Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 879 svör fundust
Er örnefnið Grýla til og hvað merkir orðið?
Grýla er nafn á allmörgum stöðum í landinu, að minnsta kosti einum 20 talsins, oftast eru það sérkennilegir klettar, drangar eða vörður. Nafnið er hið sama og á óvættinni, sem er í tröllkonulíki og þekkt er úr þjóðtrúnni. En nafnið er einnig til á goshver í Hveragerði í Árnessýslu. Lengi hefur hann verið nefnd...
Hvað er kíghósti?
Kíghósti (Pertussis) er alvarleg öndunarfærasýking hjá börnum, einkum á fyrstu mánuðum ævinnar, en hjá unglingum og fullorðnum birtist sjúkdómurinn sem langvarandi og þrálátur hósti. Sýkingin stafar af bakteríu sem framleiðir eiturefni sem veldur slæmum hóstaköstum. Útbreiðsla sjúkdómsins hefur farið vaxandi sí...
Hættir maður að stækka ef maður drekkur kaffi?
Það er ekki vitað til þess kaffi hafi þau áhrif að fólk hætti að stækka. Kaffi er unnið úr ristuðum kaffibaunum sem eru fræ kaffirunna. Þær finnast inni í aldinum sem líkjast kirsuberjum. Kaffirunnar eru af nokkrum tegundum, þeir eru allir sígrænir og smávaxnir og tilheyra ættkvíslinni Coffea. Tvær helstu tegun...
Hvernig urðu ættarnöfn til og af hverju?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Nú spurði dóttir mín mig hvernig ættarnöfn urðu til og af hverju? Elsta ættarnafnið, sem vitað er til að hafi verið notað hérlendis, er Vídalín. Það tók Arngrímur Jónsson lærði (1568–1648) upp á 17. öld og notaði það við stöku tækifæri. Barnabörn hans völdu það síðan sem...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigríður Sigurjónsdóttir rannsakað?
Sigríður Sigurjónsdóttir er prófessor í íslenskri málfræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að máltöku íslenskra barna og hún hefur skrifað fjölda ritrýndra greina í alþjóðleg fræðirit um ýmis atriði í þróun íslensks barnamáls, auk þess sem hún hefur rannsakað ...
Er hægt að þróa hvít blóðkorn til að ráðast á krabbamein?
Stutta svarið er „já“. Slík meðferð er einn helsti vaxtarbroddur í meðferð gegn krabbameini nú um stundir og hefur reyndar allnokkuð ratað í almennar fréttir. En skoðum þetta aðeins nánar. Reyndar er orðið „þróa“ ekki alveg það rétta í þessu samhengi heldur er um að ræða örvun á starfsemi. Þær frumur sem við k...
Hvers vegna missir maður tennurnar?
Það telst vera hluti af eðlilegu þroskaferli barna að missa tönn. Börnin verða hreykin og upp með sér þegar fyrsta tönnin losnar og fellur. Það gerist oft við sjö ára aldur. Þegar börn eldast og höfuðkúpan stækkar þurfa tennurnar að stækka í samræmi við vöxtinn. Smáar barnatennur kæmu að litlu gagni fyrir fullv...
Hvers vegna heitir Barnafoss í Hvítá þessu nafni?
Upphaflega hét fossinn í Hvítá í Borgarfirði Bjarnafoss (Heiðarvíga saga, Íslenzk fornrit III:297) en ekki er vitað hvenær nafnið breyttist í Barnafoss. Bjarnafoss er enn til á sömu slóðum í Borgarfirði, í Norðlingafljóti í landi Kalmanstungu ofan við Núpdælavað, nærri alfaraleið, Núpdælagötum, upp til Arnarva...
Hvað eru til margar tegundir af kvefi?
Vitað er um meira en tvö hundruð veirur sem geta valdið kvefeinkennum enda er kvef einn algengasti smitsjúkdómur heims. Ekki er óalgengt að börn fái kvef 6-10 sinnum á ári og fullorðnir að meðaltali um 4 sinnum á ári. Það hversu margar veiru valda kvefi gerir það að verkum að við verðum ekki ónæm fyrir því eins o...
Hvenær geisuðu Skaftáreldarnir?
Skaftáreldar eru með frægustu eldgosum á Íslandi. Þann 8. júní 1783 hófst gos í Lakagígum í Vestur-Skaftafellssýslu og stóð það fram í febrúar 1784. Í þessu gosi kom upp mesta hraun sem runnið hefur í einu gosi á jörðinni síðasta árþúsundið. Heildarrúmál hraunsins er um 12 km3 og flatarmál þess 580 km2. Gosinu ...
Er gáfulegt að byrja að stunda kynlíf 14-15 ára?
Hér er einnig svarað spurningunum:Geta börn undir 15 ára haft kynmök? Er það leyfilegt þótt þau séu ekki orðin kynþroska?Hvað þarf maður að vera orðinn gamall samkvæmt lögum til að mega stunda kynlíf? Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er kynlíf? hefur hugtakið kynlíf mjög víða merking...
Hver er greindarvísitala meðalmanneskju og hvenær er hún orðin óeðlilega lág eða há?
Vísindavefnum hafa borist margar spurningar um greind og greindarvísitölu. Hér er einnig svarað þessum spurningum: Hvað er venjuleg greindarvísitala unglinga? En fullorðinna manna? Hvað er greindarvísitalan hjá 12 ára krökkum að meðaltali há? Hver er meðalgreindarvísitala hjá Íslendingum? Hvað þýðir IQ? Hva...
Hvað er ADHD?
Hér er einnig svarað spurningunum: Af hverju stafar ofvirkni í börnum? Eldist ofvirkni af börnum sem eru með hana eða fylgir hún barninu alla ævi? ADHD er skammstöfun fyrir Attention Deficit Hyperactivity Disorder. Á íslensku hefur þetta heilkenni verið nefnt athyglisbrestur með ofvirkni, skammstafað AMO ...
Hvað eru vörtur?
Vörtur eru aðallega þrenns konar. Í fyrsta lagi frauðvörtur sem eru algengastar meðal barna. Í öðru lagi vörtur á höndum og fótum, líka algengastar meðal barna og í þriðja lagi kynfæravörtur, sem eru að verða æ algengari sérstaklega í aldurshópnum 15-18 ára. Frauðvörtur Frauðvörtur orsakast af veiru (Mollus...
Þinns má vera Barbie ef minns má vera Súpermann. Hvers konar orð eru þetta?
Eftir notkuninni að dæma eru þinns og minns ígildi eignarfornafna og koma í setningunni í stað þín og minn. Vel er þekkt í máli barna að tala um minn og þinn í leik: "Ef minn gerir þetta þá gerir þinn eitthvað annað." Þá er undanskilið til dæmis karl, Action Man, Súperman ("Ef minn karl gerir þetta..." og svo fram...