Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þarf maður að vera gamall til að verða lögregluþjónn á Íslandi?

Rósamunda Jóna Baldursdóttir

Til að geta orðið lögreglumaður þarf viðkomandi að hafa náð 20 ára aldri. Nú er menntun lögreglumanna kominn á háskólastig sem þýðir að skilyrðin eru þau sömu og uppfylla þarf til að innritast í annað háskólanám, það er að hafa lokið stúdentsprófi eða annarri sambærilegri menntun en við það bætist ákvæði 1. mgr. 38. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 þar sem tilgreind eru almenn skilyrði til að eiga möguleika á að komast í starfsmenntun. Þessi skilyrði eru:

  1. vera íslenskir ríkisborgarar, 20 ára eða eldri,
  2. hafa ekki gerst brotlegir við refsilög, þetta gildir þó ekki ef brot er smávægilegt eða langt er um liðið frá því að það var framið, né hafa sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem lögreglumenn verða almennt að njóta,
  3. vera andlega og líkamlega heilbrigðir og standast læknisskoðun trúnaðarlæknis samkvæmt fyrirliggjandi kröfum sem mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu setur reglur um í samstarfi við háskóla,
  4. hafa lokið stúdentsprófi eða annarri sambærilegri menntun,
  5. standast nánari kröfur sem ráðherra setur með reglugerð, á grundvelli tillagna frá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu, m.a. um menntun, starfsþjálfun, tungumálakunnáttu og líkamlega færni.

Eitt af skilyrðunum fyrir aðgangi að námi í lögreglufræðum er að hafa náð 20 ára aldri.

Hægt er að nema lögreglufræði við Háskólann á Akureyri. Um er að ræða 120 ECTS eininga tveggja ára starfstengt diplómanám en einnig er hægt að ljúka bakkalárnámi í lögreglu- og löggæslufræði til 180 ECTS eininga. Það er ekki sjálfgefið að þeir sem hefja nám í lögreglufræði fái inngöngu í starfsnám, en til þess að öðlast starfsréttindi sem lögreglumaður þarf að ljúka starfsnáminu. Þá er mögulegt er að ljúka BA-gráðu í lögreglu- og löggæslufræði án starfsréttinda, það gefur möguleika á ýmsum störfum, bæði innan lögreglu og utan hennar.

Mynd:
  • Háskólinn á Akureyri - Auðunn Níelsson.

Höfundur

Rósamunda Jóna Baldursdóttir

verkefnastjóri í lögreglufræði við HA

Útgáfudagur

8.12.2017

Spyrjandi

Þorlákur Helgi Þorgrímsson

Tilvísun

Rósamunda Jóna Baldursdóttir. „Hvað þarf maður að vera gamall til að verða lögregluþjónn á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 8. desember 2017, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=73237.

Rósamunda Jóna Baldursdóttir. (2017, 8. desember). Hvað þarf maður að vera gamall til að verða lögregluþjónn á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=73237

Rósamunda Jóna Baldursdóttir. „Hvað þarf maður að vera gamall til að verða lögregluþjónn á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 8. des. 2017. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=73237>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað þarf maður að vera gamall til að verða lögregluþjónn á Íslandi?
Til að geta orðið lögreglumaður þarf viðkomandi að hafa náð 20 ára aldri. Nú er menntun lögreglumanna kominn á háskólastig sem þýðir að skilyrðin eru þau sömu og uppfylla þarf til að innritast í annað háskólanám, það er að hafa lokið stúdentsprófi eða annarri sambærilegri menntun en við það bætist ákvæði 1. mgr. 38. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 þar sem tilgreind eru almenn skilyrði til að eiga möguleika á að komast í starfsmenntun. Þessi skilyrði eru:

  1. vera íslenskir ríkisborgarar, 20 ára eða eldri,
  2. hafa ekki gerst brotlegir við refsilög, þetta gildir þó ekki ef brot er smávægilegt eða langt er um liðið frá því að það var framið, né hafa sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem lögreglumenn verða almennt að njóta,
  3. vera andlega og líkamlega heilbrigðir og standast læknisskoðun trúnaðarlæknis samkvæmt fyrirliggjandi kröfum sem mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu setur reglur um í samstarfi við háskóla,
  4. hafa lokið stúdentsprófi eða annarri sambærilegri menntun,
  5. standast nánari kröfur sem ráðherra setur með reglugerð, á grundvelli tillagna frá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu, m.a. um menntun, starfsþjálfun, tungumálakunnáttu og líkamlega færni.

Eitt af skilyrðunum fyrir aðgangi að námi í lögreglufræðum er að hafa náð 20 ára aldri.

Hægt er að nema lögreglufræði við Háskólann á Akureyri. Um er að ræða 120 ECTS eininga tveggja ára starfstengt diplómanám en einnig er hægt að ljúka bakkalárnámi í lögreglu- og löggæslufræði til 180 ECTS eininga. Það er ekki sjálfgefið að þeir sem hefja nám í lögreglufræði fái inngöngu í starfsnám, en til þess að öðlast starfsréttindi sem lögreglumaður þarf að ljúka starfsnáminu. Þá er mögulegt er að ljúka BA-gráðu í lögreglu- og löggæslufræði án starfsréttinda, það gefur möguleika á ýmsum störfum, bæði innan lögreglu og utan hennar.

Mynd:
  • Háskólinn á Akureyri - Auðunn Níelsson.

...