Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 698 svör fundust
Af hverju hafa sumir meiri kynlífslöngun en aðrir?
Sálkönnuðurinn Sigmund Freud fjallaði um libido sem ákveðna lífsorku en lagði sérstaka áherslu á kynlífsorkuna (Garsee og Schuster, 1992). Oftast er fjallað um libido sem kynlöngun einstaklingsins. Aðeins um tuttugu ár eru síðan byrjað var að greina skerta kynlöngun (hypoactive sexual desire). Við frekari rannsókn...
Hver voru helstu málin í verkalýðsbaráttu á Íslandi 1918?
Árið 1918, þegar Ísland varð fullvalda, var íslensk verkalýðshreyfing enn ung að árum. Fyrstu verkalýðsfélögin voru stofnuð undir lok 19. aldar en sum þeirra entust stutt. Önnur komu þó í kjölfarið og smám saman efldist hreyfingin. Tveimur árum fyrir fullveldið var Alþýðusamband Íslands stofnað af nokkrum félögum ...
Hversu algengt er lungnakrabbamein?
Á Íslandi er lungnakrabbamein annað algengasta krabbameinið hjá konum og í fjórða sæti hjá körlum. Á árinu 2020 greindust í kringum 170 einstaklingar með meinið en sama ár lést 121 einstaklingur úr sjúkdómnum,[1] sem eru fleiri en samanlagður fjöldi þeirra sem lést úr brjósta-, blöðruháls- og ristilkrabbameini hér...
Hvernig skrifar maður bók?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvernig skrifar maður bók? Er einhver ein leið til, með punkta og þess háttar, eða er það bara 1. kafli og svo framvegis? Getið þið bent mér á eina góða leið? Rithöfundar segja oft að þeir þurfi að finna upp hjólið í hvert skipti sem þeir skrifa nýja bók, sama hve mikla rey...
Hvernig var fyrsta forritið búið til ef það þarf forrit til að búa til forrit?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvaða forrit eru til fyrir forritun? Forrit eru búin til með hjálp annarra forrita Það er rétt að forrit eru notuð til að skrifa forrit. Til þess eru helst notaðir ritill og þýðandi. Þegar hafist er handa við smíð forrits er byrjað á að slá texta á tilteknu forritunarm...
Voru jólasveinarnir einhvern tímann 9 talsins?
Nýjustu kannanir leiða í ljós að hér áður fyrr hafi verið til ýmsir hópar af jólasveinum hér og þar um landið og að fjöldi þeirra hafi verið mismunandi. Enginn þessara hópa náði hins vegar yfir allt landið. Alls hafa fundist yfir 80 jólasveinanöfn og fáeinar jólameyjar. Í fyrstu skipulegu þjóðfræðasöfnun hér á ...
Hvað er rafdrægni?
Rafdrægni (einnig kallað rafneikvæðni, e. electronegativity) er mælikvarði á tilhneigingu frumeindar til að draga til sín rafeindir úr efnatengi. Bandaríski efnafræðingurinn Linus Pauling (1901-1994) setti fram hugmyndina um rafdrægni árið 1932 en þessi eiginleiki er reiknaður út frá öðrum eiginleikum frumeindanna...
Hvað eru ferningstölur og teningstölur?
Ferningstala er heiltala sem er jöfn annarri heiltölu eða sjálfri sér í öðru veldi. Með öðrum orðum er heiltala $a$ ferningstala ef skrifa má $b^2=b\cdot b=a$, þar sem $b$ er heiltala. Eins má segja að heiltala $a$ sé ferningstala ef kvaðratrótin af $a$, $\sqrt{a}$, er heiltala. Lesa má um veldi og rætur á vef ísl...
Hversu miklu koltvíoxíði er árlega breytt í stein á Hellisheiði?
Eins og staðan er í dag eru um það bil 15 þúsund tonn af koltvíoxíði (CO2 – einnig nefnt koltvíildi á íslensku) árlega fönguð úr útblæstri Hellisheiðarvirkjunar og dælt djúpt niður í jarðlögin. Þar umbreytist koltvíoxíðið í stein og þannig er komið í veg fyrir áhrif þess á loftslagið. Þetta er gert undir merkjum C...
Hvert er minnsta spendýr í heimi?
Minnsta þekkta núlifandi spendýrið er leðurblökutegund sem hefur verið nefnd hunangsblaka á íslensku (Craseonycteris thonglongyai á latínu en Kitti's Hog-nosed Bat og Bumblebee Bat á ensku). Massi hennar er aðeins um 2 g á þyngd; lengd frá trýni að afturenda (hún er skottlaus) er 29-33 mm en lengd framhandleggs e...
Hvað varð Keikó gamall?
Háhyrningurinn Keikó er talinn hafa fæðst annað hvort 1977 eða 1978. Hann endaði æfi sína 12. desember 2003 og varð því 25 eða 26 ára. Algengt er að háhyrningar verði að minnsta kosti fertugir. Þó eru skráð tilvik um mun hærri aldur háhyrninga. Hér eru helstu æviatriði frægasta háhyrnings sem nokkurn tímann he...
Hvað er stuðningsfjölskylda eða stuðningsaðili?
Samkvæmt 26. grein reglugerðar nr. 652/2004 er stuðningsfjölskylda aðili sem barnaverndarnefnd fær til þess að taka á móti barni, eða í sumum tilvikum barni og foreldrum, á einkaheimili. Þetta er meðal annars gert í því skyni að tryggja öryggi barnsins, létta álagi af því og fjölskyldu þess og leiðbeina foreldrum ...
Hversu gamlir geta froskar orðið?
Við þessari spurningu er ekki eitt algilt svar þar sem froskategundirnar eru yfir 5.000 talsins og töluverður breytileiki er á milli tegunda. Í raun er ekki mikið vitað um langlífi froska, en almenna reglan er þó sú að því stærri sem tegundirnar eru því eldri verða einstaklingarnir. Vissulega eru undantekningar fr...
Hvað er granít og hvernig myndast það?
Granít er grófkristallað, kísilríkt (SiO2 = 70%) djúpberg með steindasamsetningu nálægt 25% kvars, 40% alkalífeldspat, 26% plagíóklas og 5-6% bíótít og/eða amfiból. Granít er helsta bergtegund meginlandsskorpunnar. Lengi voru uppi deilur meðal bergfræðinga um uppruna þess og tókust þar á tvær meginkenningar; a...
Hvað eru til margir litir og hvað heita þeir allir?
Litirnir eru í raun og veru óendanlega margir en við sjáum þá ekki alla. Mannsaugað greinir líklega á milli einnar til 10 milljóna lita. Af því að litirnir sem við greinum eru svona margir bera þeir fæstir nöfn. Fyrir flesta er nóg að þekkja heiti á fáum litum, til dæmis heitin sem við lærum sem smábörn af barn...