Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2540 svör fundust
Af hverju er þróunarkenningin til?
Segja má að þróunarkenningin sé til vegna þess að sett hafi verið fram tilgáta um þróun lífsins. Þegar vísindamenn rannsaka ákveðna hluti setja þeir fram tilgátu, því næst þarf að framkvæma tilraunir eða athuganir sem annaðhvort hrekja tilgátuna eða staðfesta hana. Ef tilgátan stenst athuganir nær hún að endingu þ...
Hversu gamalt er England og hvernig myndaðist það?
Bretland — England og Skotland — spannar næstum alla jarðsöguna, meira en 3000 milljón ár (m.á.). Í Hebrideseyjum og NV-Skotlandi er hið forna berg á yfirborði (fjólublátt á jarðfræðikortinu hér fyrir neðan), en í East Anglia í SA-Englandi er yfirborðsberg frá síðustu ísöld (gulbrúnt á kortinu). Hvergi í heiminum ...
Hvað ræður því að jarðskjálftar á Íslandi verða ekki eins stórir og sums staðar í útlöndum?
Stærstu jarðskjálftar á Íslandi sem mælst hafa eru skjálfti undan norðurströndinni 1910, skjálfti á Rangárvöllum 1912, og skjálfti sem varð fyrir mynni Skagafjarðar árið 1963. Allir mældust þeir 7 stig að stærð. Nýlegri skjálftar hafa mælst nokkru minni, til dæmis voru skjálftarnir 17. og 21. júní 2000 af stærðin...
Er til annar heimur?
Fyrst þurfum við að átta okkur á því hvað þessi spurning þýðir. Ef við hugsum okkur svolítið um sjáum við að hún hlýtur að snúast um það hvort til sé heimur sem væri algerlega aðgreindur frá þeim heimi sem við þekkjum. Það merkir aftur að engin boð geta borist milli heimanna. Í þessu felst eina skýra merkingin sem...
Hvað er stinglax og finnst hann á Íslandsmiðum?
Stinglaxinn (Aphanopus carbo) er langvaxinn og þunnvaxinn fiskur sem getur orðið allt að 110 cm á lengd. Í riti Einars Jónssonar fiskifræðings, Íslenskir fiskar, segir hann svo um stinglaxinn:Hausinn er í meðallagi langur, en þunnur og frammjór og flatur að ofan. Neðri skoltur er framteygður og á honum er líti...
Hvernig getur fótbolti eða golfkúla sveigt til hægri eða vinstri á fluginu?
Þessi spurning getur raunar átt við hvers konar bolta eða kúlur, til dæmis handbolta, tennisbolta, borðtenniskúlu og blakbolta, en upphafleg spurning var sem hér segir:Af hverju fer bolti í vinstri sveig þegar sparkað er í hann og hann snýst rangsælis (séð að ofan)?Svarið við þessari spurningu er engan veginn augl...
Hvað fundu Forngrikkir upp?
Forngrikkir fundu ýmislegt upp: Hér gefst ekki færi á að gefa tæmandi upptalningu á því öllu en þó má minnast á það helsta. Þá ber fyrst að nefna gríska stafrófið. Grikkir fundu að sjálfsögðu ekki fyrstir upp ritmál en þeir þróuðu stafrófið sitt úr fönikísku stafrófi snemma á 8. öld f.Kr. Áður höfðu Grikkir not...
Hverjir eru helstu áhættuþættir kransæðastíflu og hver er dánartíðni sjúkdómsins?
Þrátt fyrir að mikið hafi áunnist í hinum betur megandi löndum herja hjarta- og æðasjúkdómar með vaxandi þunga á lönd sem raðast neðar á tekjulista heimsins, en í þeim löndum er sjúkdómsbyrðin nú þyngst. Í heiminum öllum valda hjarta- og æðasjúkdómar um 17,3 milljónum dauðsfalla á ári og er því spáð að sú tala mun...
Hvers konar dýr eru hreisturdýr og hvað eru til margar tegundir af þeim?
Hreisturdýr eru spendýr í ættbálknum Pholidota. Aðeins ein ætt tilheyrir þeim ættbálki: Manidae eða hreisturdýraætt. Ættin skiptist í þrjár ættkvíslir, Manis-ættkvíslina í Asíu sem telur fjórar tegundir og afrísku ættkvíslarnar Phataginus og Smutsia sem hvor um sig greinist í tvær tegundir. Manis culionensis...
Kennarinn segir oft við okkur nemendur 'komdu Palli eða Snorri minn'. Ég hélt að foreldrar ættu okkur. Í hvaða merkingu er þá minn?
Eignarfornafnið minn (kvk. mín, hk. mitt) er notað á ýmsa vegu. við segjum til dæmis: pabbi minnmamma mínheimilið mitt sokkurinn minn Á þennan hátt notum við það bæði um hluti sem við eigum eins og sokkinn okkar, eða hluti sem við eigum ekki endilega en lítum á sem okkar, til dæmis húsið okkar sem pabbi og mam...
Hvaða þýðir orðið ,,brús" sem kemur fyrir í vísunni ,,Komdu kisa mín"?
Flestir þekkja vísuna sem vitnað er til í fyrirspurninni. Hún er meðal annars prentuð í Vísnabókinni sem Símon Jóh. Ágústsson gaf út fyrst 1946 og hefur síðan verið prentuð margoft. Síðari hluti vísunnar er svona: Banar margri mús, mitt þú friðar hús. Ekki er í þér lús, oft þú spilar brús. Undrasniðug, létt...
Hvað eru strákar mörg prósent af heiminum og hvað eru stelpur mörg prósent?
Hér er gert ráð fyrir að spyrjandi eigi við börn, en ekki hversu stór hluti jarðarbúa eru karlar og hversu stór hluti eru konur. Um kynjaskiptingu mannkyns er fjallað í svari við spurningunni Hvað eru til margir menn og konur í heiminum? Til þess að svara spurningunni um fjölda stelpna og stráka í heiminum þar...
Hvers vegna er svona mikið um eldingar í eldgosum?
Eldingar myndast þegar rafstraumur hleypur snögglega milli tveggja staða með ólíka rafhleðslu, til dæmis skýs og jarðar eða tveggja mismunandi staða í skýi. Straumhöggið skapar hljóðhögg sem við köllum þrumu. Í gosmekki frá eldfjalli er gífurlegt umrót í loftinu. Heit kvika streymir upp í gígopið og hluti henna...
Hvenær var fyrsta geimskipið búið til?
Fyrsta geimfarið var smíðað um 1960 og skotið á loft þann 12. apríl 1961. Það hét Vostok 1 og var hluti af Vostok-áætlun Sovétmanna. Um borð var sovéski geimfarinn Júríj Alexejevítsj Gagarín (1934-1968). Orðið vostok þýðir 'austur' eða 'Austurlönd'. Áður höfðu Sovétmenn skotið á loft fyrsta gervitunglinu sem fó...
Hvað eru hálfdanarheimtur?
Merking orðsins hálfdanarheimtur er 'slæmar heimtur, léleg skil'. Það virtist vel þekkt um allt land samkvæmt svörum sem bárust við fyrirspurnum í þættinum Íslenskt mál í ríkisútvarpinu fyrir um fjörutíu árum. Sumir notuðu orðið eingöngu um lélegar heimtur á fé af fjalli, aðrir töldu orðið aðeins notað um dauða hl...