Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 378 svör fundust

category-iconNæringarfræði

Hvernig kæsir maður skötu?

Vera má að aðferðir séu eitthvað breytilegar á milli manna en í grunninn er skata einfaldlega kæst þannig að börðin eru tekin af, þau sett í ílát og látin standa í einhverjar vikur þar til fiskurinn er tilbúinn. Kæsing er gömul aðferð við verkun matvæla þar sem maturinn er látinn gerjast og byrja að rotna. Á me...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Ég sá dauðar marglyttur í hundraðatali í Hvalfirði, hvað veldur þessum dauða?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Guðmundur Búi heiti ég og er áhugaljósmyndari. Ég ákvað einsog svo oft áður að skella mér í mynda-rúnt inn í Hvalfjörð þann 6. október 2013. Ég hafði verið að taka myndir hér og þar í firðinum og var staddur við gamla Botnskálann þegar að mér er litið niður í fjöru og sá þa...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar dýr eru svín og hvað verða þau þung?

Orðið svín er almennt heiti yfir tegundir af ættunum (lat. Familia) Suidae og Tayassuidae. Innan þessara tveggja ætta eru 20 tegundir. Svín eru meðalstór klaufdýr (Artiodactyla). Þau eru hausstór, hafa stuttan háls og mjög öflugan skrokk. Þefskyn svína er meðal þess besta sem finnst í náttúrunni, enda styðjast þau...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um eiturfroskinn Dendrobates pumilio?

Frosktegundin Dendrobates pumilio nefnist strawberry poison-dart frog á ensku og vísar það heiti annars vegar til litarfars frosksins sem minnir á jarðaber og hins vegar til eiturs sem sérstakar frumur í húð hans seyta. Það mætti því kannski kalla hann jarðarberja-eiturfroskinn upp á íslensku. Froskur þessi er ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju fjölga snjógæsir sér svona hratt og gætu þær lifað á Íslandi?

Snjógæs (Chen caerulescens) er norður-amerískur varpfugl sem verpir á freðmýrum álfunnar. Tegundin er hvít eins og nafnið ber með sér og greinist í tvær undirtegundir. Önnur þeirra nefnist C. c. caerulescens og er litlu minni en hin, um 63 til 78 cm löng og vegur á bilinu 2-3 kg. Hún verpir á svæði frá miðhluta no...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig kemst maður í tæri við díoxín og hvernig lýsir díoxín-eitrun sér?

Díoxín og PCB-efni dreifast með lofti, vatni og jarðvegi og finnast því um allan heim. Dýr og fiskar taka þau upp með fæðu, jarðvegi og seti. Efnin eru vatnsfælin og setjast í líkamsfitu dýra þar sem þau safnast fyrir. Helmingunartími díoxína í líkamanum er talinn vera 7 til 11 ár. Díoxín safnast fyrir í fæðukeðju...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er einhver munur á tómum geisladiski og geisladiski sem er búið að brenna efni á?

Flestir skrifanlegir geisladiskar eru þannig að aðeins er hægt að skrifa þá einu sinni, svokallaðir CD-R diskar (e. CD-recordable discs). Það sem hér kemur á eftir á eingöngu við um þá diska. Tómir skrifanlegir geisladiskar hafa engin gögn. Spíralbrautin á disknum hefur því engar holur fyrir leysigeislann til ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hefur einhver fugl af ættkvísl hauka komið til Íslands og hvert er heiti hauks á dönsku, norsku og latínu?

Tegundaheitið haukur nær til um 49 tegunda innan ættkvíslarinnar Accipiter. Á norsku er talað um hauk og á dönsku er það høg. Haukar eru jafnan grannvaxnir fuglar með hlutfallslega styttri vængi en aðrir hópar ránfugla (Accipitridae). Bæði stélið og fæturnir eru langir og goggurinn er oddhvass. Helsta fæða hau...

category-iconFélagsvísindi

Er einhver hjátrú um fuglinn tjald?

Íslensk þjóðtrú hefur ekki margt af tjaldinum að segja, að því er virðist. Það helsta er af sunnanverðu landinu. Í Árnessýslu þótti til dæmis öruggt rigningamerki ef þeir fuglar settust á tún með kvaki og hávaða. Jón Gíslason segir til að mynda þetta í bók sinni Úr farvegi aldanna, 2. bindi (1974, bls. 174):Tj...

category-iconEfnafræði

Af hverju er vatn glært?

Til þess að svara þessari spurningu þurfum við fyrst að átta okkur betur á hugtökunum glær og litlaus. Hlutir sem við sjáum í gegnum köllum við glæra eða gegnsæja. Vatn, gler og margar plasttegundir eru dæmi um gegnsæja hluti. Hlutir sem hafa engan lit köllum við litlausa. Rúður, plastpokar og mörg ílát úr plasti ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er óðal snæuglu?

Snæuglan (Bubo scandiacus) er ugla túndrunnar. Varplendi hennar er á svæðum norður af 60. gráðu norðlægrar breiddar, allt í kringum norðurskaut. Hún velur sér búsvæði á trjálausum sléttlendum fyrir norðan barrskógabeltið í freðmýrum, það er túndrum, Norður-Ameríku og Evrasíu. Snæuglan velur sér búsvæði á trjál...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu djúpt sykki hinn fífldjarfi sem styngi sér í vatn fram af 100 metra háum kletti?

Þessi spurning er ein af þeim sem er ekki hægt að “svara” með því að nefna einhverja ákveðna tölu, því að spyrjandi tilgreinir ekki nægar upplýsingar til þess. Kannski er líka bættur skaðinn því að útreikningar og svar í einstöku dæmi hafa ekki mikið vísindagildi, en að vísu ef til vill nokkurt fræðslugildi. Hitt ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er sólmyrkvi og hvað varir hann lengi?

Sólmyrkvar eiga sér stað þegar tungl er nýtt og gengur fyrir sólina og varpar skugga á takmarkað svæði á yfirborði jarðar. Þeir eiga sér ekki stað mánaðarlega því nýtt tungl er venjulega norðan eða sunnan við jarðbrautarsléttuna vegna halla tunglbrautarinnar. Frá jörðu séð er sýndarþvermál tunglsins næstum því...

category-iconEfnafræði

Hvað er klóróform, hvaða áhrif hefur það á líkamann og hvað veldur sefandi áhrifum þess?

Klóróform (e. chloroform) er lífrænt efnasamband með sameindaformúluna CHCl3. Við stofuhita er það litlaus vökvi með sæta lykt. Efnið er tríhalómetan, en halómetan eru efnasambönd þar sem einu fjögurra vetnisatóma í metani (CH4) hefur verið skipt út fyrir halógenatóm. Suðumark klóróforms er 61,2°C, bræðslumark er ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að laga skemmd í geisladiski?

Við lestur geisladiska er lýst með leysigeisla á spíralferil á disknum sem inniheldur mislangar holur. Endurskinið frá holunum er táknað sem bitar. Holurnar eru á bakvið rúmlega 1mm þykkt glært plast, sem leysigeislinn þarf að lýsa í gegnum. Endurskinið frá spíralferlinum fer einnig í gegnum plastið til ljósnema. ...

Fleiri niðurstöður