Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 410 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er hægt að raða tíu kúlum í tíu glös á marga mismunandi vegu?

Hér höfum við ákveðinn fjölda hluta, sem við ætlum að raða í sama fjölda sæta. Vandamál af þessu tagi koma oft upp í strjálli stærðfræði eða tölvunarfræði, þar sem röð hluta skiptir máli. Í staðinn fyrir að leysa upphaflega vandamálið, sem er tiltölulega afmarkað, þá getum við skoðað aðeins almennari spurningu: Se...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hver var Henrietta Swan Leavitt og hvert var hennar framlag til vísindanna?

Henrietta Swan Leavitt var stjörnufræðingur, þekktust fyrir uppgötvun sína á svonefndu sveiflulýsilögmáli um sefíta sem síðar gerði Edwin Hubble kleift að reikna út fjarlægðina til Andrómeduþokunnar og átta sig á raunverulegri stærð alheimsins. Leavitt naut lítillar sem engrar viðurkenningar á uppgötvun sinni, þót...

category-iconHugvísindi

Hvernig var menntun í Róm til forna? Var það bara yfirstéttin og drengir sem fengu æskilega menntun?

Menntun Rómverja gat verið nokkuð mismunandi eftir stétt og samfélagsstöðu og tók auk þess breytingum í aldanna rás. Í fyrstu voru börn menntuð heima hjá sér en snemma var farið að fela sérstökum kennurum að mennta börnin. Á 3. öld f.Kr. voru komnir sérstakir barnaskólar sem fólk gat sent börnin í en einnig var al...

category-iconJarðvísindi

Hvenær gýs næst á Reykjanesskaga?

Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega „það er engin leið að vita það“. Það sem núna er að gerast við Grindavík kann að vera fyrsta vísbending um að næsta goshviða sé í aðsigi. Því skiptir höfuðmáli að vel sé fylgst með. Spurningunni er einnig hægt að svara í aðeins lengra máli en þar takast á tvö grundv...

category-iconJarðvísindi

Hversu lengi gæti sprungugos á Reykjanesi staðið yfir?

Spurningu Páls Jökuls er hér svarað að hluta en hann spurði upprunalega: Hvað eru íslensk eldgos lengi vanalega, bara spá útaf því ég bý hér í Njarðvík? Aðalgosvá á Reykjanesskaga stafar af sprungugosum. Hraun frá þeim þekja um fjórðung af flatarmáli skagans. Lengstu gígaraðirnar eru 10-20 kílómetra langar....

category-iconJarðvísindi

Hvernig get ég reiknað út fjarlægðir á milli jarðskjálfta á Reykjanesskaga?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Þegar maður er að skoða staðsetningu jarðskjálfta á vef Veðurstofunnar þá eru þeir staðsettir með tölum í lengdar- og breiddargráðum. Nú langar mig að vita hvað ein lengdargráða er löng í metrum á breiddargráðu, t.d. 63,88° þannig að maður geti áttað sig á hve mikil fjarlægð er á ...

category-iconNæringarfræði

Hvað þarf mörg grömm af ferskum fiski til að búa til 100 grömm af harðfiski?

Ef miðað er við ýsu þá er örstutta svarið að það þarf um það bil 1,1 kg af ferskum óslægðum fiski upp úr sjó til að búa til 0,1 kg (100 g) af ýsuharðfiski. Tölurnar eru svipaðar fyrir ýsu og þorsk en gætu litið öðruvísi út fyrir aðrar fisktegundir og aðrar gerðir af harðfiski. Það eru til allnokkrar leiðir til ...

category-iconStærðfræði

Hver var Vilhjálmur Ögmundsson og hvert var hans framlag til stærðfræðinnar?

Vilhjálmur Ögmundsson (1897–1965), bóndi á Narfeyri á Skógarströnd, stundaði rannsóknir í stærðfræði nær alla sína ævi einn síns liðs og án þeirrar formlegu menntunar sem nauðsynleg hefur talist til að takast á við slík verk. Störf hans vöktu undrun og aðdáun stærðfræðinga og við ævilok höfðu niðurstöður rannsókna...

category-iconHeimspeki

Hvers virði er mannslíf?

Oft er sagt að mannslíf séu ómetanleg, að ekki sé hægt að setja á þau verðmiða og raunar sé ekki til sú upphæð sem væri of há fyrir mannslíf. Og þannig líður okkur sjálfsagt flestum þegar við hugsum um líf ástvina okkar. En er það rétt að við séum alltaf tilbúin til að gefa hvað sem er til bjargar mannslífum? Á...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Blotnar maður minna í rigningu ef maður hleypur í staðinn fyrir að ganga?

1. Inngangsorð Ef maður ætlar að fara tiltekna vegalengd í rigningu og logni þá lendir minna vatn á manninum eftir því sem hann hleypur hraðar. Mannslíkamar eru flóknir hlutir og innbyrðis ólíkir, ganga eða hlaup er flókin hreyfing og rigning getur líka verið margs konar, ekki síst hér á Íslandi. Aðferð eðli...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er ekki hægt að ferðast á ljóshraða, til dæmis að búa til vél sem getur það?

Samkvæmt afstæðiskenningunni ber allt að sama brunni um það að massi eða orka getur ekki farið hraðar en ljósið. Þetta kemur fram í ýmsum einstökum atriðum í kenningunni. Þegar takmarkaða afstæðiskenningin er byggð upp eða rökstudd frá grunni er venjulega byrjað á svokölluðum jöfnum Lorentz sem lýsa því hverni...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er nú vitað um loftsteininn frá Suðurskautslandinu sem talinn var bera merki um líf á Mars?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Nýlega var mikið rætt um loftstein sem fannst á Suðurskautslandinu og var talinn hafa komið frá Mars fyrir um 13.000 árum. Hvernig er vitað um aldur, og hvernig er hægt að álykta að hann kom frá Mars?Árið 1983 var rannsakaður loftsteinn sem fundist hafði á jaðri Suðurskautsjöku...

category-iconLögfræði

Ef gæludýrahald er bannað í fjöleignarhúsi, eru þá stuttar heimsóknir dýra einnig bannaðar?

Hér á eftir verður fyrst og fremst fjallað um hunda og ketti enda fátítt að deilur spretti vegna annarra gæludýra. Í 13. tölulið A-liðar 41. gr. laga um fjöleignarhús nr. 26/1994 kvað áður á um að eigendur hússins ákvæðu sjálfir hvort halda mætti ketti eða hunda í húsinu, en til að heimilt væri að halda hunda o...

category-iconLæknisfræði

Hversu margir deyja úr óbeinum reykingum?

Fyrst skal bent á yfirgripsmikla samantekt um tengsl beinna og óbeinna reykinga og lungnakrabbameins í riti Alþjóðlegu rannsóknarstofnunarinnar í krabbameinsfræðum (IARC) og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) frá árinu 2004. Þar kemur fram að enginn vafi leikur lengur á því að óbeinar reykingar valda raunv...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er leiðréttur og óleiðréttur launamunur?

Þegar laun eða tekjur mismunandi hópa eru bornar saman er iðulega rætt um skýrðan og óskýrðan launamun, eða leiðréttan og óleiðréttan launamun. Þá er verið að vísa til þess að ýmsar skýringar kunna að vera á því að meðallaun hópa eru mismunandi. Skýrður launamunur er þá sá munur sem skýra má með þekktum og viðurke...

Fleiri niðurstöður