Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1025 svör fundust
Er hægt að geyma vetnisflúoríð á glerflösku ef það er ekki leyst upp í vatni?
Gerður er greinarmunur á HF á gasformi og HF í vatnslausn. HF á gasformi kallast vetnisflúoríð og er táknað með HF(g) en vatnslausn af vetnisflúoríði kallast flússýra (einnig kallað flúorsýra eða flúrsýra) og er táknuð með HF(aq). Algengasta form vetnisflúoríðs er 40% lausn af HF í vatni. Slíkar lausnir eru se...
Af hverju verður silfurborðbúnaður hreinn þegar hann er látinn liggja í matarsóda, soðnu vatni og álpappír?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Þegar ég fægi silfrið mitt þá set ég matarsóda og álpappír út í sjóðandi vatn, hendi silfrinu úti og bíð róleg um stund. Svo tek ég upp skínandi fínt silfur en álpappírinn verður svartur. Hvað gerist? Silfur (Ag) dökknar með tíð og tíma þegar það hvarfast við brenni...
Hvers vegna eru plánetur hnöttóttar en ekki kassalaga?
Það er rétt að sólstjörnur, reikistjörnur og tungl eru yfirleitt sem næst kúlulaga, að minnsta kosti ef við sleppum áhrifum möndulsnúnings og sjávarfallakrafta. Þetta svar fjallar eingöngu um þessa hnöttóttu hluti himingeimsins. Stjörnur eru gerðar úr gasi. Yfirborð tungla og reikistjarna eins og jarðarinnar er...
Hvernig fundu þeir sem vinna á vefnum um Íslendingabók allar þessar upplýsingar um Íslendinga?
Upphaflegur grunnur ættfræðiforritsins Íslendingabókar eru fjórar skrár:manntalið 1703manntalið 1801manntalið 1910Þjóðskrá frá árinu 1967 til dagsins í dag.Í þessum heimildum eru meðal annars upplýsingar um búsetu og aldur nafngreindra einstaklinga og einnig er hægt að sjá innbyrðis tengsl þeirra sem búa á sama st...
Hvaða tilgangi þjónar skjaldarmerkið og fyrir hvað stendur hvert fyrirbæri á því?
Margar spurningar hafa borist Vísindavefnum um uppruna og merkingu skjaldarmerkisins og þá sérstaklega um landvættirnar fjórar. Tilgangur skjaldarmerkja er eins og nafnið gefur til kynna, að vera merki fyrir ákveðinn hóp, ætt, samfélag eða ríki. Á riddaratímanum urðu þau til að mynda vinsæl sem merking á her...
Af hverju falla snjóflóð?
Aðrir spyrjendur eru: Pálmi Þorgeir Jóhannsson, Hjalti Snær, Hákon Gunnarsson, Ingibjörg Egilsdóttir, Eva Sandra og Unnur Rún Sveinsdóttir. Snjóflóðum er gjarnan skipt í tvo flokka: Lausasnjóflóð og flekaflóð. Bæði lausa- og flekaflóð orsakast af því að skerspenna (tog undan halla samsíða hlíðinni vegna þyngdaraf...
Er hægt að sigla yfir Kreppu?
Já það er vel hægt, enda er Kreppa á sem kemur undan Brúarjökli, sameinast Kverká nokkru norðar og rennur síðan í Jökulsá á Fjöllum. Hún er vatnsmikil og erfið yfirferðar vegna sandbleytu. Þorvaldur Thoroddsen segir að hún sé "mikið og ljótt vatnsfall" (Ferðabók I:370). Kreppa (til vinstri) og Jökulsá á Fjöllum ...
Er rétt að nota orðið umhverfisvænn?
Í lengri gerð spurningarinnar velti spyrjandinn því meðal annars fyrir sér hvort orðið umhverfisvænn merkti að umhverfið batnaði ef notaður væri umhverfisvænn klósettpappír, umhverfisvænir bílar og svo framvegis. Stundum væri jafnvel talað um umhverfisvænar borgir og umhverfisvæn álver en hvernig gæti til dæmis bo...
Hvaða rannsóknir hefur Svanhildur Óskarsdóttir stundað?
Svanhildur Óskarsdóttir er handritafræðingur á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Svanhildur hefur komið víða við í rannsóknum sínum en rauði þráðurinn er sá margvíslegi vitnisburður sem handrit veita okkur um íslenska menningar- og bókmenntasögu fyrri alda. Í doktorsritgerð sinni (2000) fjallaði hún um ...
Hvað er neon?
Neon (Ne) er frumefni, eitt svonefndra eðalgasa sem má finna í dálkinum lengst til hægri í lotukerfinu. Þau gös sem þar eru eiga það sameiginlegt að ystu rafeindahvolf þeirra eru fullskipuð. Þau hvarfast því ekki við önnur efni og geta þar af leiðandi ekki brunnið, því að bruni er ekkert annað en hvörfun efnis við...
Hvað er bór?
Bór (B) er hálfmálmur með sætistöluna 5. Mólmassi bórs er 10,8 g/mól og eðlismassinn í storkuham (það er að segja sem fast efni) er 2,4 g/cm3. Bræðslumark þess er 2075°C og suðumark 4000°C og er það þess vegna í storkuham föstu formi við stofuhita. Til að einangra bór má blanda bórsýru saman við kalín og var þ...
Hvort er rétt að segja „á misjöfnu þrífast börnin best“ eða „af misjöfnu þrífast börnin best“?
Í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans eru tvær heimildir um málsháttinn á misjöfnu þrífast/dafna börnin best, báðar frá 19. öld en málshátturinn þekkist vel enn í dag. Í málsháttasafni Jóns G. Friðjónssonar (2014:38 (undir barn)) er merkingin sögð ‘börn dafna best ef þau þurfa að þola blítt og strítt/gott og slæmt’. J...
Hvað merkja orðatiltækin „þar hitti skrattinn ömmu sína“ og „til skamms tíma“?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Ég var að lesa um "þar hitti skrattinn ömmu sína" en ég hef alltaf heyrt það notað í merkingunni að hitta ofjarl sinn, einhver klárari, séðari, einhvern sem getur rassskell mann. Er það rétt? Mig langar líka að fá að vita um "til skamms tíma". Það virðist vera mjög skipt milli ...
Hverjum er hægt að bjóða birginn?
Spurningin í heild sinni hljómaði svona: Ef maður bíður einhverjum birginn,(sem ég held að þýði að standa í hárinu á einhverjum, sem vekur svo aftur upp spurninguna hvaða hári?) hvaða birg er maður þá að bjóða? Orðasambandið að bjóða einhverjum byrginn/birginn merkir að ‘standa fast á sínu gegn einhverjum eða ...
Eru refir skyldir köttum?
Bæði kettir og refir teljast til ættbálks rándýra (Carnivora) en eru talsvert fjarskyldir. Í árdaga rándýra varð aðskilnaður í tvær greinar eða undirættbálka, annars vegar hunddýr eða hundlík rándýr (Caniformia) og hins vegar kattlík rándýr (Feliformia). Í fyrri greininni komu fram dýr eins og hundar, úlfar, birni...