Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 377 svör fundust

category-iconUmhverfismál

Hvað eru sáðskipti?

Sáðskipti er það kallað þegar land er unnið (plægt og herfað) árlega eða með fárra ára millibili og sáð nýrri tegund nytjajurta hvert sinn. Hingað til hefur hugtakið sáðskipti verið nánast óþekkt hérlendis Ástæðan er meðal annars sú að fáar nytjajurtir geta vaxið að gagni hér á landi. Ræktun á Íslandi hefur snú...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara að segja augabrúnir eða augabrýr í fleirtölu?

Nafnorðið brún beygðist í fornu máli eins og einsatkvæðis sterkt kvenkynsorð. Nefnifall fleirtölu var brýnn vegna þess að í orðinu varð annars vegar samlögun, *brýnr > brýnn og hljóðvarp kom fram í rótaratkvæði, ú > ý. Samhljóðarnir -nn- voru bornir fram raddaðir eins og í fornafninu hennar en ekki -dn- eins og í ...

category-iconHugvísindi

Er það siðlaust eða óheilbrigt að systkinabörn gifti sig og eignist börn?

Þessari spurningu er auðsvarað frá mínu sjónarmiði sem sagnfræðings: Nei, hvorugt. Einhverjum kann að finnast ósmekklegt að börn systkina gangi í hjónaband og líklega er það fátítt nú orðið, en ætti samt ekki að stangast á við siðferðiskennd nokkurs manns. Á miðöldum máttu ekki fjórmenningar giftast eða eignast...

category-iconJarðvísindi

Hvað er járngrýti?

Járn er næst-algengasti málmur jarðskorpunnar, á eftir áli (alúminíum). Það berg sem er nægilega járnauðugt til þess að borgi sig að vinna það kallast járngrýti. Jarðkjarninn er úr járni, en við þær aðstæður sem ríkja á yfirborði jarðar er járnmálmur (Fe) ekki stöðugur, eins og bíleigendur þekkja af baráttu si...

category-iconFélagsvísindi

Hvers konar lýðræði er í Evrópusambandinu?

Flestir Vesturlandabúar líta líklega á lýðræði sem rótgróið, sjálfsagt fyrirbæri en því fer fjarri að svo sé ef grannt er skoðað. Með góðum rökum má halda því fram að einu Evrópuríkin sem búið hafa við stöðugt og ótruflað lýðræði síðustu 50 árin séu Bretland, Benelux-löndin og Norðurlönd, að Finnlandi undanskildu....

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara að tala um uppreisn æru eða uppreist æru?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Mikið finnst mér orðið sem er notað núna „uppreist æru“ undarlegt. Væri ekki betra að segja „uppreist æra“ eða að menn fái „uppreista æru“? Ég hef aldrei heyrt þetta notað svona. Alltaf „uppreisn æru“. Í íslensku lagamáli er talað um „uppreist æru“. Þetta á einkum v...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort eru þeir sem kjósa að flytja til Íslands nýbúar eða innflytjendur?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Hvort er réttara fyrir sveitarfélög og ríkið að nota orðið nýbúar eða innflytjendur um þá sem kjósa að flytja til Íslands? Þessari spurningu er erfitt að svara. Bæði orðin eru gildishlaðin, það er þau verka neikvætt á marga og um leið má segja að þau þjóni ekki lengur tilgang...

category-iconFélagsvísindi

Hefur eitthvað breyst í heilbrigðismálum Bandaríkjanna síðan Barack Obama varð forseti?

Þann 23. mars 2010 skrifaði Barack Obama, 44. forseti Bandaríkjanna, undir lög um sjúkratryggingar handa hinum almenna Bandaríkjamanni. Þetta er stór breyting á heilbrigðismálum í Bandaríkjunum, því áður voru sjúkratryggingar nær eingöngu aðgengilegar í gegnum atvinnurekendur. Hægt var að kaupa tryggingar á eigin ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Voru einhverjir krakkar á Þingvöllum 17. júní 1944?

17. júní 1944 er einn merkasti dagur í sögu Íslendinga. Þá var lýðveldið Ísland stofnað á Þingvöllum. Fjölmenni var saman komið þennan gleðiríka dag á Þingvöllum og víðar á landinu að fagna fengnu frelsi við endalok hartnær sjö alda skeiðs erlendra yfirráða. Þeir sem hafa séð myndir af hátíðinni á Þingvöllum t...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Var lax í ám á Íslandi við landnám?

Stutta svarið við spurningunni er að það er ekki vitað með vissu en rannsóknir á svonefndu umhverfiserfðaefni (e. environmental DNA) gætu skorið úr því. Á kuldaskeiðum ísaldar var Ísland þakið þykkum ís. Á hápunkti síðasta kuldaskeiðs fyrir meira en 17.000 árum er talið að 1.500 (±500) metra þykkur ís hafi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er hugsanlegt að byggja tölvur á skammtafræðilegum vinnsluaðferðum?

Hefðbundnar tölvur Vinnsluminni venjulegrar tölvu er mælt í bætum. Algengt er til dæmis að heimilistölva nú á dögum hafi 64 megabæti í vinnsluminni [Í dag(23. júlí 2010) er um 2 gígabæt algengt]. Hvert bæti er sett saman úr 8 bitum. Hver biti getur tekið gildið 0 eða 1. Áætla má að í 64 MB sé hægt að geyma 16 m...

category-iconHeimspeki

Oft er sagt að allt sé afstætt, en er svo í raun?

Þegar einhver segir: “Það er alltaf rigning um helgar” skiljum við að viðkomandi meinar í raun og veru að sér finnist oft rigna um helgar en ekki að það rigni allan sólarhringinn um hverja einustu helgi. Á sama hátt má ætla að fullyrðingin “Allt er afstætt” geti þýtt að margt sé afstætt en ekki að bókstaflega allt...

category-iconHugvísindi

Um hvað snerist sjálfstæðisbarátta Suður-Ameríku?

Nýlenduveldi Spánar spannaði, allt meginland Suður-Ameríku að undanskilinni Brasilíu sem tilheyrði Portúgal, allar eyjur Karíbahafsins, Mið-Ameríku, Mexikó og stórar lendur sem tilheyra núna Bandaríkjunum. Auk þessa stjórnaði Spánn Filippseyjum og hafði nokkur ítök í Afríku. Þegar nýlenduveldi Spánar lauk með ósig...

category-iconHugvísindi

Hvað er saga?

Orðið saga er skylt sögninni segja og hefur upphaflega vísað til þess sem var sagt, óháð innihaldi þess. Leifar þeirrar merkingar höfum við í orðum eins og fiskisaga, sem er frekar frétt af fiskigöngu heldur en eiginleg saga. En strax í fornu máli norrænu var tekið að nota orðið sérstaklega í tveim merkingum sem s...

category-iconJarðvísindi

Hvernig stýra möttulstrókar flekareki?

Það varð landrekskenningu Alfreds Wegener (1915) að falli að hann gat ekki bent á krafta sem væru þess megnugir að flytja meginlöndin. Arthur Holmes (1933) stakk upp á því að iðustraumar í jarðmöttlinum væru þarna að verki, en þó var það ekki fyrr en með ritgerð Harry Hess (1962) að fram kom heildstæð mynd af glið...

Fleiri niðurstöður