Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 335 svör fundust
Hver skapaði þríhyrninginn?
Elsta þekkta alþjóðlega heimildin um stærðfræði er skjal sem nefnist Rhind-papýrus og fannst í Egyptalandi á nítjándu öld. Skjalið er talið hafa verið ritað um 1650 f.Kr. og vera endurrit af 200 árum eldra skjali. Textinn er því um fjögur þúsund ára gamall. Rhind-papýrusinn sýnir myndir af þríhyrningum og greinir ...
Af hverju hurfu rostungar frá Íslandi?
Það er rétt að rostungar (Odobenus rosmarus L.) hafa ekki haft fasta viðveru við Ísland um alllangt skeið (margar aldir). Þau stöku dýr sem sjást hér öðru hvoru, um eitt dýr að jafnaði tíunda hvert ár miðað við síðustu 4–5 áratugi, eru flækingar, líklega mest frá Grænlandi. Þau hafa hér skamma dvöl og eru iðulega ...
Losa framræstar mýrar enn koltvísýring þó 50 ár séu liðin frá framræsingunni?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Eru löngu framræstar mýrar, sem t.d. voru ræstar fram fyrir um 50 árum, enn að losa koltvísýring í jafn miklum mæli og þær gerðu í upphafi? Eða eru þær orðnar að þurrlendi í þeim skilningi? Á jarðsögulegum tímaskala eru 50 ár skammur tími og því varla hægt að segja ...
Hver var Peter Hallberg og hvert var framlag hans til norrænna fræða og nútímabókmennta?
Árið 1974 voru fimm einstaklingar útnefndir heiðursdoktorar við Háskóla Íslands af Heimspekideild. Þetta voru annars vegar tveir af fremstu skáldum þjóðarinnar, þeir Þórbergur Þórðarson og Gunnar Gunnarsson, og hins vegar þrír merkir bókmenntafræðingar, þeir Jón Helgason, Einar Ól. Sveinsson og Peter Hallberg. Sá ...
Hver var Jósef Stalín?
Iosif Vissarionovitsj Dsjugashvili var fæddur í bænum Gori í Georgíu, ekki langt frá höfuðborginni Tbilisi 6. desember 1878 – síðar lét hann skrá fæðingardag sinn 21. desember 1879. Georgía heyrði þá undir rússneska heimsveldið. Í æsku gegndi hann aðallega gælunafninu Soso, en síðar gekk hann undir nafninu Koba...
Fyrir hvað var Kleópatra drottning helst fræg og hvenær var blómaskeið hennar?
Sú Kleópatra sem flestir þekkja var í raun sjöunda í röð egypskra drottninga sem báru þetta nafn. Hún var drottning í Egyptalandi frá árinu 51 f.Kr. og þar til að hún lést árið 30 f.Kr. Hún er fræg fyrir tilraunir sínar að verja konungsríki sitt fyrir Rómverjum og fyrir kynni sín af Júlíusi Sesari og Markúsi Anton...
Hvað geturðu sagt mér um Émile Durkheim?
Líkt og allar aðrar fræðigreinar er félagsfræðin lifandi vettvangur kenninga og rannsókna þar sem nýjar hugmyndir og nýjar niðurstöður leysa gamlar af hólmi. Sjálft viðfangsefni félagsfræðinnar er þjóðfélagið, sem við lifum í. Þar sem það ólgar af sífelldum breytingum er óumflýjanlegt að fræðigreinin, sem er helgu...
Hvernig taka beinin þátt í kalkbúskap líkamans?
Þótt svo gæti virst er beinagrindin ekki einföld stoðgrind úr dauðu efni. Bein eru lifandi vefur sem kemur meðal annars fram í því hversu fljót þau eru að gróa eftir brot. Margir vefir tengjast beinum, svo sem beinvefur, brjóskvefur, þéttur bandvefur, blóð, þekjuvefur, fituvefur og taugavefur. Beinvefur er ald...
Hver sigldi fyrstur umhverfis jörðina?
Fyrsta hnattsiglingin er venjulega kennd við portúgalska sæfarann Magellan. Rétt er að hann fór fyrir fyrsta leiðangrinum sem sigldi umhverfis jörðina, en sjálfur náði Magellan þó ekki að ljúka ferðinni þar sem hann lést áður en hringnum var lokað. Ferdinand Magellan fæddist í norðurhluta Portúgals um 1480. Ung...
Hvað getur þú sagt mér um stjörnuþyrpingar?
Stjörnuþyrping er hópur stjarna sem haldast saman á litlu svæði vegna þyngdaraflsins. Stjörnuþyrpingum má skipta í kúluþyrpingar og lausþyrpingar. Stjörnuþyrpingum má þó ekki rugla saman við vetrarbrautir sem eru miklu stærri og stjörnur þeirra laustengdari. Í flestum vetrarbrautum er bæði að finna kúluþyrpingar o...
Hvar bjuggu útilegumenn? Voru þeir yfirleitt í hellum?
Gleggsta lýsing á útilegumannabyggð í íslenskum fornsögum er í Grettis sögu Ásmundarsonar, þar sem segir að eitt haust fór Grettir í Geitland í Borgarfirði, gekk upp á Geitlandsjökulog stefndi á landsuður eftir jöklinum og hafði með sér ketil og eldsvirki. ... Grettir fór þar til er hann fann dal í jöklinum, langa...
Hver var Jean-Paul Sartre og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Jean-Paul Sartre fæddist 21. júní 1905 í París. Faðir hans Jean-Baptiste sem var sjóliðsforingi veiktist og dó þegar Sartre var rúmlega árs gamall. Sartre flutti þá með móður sinni Anne-Marie til móðurforeldra sinna, þar sem hann ólst upp innan um bækur afa síns Charles Schweitser. Í Orðunum1, endurminningum Sartr...
Hvaða ártöl notuðu víkingar?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaða ártal notuðu víkingar? Til dæmis það sem við köllum núna árið 870 hvað kölluðu landnámsmenn það ár? Kristnir menn voru ekki fyrstir til að telja ár í einni röð frá einum upphafspunkti. Í Rómaveldi voru ár talin frá stofnun Rómaborgar, sem var árið 753 fyrir Krist samkvæmt...
Hvað lásu Íslendingar á 18. öld?
Ætla má að um 1740 hafi rúmlega þriðjungur fullorðinna Íslending getað lesið sér til gagns á bók, nokkru færri konur en karlar. Árin 1741–1745 fóru Ludvig Harboe, síðar biskup á Sjálandi, og Jón Þorkelsson, fyrrum rektor Skálholtsskóla, um landið á vegum konungs og ræddu við presta, sem margir hverjir voru illa að...
Af hverju syngjum við Adam átti syni sjö og Þyrnirós var besta barn um jólin?
Upprunalegu spurningarnar voru: Af hverju syngjum við Adam átti syni sjö á jólunum? Þar er hvorki talað um jólasveina né Jesúbarnið. Af hverju er lagið Adam átti syni sjö jólalag? Hver er uppruni lagsins Þyrnirós var besta barn og af hverju tengist það sérstaklega jólunum? Ýmsir erlendir söngvaleikir, svo sem ...