Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5455 svör fundust
Hvaða rannsóknir hefur Árni Björnsson stundað?
Fyrstu ritsmíðar Árna sem kallast gætu vísindalegar munu vera tvær ritgerðir til fyrrihluta prófs í íslenskum fræðum vorið 1956. Önnur var í merkingarfræði og hét Aldur, uppruni og saga nokkurra íslenskra hátíðanafna. Hin var í sagnfræði og hét Skreiðarútflutningur Íslendinga fram til 1432. Næst kom 1961 kandídats...
Hvort er erfiðara að gera krossgátur á íslensku en ensku?
Tveir þættir virðast aðallega hafa áhrif á hversu erfitt er að búa til krossgátu á tilteknu máli, annars vegar hversu mörg orð eru fyrir hendi í málinu til að setja í gátuna og hins vegar hversu auðvelt er að giska á orð út frá nokkrum stöfum og raða þeim saman í gátu. Fyrri þátturinn er reyndar ekki jafn takmarka...
Hver var fyrsta kvikmynd heims og hversu mikið hefur tækninni fleygt fram síðan þá?
Það hefur töluvert verið deilt um það hver fyrsta kvikmynd heims var. Flestir eru þó sammála um hvaða hreyfimynd hafi verið sú fyrsta í heimi. Árið 1878 tók enskur ljósmyndari að nafninu Eadweard Muybridge raðir mynda af hesti ríkisstjóra Kaliforníu á hlaupum. Út kom 3 sekúndna hreyfimynd þar sem hesturinn sést hl...
Hvenær var íslenska stafrófinu breytt?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvenær var íslenska stafrófinu breytt úr: (a, á) b c (d, ð) (e, é) f g h (i, í) j k l m n (o, ó) p q r s t (u, ú) (v, w) x (y, ý) z x þ æ ö -- yfir í: a, á, b, c, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k, l, m, n, o, ó, p, q, r, s, t, u, ú, v, w, x, y, ý, z, þ, æ, ö. Ég er m...
Ef allar reikistjörnurnar í sólkerfinu væru settar saman í eina plánetu, hvert væri þá ummál hennar?
Reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar eru átta talsins. Til að reikna út ummál plánetu sem væri sett saman úr þessum átta reikistjörnum þurfum við að vita þvermál eða geisla (radíus) nýju plánetunnar. Þvermál nýju plánetunnar er hægt að reikna út frá rúmmáli hennar, sem fæst með því að leggja saman rúmmál reikistjar...
Hver var Jakob Benediktsson og hvert var framlag hans til fræðanna?
Jakob Benediktsson, eða Sigurður Jakob eins og hann hét fullu nafni, fæddist á Fjalli í Seyluhreppi í Skagafirði 20. júlí árið 1907. Foreldrar hans voru hjónin Sigurlaug Sigurðardóttir (1878-1974) og Benedikt Sigurðsson, bóndi og söðlasmiður á Fjalli í Sæmundarhlíð (1865-1943). Jakob Benediktsson (1907-1999).Af...
Hver fann upp eða byrjaði að nota hugtakið kynlíf?
Við lestur valinna bóka á sviði kynheilbrigðismála sem komu út hér á landi á tímabilinu 1943 og fram til ársins 1948 má greina breytingar á notkun á því yfirhugtaki sem meðal annars nær yfir kynvitund og kynhegðun mannsins, það er hugtakið kynlíf. Farið er að nota hugtakið kynlíf um miðja síðustu öld. Í bókinn...
Hver voru vinsælustu svör októbermánaðar 2018?
Í októbermánuði 2018 voru birt 58 ný svör á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Flestir lásu svar um Reykjavík árið 1918 og tvö önnur svör úr sama flokki, um veðurfar og það hvort Íslendin...
Voru hvalir til þegar risaeðlur voru lifandi?
Hvalir þróuðust af landspendýrum fyrir um 50 milljón árum en risaeðlurnar dóu út í miklum náttúruhamförum á mörkum krítar- og tertíertímabilanna, fyrir 65 milljón árum. Hvalirnir voru þess vegna ekki til á meðan risaeðlur voru uppi. Náttúruhamfarirnar sem urðu fyrir 65 milljón árum þurrkuðu út um 70% allra tegu...
Hvernig á ég að malda í mó?
Sögnin að malda merkir að ‘mögla, andmæla, þrasa’. Orðasambandið að malda í móinn er notað í merkingunni að ‘andmæla einhverju’. Orðabók Háskólans á dæmi um það í Ritmálssafni frá 19. öld. Eldra í safninu, eða frá 17. öld, er að þæfa í móinn í sömu merkingu en sögnin þæfa getur merkt ‘deila’. Í orðabók Björns Hal...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ágúst Einarsson rannsakað?
Ágúst Einarsson er prófessor emeritus við Háskólann á Bifröst og var áður prófessor við Háskóla Íslands. Hann hefur fengist við rannsóknir í menningarhagfræði, sjávarútvegsfræðum, smásöluverslun og heilbrigðismálum. Ágúst hefur meðal annars rannsakað skipulag smásöluverslunar og hagræn áhrif menningar í alþjóð...
Hvað getið þið nefnt mér margar kattartegundir sem lifðu á ísöld?
Allar þær villtu kattartegundir sem finnast í dag voru einnig á ferli á ísöld þó útbreiðsla þeirra hafi verið önnur. Við lok ísaldar urðu miklar loftslagsbreytingar, sérstaklega á norðurhveli jarðar, og í kjölfarið dóu nokkrar kattartegundir út. Hér verður fjallað nánar um þau kattadýr sem hurfu við lok síðasta jö...
Hver var Kristian Kaalund og hvert var hans framlag til norrænna fræða?
Dr. Kålund má ekki vamm sitt vita, hvort heldur er sem vísindamaður eða maður yfir höfuð. Jeg hef þekkt hann í fullan mannsaldur og hef ekki kynst betri eða vandaðri manni.Þessi orð er að lesa í inngangi Finns Jónssonar, prófessors, að afmælisriti því sem Hið íslenska fræðafélag í Kaupmannahöfn gaf út í tilefni sj...
Hvað er merkilegt við prentsmiðjuna í Hrappsey á 18. öld og hvers konar rit voru prentuð þar?
Frá því að prentverk var fyrst flutt til Íslands um 1530 höfðu kirkjunnar menn - með biskupinn á Hólum í fararbroddi - stjórnað bókaútgáfu í landinu og að vonum lagt höfuðáherslu á trúarleg rit. Einokun kirkjunnar á prentun bóka var ekki aflétt fyrr en 1773 með stofnun prentsmiðju i Hrappsey á Breiðafirði og urðu ...
Hvernig útskýrið þið það sem á ensku kallast „fractional reserve banking“?
Viðskiptabankar og aðrar innlánsstofnanir lána yfirleitt jafnharðan aftur út stóran hluta þess fjár sem þeir fá sem innlán. Útlánin eru yfirleitt til nokkurs tíma en innlánin að mestu óbundin. Þetta þýðir því óhjákvæmilega að bankarnir liggja ekki með nægilega sjóði til að endurgreiða öll innlán ef stór hluti þeir...