Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvers vegna kemur reykurinn af eldinum?
Í eldi eru efnin í eldsneytinu að brenna, það er að segja að taka upp súrefni eða ildi úr andrúmsloftinu. Við það losnar mikil orka sem veldur örri hreyfingu á sameindum efnisins og birtist okkur sem hiti og varmi eða varmaorka. Þessi hreyfing er yfirleitt svo mikil að efnin skipta um ham sem kallað er og verða að...
Hvaðan kemur orðið róni yfir drykkjumann?
Orðið róni er sennilega stytting úr orðinu baróni í merkingunni 'drykkjurútur'. Það er sett saman úr bar og róni en síðari liðurinn sækir sér fyrirmynd í orðið las(s)aróni 'róni, flækingur, drykkfelldur auðnuleysingi'. Lasarus rís upp frá dauðum. Mósaíkmynd frá 5. öld e. Kr. í ítölsku borginni Ravenna. Las(s)...
Af hverju kemur nótt á jörðinni?
Jörðin snýst í sífellu um möndul sinn eins og skopparakringla. Ísland snýr þá ýmist að sólu eða frá henni. Þegar við snúum að henni er dagur en þegar við snúum frá henni er nótt; við erum þá í skugga jarðarinnar. Þetta nefnist dægraskipti. Á hverjum tíma er nótt á helmingi jarðarinnar, það er að segja á þeirri ...
Hvaðan kemur nafnorðið og sagnorðið græja?
Nafnorðið græja ‘tól, tæki’, sem reyndar er einkum notað í fleirtölu græjur, getur hvort heldur sem er hafa borist í íslenskt mál úr norsku grejer eða úr dönsku grejer. Bæði í dönsku og norsku er orðið leitt af sögninni greje ‘lagfæra, koma í kring’. Hún er fengin að láni í dönsku úr norsku. Í báðum málum er nafno...
Hvaðan kemur orðatiltækið 'á elleftu stundu'?
Orðatiltækið á elleftu stundu á rætur að rekja til Biblíunnar. Í 20. kafla Matteusarguðspjalls segir Jesús lærisveinum sínum dæmisögu af húsbónda einum sem gekk út snemma morguns í þeim tilgangi að ráða verkamenn til vinnu í víngarði sínum. Vinnudagurinn hjá Gyðingum stóð frá sex að morgni til sex síðdegis. Su...
Hvaðan kemur nafn Grindavíkur á Reykjanesskaga?
Grindavíkur er getið í Landnámabók (Íslensk fornrit I:330). Í sömu bók eru auk þess Grindalækur í Húnavatnssýslu og Grindur í Borgarfirði. Grindavík. Í örnefnum bendir orðið grind til merkingarinnar 'gerði' eða 'hlið', eða ‘klettarið’, til dæmis Grindaskörð í Gullbringusýslu og Grindamúli í Suður-Múlasýslu, Gri...
Hvaðan kemur sögnin 'að redda' einhverju?
Sögnin að redda í merkingunni ‘bjarga einhverju við, hjálpa um eða með eitthvað, útvega eitthvað’ er fengin að láni úr dönsku redde sem aftur er fengið að láni frá lágþýsku redden í sömu merkingu. Sama gildir um nafnorðið reddari ‘sá sem reddar’ að það er einnig fengið að láni úr dönsku. Orðin eru fremur ung í...
Hvaðan kemur heitið á bergtegundinni basalti?
Basalt er algengasta bergtegund á jörðu, og mynda basalthraun til dæmis nær allan hafsbotninn. Basalt er einnig útbreitt á tunglinu, á Mars og hinum innri plánetum sólkerfisins. Nafnið á þessari mikilvægu bergtegund er sennilega upprunnið í Egyptalandi fyrir meir en fimm þúsund árum. Egyptar nota nafnið basanos...
Hvaðan kemur sögnin 'að spóka sig'?
Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um sögnina að spóka sig ‛ganga um, sýna sig, láta á sér bera’ eru frá síðasta þriðjungi 19. aldar. Eldra er nafnorðið spóki ‛oflátungur, spjátrungur’ frá síðasta þriðjungi 18. aldar. Einnig eru til lýsingarorðin spók(ar)alegur og spókinn í merkingunni ̵...
Hvaðan kemur heitið á frumefninu arsen?
Arsen er frumefni með sætistöluna 33. Latneskt heiti þess er Arsenicum og efnatáknið er As. Heiti þess kemur úr arabísku, az-zernikh. Zernikh kemur upprunalega úr persnesku, þar sem zar merkir gull. Það vísar til gula litarins í litarefninu arsen-þrísúlfíð, sem er eitt efnasamband arsens. Persneska orðið zar me...
Hvaðan kemur orðið renus í spilamáli?
Spurningin í fullri lengd var svona: Hvaðan kemur orðið renus sem gefur til kynna að maður eigi ekkert eftir af einstakri sort í spilum? Lýsingarorðið renus 'litþrota (í spilum)’ er fengið að láni úr dönsku renonce sem aftur fékk orðið úr frönsku renonce af sögninni renoncer 'hætta við; fylgja ekki lit’. ...
Hvaðan kemur nafnið á kökunni hjónabandssæla?
Ekki hefur mér tekist að finna skýringu á nafni kökunnar hjónabandssæla og hef þó víða leitað og margan spurt. Elsta heimild sem ég hef fundið um nafnið er úr Vikunni, 10. tbl. 1950 á timarit.is. Þar er uppskrift og bakstrinum síðan lýst. Lýsingin endar á: ,,Þessu er jafnað á smurða plötu og rabarbaramauk smurt yf...
Hvaða tala kemur næst í rununni?
Hvaða tala kemur næst í eftirfarandi talnarunu? 2 12 1112 3112 132112 1113122112 ? Svar við gátunni má finna hér. ...
Hvaðan kemur heitið landi á heimabruggi?
Orðið landi hefur sennilega orðið til á bannárunum á fyrri hluta 20. aldar þegar óheimilt var að flytja inn og selja áfengi. Vissulega var bruggið einnig óheimilt en margir stunduðu það samt og landabruggun fór víða fram. Orðið landi um heimagert, ólöglegt áfengi, vísar sennilega til þess að það var innlent. Dæ...
Af hverju kemur aska frá eldfjalli?
Eldgos er náttúrleg aðferð jarðarinnar til að losna við varma sem er annars vegar af völdum geislavirkra efna í jörðinni og hins vegar frá jarðkjarnanum. Hægt er að lesa meira um af hverju eldgos verða í svari Ármanns Höskuldssonar við spurningunni Hvað er eldgos? Gosaska myndast þegar glóandi kvika eða bergbr...