Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 375 svör fundust
Eru hættulegar jurtir allt í kringum okkur?
Sumir virðast halda að allt, eða að minnsta kosti flest, sem kemur úr náttúrunni, og þá sérstaklega úr jurtaríkinu, sé hollt og heilnæmt. Þá gleymist að mörg af lúmskustu og sterkustu eiturefnum sem við þekkjum koma einmitt úr jurtaríkinu. Fáein dæmi um vel þekkt eiturefni úr jurtaríkinu eru blásýra, nikótín, kóka...
Hvenær er talið að síberíutígrisdýrin verði útdauð með þessu áframhaldi?
Síberíutígrisdýrið (Panthera tigris altaica), sem einnig gengur undir heitinu ussuritígrisdýr eða amurtígrisdýr, finnst aðallega í suðaustasta hluta Rússlands en teygir útbreiðslu sína inn í Mansjúríu í Kína og mögulega líka til Kóreu. Heimkynni síberíutígrisdýra á seinni hluta 19. aldar og í dag. Sennilega...
Eru naggrísir ennþá borðaðir í Perú?
Í hugum flestra sem búa á Íslandi eru naggrísir hugguleg gæludýr. Margir íbúar Perú og annarra landa í Suður-Ameríku líta hins vegar fyrst og fremst á naggrísi sem fæðutegund. Naggrísir eru ræktaðir til matar í Perú og víðar. Naggrísir eiga uppruna sinn í Andesfjöllum í Suður-Ameríku. Þeir eru meðalstór nagd...
Eru ormar í berjum hættulegir mönnum?
Í heild hljóðar spurningin svona:Eru ormar í berjum hættulegir mönnum ef þeir eru borðaðir í ferskum berjum? Ef svo er, drepast þeir við frystingu og á hvað löngum tíma? „Ormarnir“ sem stundum sjást á berjum og lyngi eru í raun ekki ormar heldur lirfur skordýra, aðallega fiðrilda. Þetta geta verið mismunandi te...
Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín Ingólfsdóttir rannsakað?
Kristín Ingólfsdóttir er fyrrverandi rektor Háskóla Íslands og prófessor við Lyfjafræðideild. Hún stundaði nám í lyfjafræði við Háskóla Íslands og við King's College, University of London, þaðan sem hún lauk doktorsprófi. Rannsóknir hennar hafa einkum snúist um efnafræði og lífvirkni efna sem finnast í íslenskri n...
Hvers vegna geymist kex lengur en brauð?
Munurinn á kexi og brauði liggur fyrst og fremst í vatnsinnihaldinu. Samkvæmt Íslenska gagnagrunninum um efnainnihald matvæla (ÍSGEM) þá er heildarvatnsinnihald í kexi um það bil 2-5% meðan brauð inniheldur 35-50% raka. Heildarvatnsinnihald segir þó ekki alla söguna. Vatnið í matnum okkar er tvenns konar. Annar...
Hvaða jurtir voru notaðar til galdraverka og lækninga?
Margar jurtir voru áður fyrr notaðar til lækninga og ýmis lyf nútímans njóta góðs af gamalli kunnáttu um lækningajurtir. Þá voru jurtir líka notaðar til athafna sem vel má flokka undir hjátrú og galdur. Það yrði efni í langan pistil að fjalla um öll þau grös sem notuð voru í þessum tilgangi en nokkur dæmi skulu hé...
Hversu fjölmennt er Amish-fólkið?
Amish-fólkið er ein grein af trúarhreyfingu mótmælenda sem kallast mennonítar. Mennonítar aftur á móti spruttu upp úr trúarhreyfingu sem aðhylltist kenningar endurskírenda (anabaptista) og kom fram kringum siðaskiptin í Evrópu. Endurskírenda-hreyfingin aðhylltist meðal annars fullorðinsskírn en ekki barnaskírn og ...
Hvernig starfa líffæri meltingakerfisins saman og hvaða efnaskipti fara þar fram?
Fæða er líkamanum nauðsynleg af tveimur meginástæðum. Í fyrsta lagi er hún eldsneyti þar sem hún gefur frumum þá orku sem þarf til að framkvæma efnabreytingar og knýja líkamsstarfsemi eins og vöðvasamdrátt, flutning taugaboða, efnaseyti og efnaupptöku. Í öðru lagi er fæða hráefni því að í henni eru alls kyns nærin...
Geta anakondur étið menn í heilu lagi?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað vitið þið um anakondur? Anakondur tilheyra ætt kyrkislanga (boidae) en innan hennar eru einnig aðrar stórvaxnar slöngur svo sem pítuslöngur og bóa-kyrkislöngur. Tvær tegundir kyrkislanga ganga undir heitinu anakonda. Sú stærri er yfirleitt nefnd risa anakondan eða græna an...
Hvernig breytist líkami stráka við kynþroska?
Vísindavefurinn hefur fengið töluvert af spurningum sem tengjast kynþroska á einn eða annan hátt. Til dæmis: Hvenær hætta typpi að stækka? Hvað fá strákar annað en bara mútur, hár og standpínu? Á kynþroskaskeiðin verða ýmsar breytingar á líkamanum sem koma fram vegna áhrifa kynhormóna, eins og fjallað er um...
Hver var afstaða Sókratesar til ástarinnar?
Þegar rætt er um viðhorf Sókratesar ber að hafa varann á, því að Sókrates samdi engin rit og lýsir því hvergi eigin viðhorfum með eigin orðum. Aftur á móti eru helstu heimildirnar um viðhorf Sókratesar ritverk nemenda hans, einkum þeirra Xenofons og Platons. Platon var afar frumlegur heimspekingur sem samdi ekki h...
Hver er munurinn á ísöld og kuldaskeiði?
Í stuttu máli þá er munurinn á ísöld og kuldaskeiði sá að ísöld merkir ákveðið tímabil í jarðsögunni sem stóð yfir í tæplega 3 milljónir ára en kuldaskeið er notað um ákveðin skeið innan ísaldar. Kannski má líkja þessu við það að orðið vetur er notað um ákveðna árstíð en það þýðir þó ekki alltaf sé kalt á veturna ...
Er hægt að deyja úr svefnleysi?
Svefn er okkur lífsnauðsynlegur og algjör skortur á svefni leiðir á endanum til dauða. Rétt er þó að taka fram að algjör svefnskortur hjá mönnum er næstum ómögulegur nema hjá einstaklingum sem þjást af sjúkdómi sem nefnist banvænt arfgengt svefnleysi. Svefn gegnir hlutverki við endurnýjun, vöxt og viðhald heil...
Hversu gömul verða ský?
Dæmigerður líftími skýja er á bilinu 10 mínútur til klukkustundar. Ský eru sýnilegur hluti uppstreymis, sá hluti þar sem dropar eða ískristallar hafa myndast þegar loft kólnar við að lyftast. Uppstreymið er síbreytilegt en á sér oftast stað í smáum og skammlífum einingum sem ekki lifa nema í nokkrar mínútur hv...