis sem byggt væri einstaklingum sem leitast við að hámarka velferð sína (e. utili...

category-iconHugvísindi

Hvenær fóru menn að nota orðið verðbólga á íslensku?

Orðið verðbólga hefur oft sett sterkan svip á umræðu um íslenskt efnahags- og stjórnmálalíf á undanförnum áratugum. Þetta hagfræðilega fyrirbæri, sem þykir hafa einkennt íslenskt efnahagsástand á löngum köflum, hafði fremur hægt um sig um skeið en hefur heldur betur náð sér á strik á undanförnum mánuðum. Einfö...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvað gerist þegar vatni er hellt úr íláti í þyngdarleysi?

Fleiri spurningar:Er hægt að hella vatni í þyngdarleysi? Og ef sú er raunin er þá hægt að lepja það úr loftinu? Hvað verður um vatn þegar að kemst út í geiminn? Flýtur það eða eitthvað annað? Hvað gerist ef þú hellir úr vatnsfötu úti í geimnum? Í geimstöðvum sem hringsóla um jörðina er nánast algjört þyngdarl...

category-iconJarðvísindi

Hvað hefur vísindamaðurinn Bryndís Brandsdóttir rannsakað?

Bryndís Brandsdóttir er vísindamaður við Jarðvísindastofnun, Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Rannsóknir Bryndísar tengjast uppbyggingu jarðskorpu Íslands og úthafshryggjanna er að landinu liggja. Rannsóknagögnin eru bylgjur frá jarðskjálftum og manngerðum tækjum af ýmsum toga, sem ferðast um svæðin sem verið...

category-iconFélagsvísindi

Fyrir hverja og hvaða fjármagn gildir sú ákvörðun, þegar Seðlabanki Íslands tekur ákvörðun um vexti?

Seðlabanki Íslands framfylgir stefnu sinni í peningamálum einkum með því að hafa áhrif á vexti á því sem kallað er peningamarkaður. Nú skiptir mestu máli hvaða ávöxtunarkröfu bankinn gerir í svokölluðum endurhverfum viðskiptum við lánastofnanir, það er banka og sparisjóði. Með endurhverfum viðskiptum er átt við að...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað eru smástirni?

Hér er einnig svarað spurningu Grétars Ómarssonar:Eru til góðar myndir af smástirninu Seres milli Mars og Júpíters?Smástirni eru öll lítil (þvermál er innan við 1000 km) berg- og málmkennd fyrirbæri í sólkerfinu sem hafa enga halastjörnuvirkni, ganga um sólina en eru ekki nægilega stór til að geta talist til pláne...

category-iconMálvísindi: almennt

Hver er uppruni og bygging pólsku?

Pólska er slavneskt mál, nánar tiltekið vesturslavneskt mál. Slavnesk mál tilheyra indóevrópsku málaættinni og eru því skyld germönskum, rómönskum, keltneskum og mörgum fleiri málum. Þau greinast í austur-, vestur- og suðurslavnesk mál. Austurslavnesk eru: rússneska, úkraínska og hvítrússneska. Vesturslav...

Fleiri niðurstöður