Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4899 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað gerði William Wallace?

Sir William Wallace er skosk þjóðhetja sem barðist gegn enskum yfirráðum í Skotlandi fyrir og um aldamótin 1300. Vitneskja um afrek William Wallace hefur mikið til varðveist í hetjuljóði eftir mann sem kallaður var Blindi Harry (um 1440-1492). Ljóðabálkurinn, sem heitir The Actes and Deidis of the Illustre and Val...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Við hvaða hita er eðlismassi mældur? Hann hlýtur að vera breytilegur vegna hitaþenslu?

Það er rétt að eðlismassi fer eftir hita. Flest efni þenjast út við hitun, það er að segja að rúmmálið eykst. Þar sem eðlismassi er massi deilt með rúmmáli og massinn breytist ekki, þá þýðir þetta að eðlismassinn minnkar yfirleitt við hitun. Engu að síður er hægt að mæla eðlismassa við hvaða hita sem vera skal....

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er talið að kötturinn sé búinn að vera margar aldir á Íslandi?

Með því að beita skyldleikagreiningu á erfðaefni hefur verið sýnt fram á að íslenskir kettir eru náskyldir köttum frá Skáni í Svíþjóð, Færeyjum og Hjaltlandseyjum en mun fjarskyldari köttum annars staðar á Bretlandseyjum. Rétt er að taka fram að kettir í íslenskum sveitum eru upprunalegri en kettir í þéttbýli sem ...

category-iconJarðvísindi

Hvernig má það vera að Mauna Kea gæti verið hæsta fjall í heimi?

Eins og fram kemur í svari Vísindavefsins við spurningunni: Hvert er stærsta eldfjall í heimi? er talsverður munur á því hvort miðað sé við hæð fjalla frá sjávarmáli eða frá fjallsrótum. Það fjall sem gnæfir hæst yfir sjávarmáli er án efa Everestfjall sem tilheyrir Himalajafjallgarðinum, en þar er einnig er að fin...

category-iconBókmenntir og listir

Er hægt að skrifa í annarri persónu og hvernig myndi sá texti vera?

Þú getur að sjálfsögðu skrifað texta í annarri persónu. Þá þarft þú að fylgjast vel með því að annarrar persónu fornafnið sé notað í textanum. Gott er að þú lesir textann vel yfir eftir að þú hefur skrifað hann. Þá getur þú farið yfir textann og tryggt að önnur persónufornöfn séu ekki ráðandi í honum. Þegar þú hef...

category-iconNæringarfræði

Hver eiga hlutföll fitu, kolvetnis og prótíns að vera í ráðlögðum dagskammti matar?

Til að fá sem flest næringarefni og sem hagstæðasta orku fyrir líkamann þarf mataræðið fyrst og fremst að vera fjölbreytt. Orkuefni líkamans eru fita, kolvetni og prótín og er orkan mæld í einingunum kJ (kílójúl) eða kcal (kílókaloríur eða hitaeiningar). Orkuþörf einstaklinga er háð aldri, kyni, stærð og þeirr...

category-iconLæknisfræði

Hvað þarf sjón manns að vera slæm til að maður verði löglega blindur?

Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að algengustu sjónvandamál fólks, eins og nærsýni, fjarsýni og sjónskekkja, flokkast ekki sem sjónskerðing enda leiðrétta gleraugu yfirleitt slíkan vanda. Þeir sem teljast blindir samkvæmt lögum hafa talsvert mismikla sjón. Sjónskerðing er skilgreind út frá sjónskerpu annars...

category-iconHugvísindi

Voru þrælar í Róm til forna notaðir í annað en að vera skylmingaþrælar?

Rómverjar notuðu þræla til margvíslegra starfa og skylmingaþrælar voru einungis ein stétt þræla. Upphaflega voru þrælar tiltölulega fáir, þrældómur hjá Rómverjum var þá einhvers konar skuldaánauð auk þess sem foreldrar gátu selt börn sín í þrældóm til þess að losna undan skuldum. Þessu var þó takmörk sett því að í...

category-iconHugvísindi

Hvort eiga að vera eitt eða tvö bil á eftir punkti í texta?

Í Stafsetningarorðabókinni frá 2006 eru birtar ritreglur sem byggðar eru á auglýsingum menntamálaráðuneytisins, síðast 1977. Þar er sérstakur kafli um punkt (XV) en ekki er tekið þar á því atriði sem spurt var um. Í bókinni sjálfri sést að aðeins eitt stafbil er haft á eftir punkti og er almennt mælt með þeirri ve...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að vera kolklikkaður og hefur það eitthvað með kol að gera?

Forliðurinn kol- er notaður í ýmsum samsettum orðum (til dæmis kolklikkaður, kolbrjálaður, kolvitlaus og kolsvartur) til þess að herða á merkingunni. Sá sem er kolklikkaður er enn klikkaðri en sá sem er klikkaður og kolsvart er enn svartara en það sem er svart. Spyrjandi vill vita hvort forliðurinn hafi eitthva...

category-iconHugvísindi

Hvað fundu Forngrikkir upp?

Forngrikkir fundu ýmislegt upp: Hér gefst ekki færi á að gefa tæmandi upptalningu á því öllu en þó má minnast á það helsta. Þá ber fyrst að nefna gríska stafrófið. Grikkir fundu að sjálfsögðu ekki fyrstir upp ritmál en þeir þróuðu stafrófið sitt úr fönikísku stafrófi snemma á 8. öld f.Kr. Áður höfðu Grikkir not...

category-iconHagfræði

Hvaða fólk er á 10, 50 og 100 kr. seðlunum?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaða fólk er á 10, 50 og 100 kr. seðlunum og hver er saga þeirra? (Fann allt um 500, 1000, 2000, 5000 og 10000 kr. seðlana). Í byrjun árs 1981 varð gjaldmiðilsbreyting á Íslandi og nýir peningaseðlar voru gefnir út. Þetta voru 10, 50, 100 og 500 krónu seðlar. Af þeim er nú að...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er vitað um rauða hænsnamítilinn á Íslandi?

Rauði hænsnamítillinn Dermanyssus gallinae (Mesostigmata, Acari) fannst nýverið í miklu magni í húsi fimm varphænsna í bakgarði íbúðarhúss í vesturbæ Kópavogs. Vikurnar á undan hafði varp hænsnanna minnkað og ein hænan drepist. Hér á eftir verður leitast við að svara spurningunni um það hvort þetta sníkjudýr sé al...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver var Björn Guðfinnsson og hvert var framlag hans til íslenskra málfræðirannsókna?

Björn Guðfinnsson fæddist 21. júní 1905 að Staðarfelli í Dölum. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1930 og kennaraprófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1935. Á árunum 1931–1945 kenndi hann við ýmsa skóla – Verzlunarskóla Íslands, Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann í Reykjavík. Ei...

category-iconHugvísindi

Hverjir voru guðir Egypta til forna?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum: Yfir hverju réði egypski konungurinn Ra? (Bogi) Hver var Ísis? (Berglind) Egypska ríkið á sér langa sögu. Á forsögulegum tímum var fjöldi ættbálka eða smáríkja við Nílarsvæðið sem smám saman sameinuðust í tvö stærri ríki meðfram Níl: Nyrðra og Syðra ríkið. Fram undi...

Fleiri niðurstöður