Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5645 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvers konar niðurlög eiga menn við þegar talað er um að ráða niðurlögum elds?

Orðið niðurlag er notað í merkingunni ‛endir, lok einhvers’, til dæmis niðurlag ritgerðar eða sögu. Í sambandinu að ráða niðurlögum einhvers er orðið alltaf haft í fleirtölu og sambandið hefur tvær merkingar. Slökkviliðsmenn reyna að ráða niðurlögum elds.Annars vegar er það notað um að sigrast á einhverju ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru margar fuglategundir í útrýmingarhættu hér á landi?

Árið 2018 gaf Náttúrufræðistofnun Íslands út válista fyrir íslenskar fuglategundir og byggir það á leiðbeiningum Alþjóða náttúruverndarsamtakanna, IUCN (International Union for Conservation of Nature and Natural Resources). Alls var 91 tegund metin og er 41 þeirra á válista, það er í hættu á að hverfa úr íslenskri...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru æðahnútar?

Hér er einnig svarað spurningunum:Eru til einhver ráð við æðahnútum?Er hægt að fá blóðtappa vegna æðahnúta? Æðahnútar eru hnýttar, útþandar bláæðar. Hvaða bláæð sem er getur orðið að æðahnúti en þær sem oftast koma við sögu eru æðarnar í fótum okkar og fótleggjum. Ástæðan er sú að upprétt staða, það er þegar við ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Lifa höfrungar við Ísland?

Af um 30 tegundum núlifandi höfrunga finnast að jafnaði sex hér við land. Sennilega er algengasta tegundin innan landgrunns hnýðingur sem einnig gengur undir nafninu blettahnýðir (Lagenorhynchus albirostris). Um hnýðinga má meðal annars lesa meira í svari við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um höfrunga? Há...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er bitormasýki og hvernig smitast menn af henni?

Tvær tegundir sníkjuþráðorma (Nematoda); Ancylostoma duodenale og Necator americanus orsaka sjúkdóm í meltingarvegi manna sem nefna mætti bitormasýki (e. hookworm diseases). Hvorug tegundin er landlæg á Íslandi en báðar berast hingað reglulega með ferðalöngum sem smitast hafa erlendis. Fyrrnefnda tegundin er landl...

category-iconNæringarfræði

Er skynsamlegt fyrir börn að sniðganga kjöt og dýraafurðir?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hversu ungir mega krakkar vera til að gerast grænmetisætur eða anti-kjötætur? Það hljóta líka að vera einhver skynsemismörk á því að vera vegan eða í einhverjum af þessum flokkum meðan krakkar eru að taka út mestan vöxt og þroska. Eitt af því sem gerir manninn einstakan...

category-iconJarðvísindi

Er vitað hversu mörg eldgos urðu á Reykjanesskaganum á síðasta eldgosatímabili?

Síðasta eldgosatímabil hófst um 800 e.Kr., eða litlu fyrr, og lauk árið 1240. Stóð það því yfir í um 450 ár. Engar samtímaheimildir eru til sem lýsa eldgosunum svo að gagni sé og því erfitt um vik að áætla fjölda gosanna. Það sem helst má nota í því sambandi er að telja hraunin eða hraunflekkina og reyna að tengja...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er jagúar flokkaður?

Jagúarinn (Panthera onca) er eina tegund stórkatta sem lifir í Ameríku. Hann er rándýr af ætt katta og undirætt stórkatta (Panterhinae). Hinar tvær undirættir kattaættarinnar eru smákettir (Felinae), en þeirri grein tilheyra til dæmis heimiliskötturinn (Felis catus) og fjallaljónið (Puma concolor), og undirættin A...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er vigursvið og hvað er mætti vigursviðs?

Flest höfum við hár á hausnum. Ef vel er að gáð sést að engin tvö hár deila sömu rótinni, að hvert þeirra stefnir í einhverja átt og hefur ákveðna lengd, og að stefna og lengd háranna breytist nokkuð jafnt og þétt. Hárgreiðsla er ekki eitt af orðunum sem fólki dettur í hug þegar það hugsar um stærðfræði, en þrátt ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju urðu risaeðlurnar svona stórar?

Risaeðlur njóta sérstöðu í fornlíffræðinni vegna stærðar sinnar. Sumar tegundir urðu meira en 50 tonn að þyngd eða 50.000 kg! Ráneðla eins og grameðlan (Tyrannosaurus rex) gekk upprétt á stórvöxnum afturlöppum og vó sennilega allt að 8.000 kg. Hún var þó að öllum líkindum ekki stærsta ráneðlan sem var á ferli á mi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað hreyfast sameindir hratt þegar þær eru í -10°, 0° og 10° hita?

Hraði sameinda er háður hita, massa sameinda sem og formi (ham) efnisins. Hraði sameinda eykst með hita en minnkar með massa. Sameindir í vökva- eða storkuham eru ætíð í grennd við aðrar sameindir (sjá mynd 1) og verða þá fyrir krafthrifum. Mynd 1. Á myndinni sést dæmigerð sameindabygging fastefnis til vinstri ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Ef enginn er fullkomlega heilbrigður, hvernig má þá skilgreina andlegt heilbrigði?

Það er alls ekki eins einfalt að skilgreina hugtakið andlegt heilbrigði og ætla mætti. Við gefum því ekki gaum hversdagslega hvað í því felst og finnst kannski að slíkt megi sjá í hendi sér. En þegar málið er athugað nánar hefur það á sér margar hliðar og vill vefjast fyrir okkur. Við eigum jafnvel auðveldara ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um pöndur?

Risapandan (Ailuropoda melanoleuca), eða bambusbjörn eins og hún hefur einnig verið kölluð, er digurvaxinn og kraftalegur björn að meðalstærð. Feldurinn er þéttur og með sérkennilegu hvítflekkkóttu mynstri. Fullorðin panda vegur á bilinu 80 til 120 kg og er um 150 til 180 cm á hæð. Flokkun og lifnaðarhættir Þó...

category-iconEfnafræði

Úr hverju er vatn?

Vatnssameind eru samsett úr tveimur vetnisfrumeindum og einni súrefnisfrumeind. Á máli efnafræðinnar er vetnisfrumeind táknuð með bókstafnum H og súrefni með O. Efnatákn vatnssameindarinnar er þess vegna H2O. Flest efni geta tekið á sig þrenns konar ham: storkuham, vökvaham og gasham. Vatn er í storkuham þe...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær ber að nota hornklofa, []?

Um notkun greinarmerkja í íslensku er hægt að lesa í auglýsingu um greinarmerkjasetningu. Þar segir um hornklofa:Hornklofa skal setja utan um það, sem skotið er inn í orðrétta tilvitnun. Dæmi: „Honum [þ.e. Hvítingi] hafði ekki orðið eitrið að bana“. Hið innskotna orð skal auðkennt, t.d. með undirstrikun í skrifuð...

Fleiri niðurstöður