Hvaðan kemur orðið renus sem gefur til kynna að maður eigi ekkert eftir af einstakri sort í spilum?Lýsingarorðið renus 'litþrota (í spilum)’ er fengið að láni úr dönsku renonce sem aftur fékk orðið úr frönsku renonce af sögninni renoncer 'hætta við; fylgja ekki lit’. Svo virðist sem orðið hafi ekki orðið algengt í spilamáli hérlendis fyrr en á sjöunda áratug síðustu aldar samkvæmt heimildum á timarit.is. Mynd:
- Now You See Me | Flickr - Photo Sharing! (Sótt 20.03.2014).