Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 953 svör fundust
Hver er uppruni nafnanna Mekkinó og Mekkín og hvenær komu þau inn í íslenskt mál?
Karlmannsnafnið Mekkinó er myndað af kvenmannsnafninu Mekkín. Fyrsti karlmaðurinn sem bar nafnið fæddist árið 1900. Mekkinó er sjaldgæft nafn og samkvæmt gagnagrunninum Íslendingabók hafa sjö karlmenn borið nafnið, þar af þrír sem seinna nafn af tveimur. Mekkín á sér lengri sögu og virðist fyrst notað á 17. öld...
Af hverju eru aðventukertin stundum fimm?
Aðventukransar sem við þekkjum á Íslandi eru með fjögur kerti. Hins vegar tíðkast það sums staðar að hafa kertin fimm. Það merkir þó ekki að aðventan sé lengri heldur er fimmta kertið tileinkað Jesúbarninu og kveikt á því á jóladag. Aðventukransinn byggist á norður-evrópskri hefð. Hið sígræna greni táknar lífið...
Er sú regla að hafa stóran staf í upphafi nafnorða sérþýskt fyrirbæri og af hverju stafar þetta?
Ákvarðanir í stafsetningarmálum eru alltaf samkomulagsatriði þeirra sem fengnir eru til að setja niður reglur eða endurskoða eldri reglur og síðan yfirvalda sem setja lög og reglugerðir. Fyrr á öldum, þegar stafsetning var ekki í jafn föstum skorðum og hún er nú í norðanverðri Evrópu, þeim löndum sem við miðum okk...
Hvenær var ballett fundinn upp?
Ballett er listdans sem á rætur að rekja til ítölsku endurreisnarinnar en þar var dansað á hirðskemmtunum. Þegar ítalska aðalskonan Katrín af Medici (1519-1589) giftist Hinriki II konungi Frakka, flutti hún með sér listdansinn og stundum er sagt að tæknin sem ballettinn byggir á sé uppruninn við hirð hennar í Frak...
Hver var fyrsta heimasíðan og hvar er hægt að finna hana?
Internetið var fundið upp árið 1969 af varnarmálaráðuneytinu í Bandaríkjunum. Fyrsta heimasíðan leit hins vegar dagsins ljós árið 1991. Það var tölvunarfræðingurinn Tim Berners-Lee sem bjó til fyrstu vefsíðuna í Evrópsku rannsóknarstöðinni í öreindafræði, CERN í Sviss. Hann var þá yfirmaður verkefnisins ENQUIRE. S...
Hvaðan er íshokkí upprunnið?
Löngum var talið að íshokkí (eða ísknattleikur) hefði þróast úr ensku hokkí og svonefndum lacrosse-knattleik indíana, og að breskir hermenn hefðu breitt það út um Kanada um miðja 19. öld. En nýlegar rannsóknir benda til þess að upprunann megi rekja til eldri knattleiks sem Micmac-indíanar stunduðu snemma á 19. öld...
Hvað getur þú sagt mér um Abraham Lincoln og af hverju var hann svona frægur?
Abraham Lincoln fæddist 12. febrúar 1809 í litlum kofa í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum. Hann var sonur hjónanna Nancy og Thomas Lincoln. Níu ára gamall missti hann móður sína en eignaðist fljótlega stjúpmóður sem hann tók miklu ástfóstri við. Á uppvaxtarárum sínum hlaut Lincoln litla formlega menntun; samtals ...
Hvenær fóru menn að nota stóran staf í upphafi setninga og enda á punkti?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvernig og hvenær byrjuðu menn að rita á þann hátt að byrja setningar með stórum staf og enda þær á punkti? Greinarmerkið punktur (.) er upprunnið hjá Grikkjum um 200 fyrir Krist. Letur var þá hástafaletur og því engir litlir stafir. Yfirleitt var ekki haft bil á mil...
Hvenær urðu fyrstu skýjakljúfarnir til?
Hugtakið skýjakljúfur er notað um mjög háar turnlaga byggingar. Hins vegar er ekki til ein ákveðin skilgreining á því hvað bygging þarf að uppfylla til þess að falla í þann flokk. Það sem fólki fannst svo hátt að það gæti klofið skýin seint á 19. öld er ekkert svo hátt miðað við ýmsar nýrri byggingar. Eitt viðmið...
Hvernig lýsir botnlangabólga sér?
Botnlangabólga er algengasta orsök skurðaðgerða meðal vestrænna þjóða. Botnlangabólga er talin vera menningarsjúkdómur þar sem hún er óalgeng meðal íbúa þjóða sem búa við kröpp kjör. Allir geta fengið botnlangabólgu en hún er sjaldgæfari hjá börnum yngri en 2 ára og eldra fólki. Sjúkdómurinn er algengastur milli 2...
Hvað geturðu sagt mér um stirna?
Spurningin í heild sinni hljómaði svona: Í fróðlegu svari um fjölda einstaklinga eftir tegundum var minnst á bristlemouth. Geturðu frætt mig frekar um þessa fjölskipuðu tegundir. Þetta er fróðlegt og kemur mjög á óvart. Stirnar (e. bristlemouth) eru smávaxnir djúpmiðsævisfiskar af ættinni Gonostomatidae. Þetta...
Hvernig var menningin í Kína til forna og hver var Shi Huangdi?
Shi Huangdi (始皇帝), sem merkir bókstaflega fyrsti keisari, fæddist árið 259 f.Kr. Hann hét réttu nafni Ying Zheng (嬴政) og var konungur í Qin-ríkinu í Kína til forna. Stundum er hann nefndur Qin Shihuang (秦始皇) sem þýðir fyrsti keisarinn frá Qin. Shi Huangdi sam...
Hafís í blöðunum 1918. VI. Um gagnsemi veðurfræðinnar - hugleiðingar frá 1918
Þessi pistill er sá síðasti af sex þar sem birt er efni um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án útskýringa. Hér á eftir er grein eftir Þorkel Þorkelsson eðlisfræðing (1876-1961) sem birtist í Íslendingi 25. janúar 1918. Það kom í hlut Þorkels að verða fyrsti fors...
Hvernig er hægt að sýna fram á að koltvíoxið valdi gróðurhúsaáhrifum á jörðinni?
Í heild hljóðaði spurningin um það bil svona:Er hægt að sanna að sameindin CO2 valdi gróðurhúsaáhrifum með því að senda innrauða geislun sem stefnir út í geim og mæla endurkast hennar af CO2 sameindum sem berst aftur til jarðar? Spurningin ber með sér að spyrjandi veit í hverju gróðurhúsaáhrif koltvíoxíðs (CO2;...
Ef maður á 18 ára afmæli í september en kosningar til Alþingis eða sveitarstjórna eru í maí á sama ári, má maður þá kjósa?
Í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands (nr. 33/1944) segir í 33. gr.: “Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa allir sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt.” Lög um kosningar til Alþingis (nr. 24/2000) hafa að geyma svipað ákvæði. Hið sama gildir um sveitarstjórna...