Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 884 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru margar tegundir steinflugu á Íslandi? Hvar og hvenær finnast þær helst?

Steinflugur (Plecoptera) eru meðalstór skordýr. Þær eru með fjóra vængi og er aftara vængjaparið stærra. Steinflugur eru flatvaxnar með ferkantað höfuð og langa og þráðlaga fálmara. Alls eru þekktar um 1700 tegundir í heiminum en aðeins ein tegund hefur fundist hér á landi. Það er tegundin Capnia vidua. Hún...

category-iconUmhverfismál

Hvers vegna er salt (NaCl) svona mikill skaðvaldur í umhverfi okkar?

Salt er efni sem finnst í náttúrunni, bæði uppleyst og óuppleyst. Allt salt sem menn nota er komið frá náttúrunni með tiltölulega einföldum hætti. Okkur sýnist því ekki rétt að tala fortakslaust um salt sem skaðvald í umhverfinu. Það er einfaldlega eitt af því sem náttúran ber í skauti sínu og er ýmist til góðs eð...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er húðin líffæri?

Skilgreining á líffæri er:hlutur sem er samsettur úr tveim eða fleiri mismunandi tegundum vefja, hefur ákveðið hlutverk og þekkist á útliti eða lögun sinni.Húðin er gerð úr mismunandi vefjum og hefur ákveðið hlutverk og þekkist vel á útliti sínu. Hún er eitt stærsta líffæri líkamans, að minnsta kosti hvað varðar y...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvernig eru svokallaðir lavalampar búnir til?

Arnar Ellertsson spurði 'Hvernig verka lava lampar? Af hverju flýtur vaxið upp og af hverju sýður olían ekki?' og Mattías Páll spurði 'Hvaða efni er í 'peace lamp'?' Svokallaður lavalampi er glært plastílát með tveimur mismunandi vökvum í og peru fyrir neðan. Yfirleitt er annar glær og hinn litaður, til...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um indverska nashyrninginn?

Indverski nashyrningurinn (Rhinoceros unicornis) er ein fimm núlifandi tegunda nashyrninga í heiminum. Hann er ólíkur stóru afrísku tegundunum að því leyti að hann hefur aðeins eitt horn (líkt og hinar tvær asísku tegundirnar) eins og latneska heitið gefur til kynna. Hann finnst víða á Indlandi, í Bangladess, Nepa...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur þú sagt mér um Tubifex-orma?

Tubifex-ánar eða röraánar eins og þeir hafa verið kallaðir á íslensku eru tegundir af flokki ána (e. oligochaeta). Kunnust þessara tegunda er Tubifex tubifex sem finnst í mjúkum leirbotni í ám og vötnum. Tubifex-ormar hafa óvenjumikið þol fyrir súrefnisbreytingum í vatni. Þeir geta lifað við mjög lágt súrefnish...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geta hundar lifað lengi án matar og vatns?

Margar dýrategundir geta tekist á við svelti í skamman tíma án þess að bíða skaða af. Lífið er barátta og í lífi villtra dýra koma oft dagar þar sem enga fæðu er að fá. Rannsóknir á tíðni drápa hjá úlfum (Canis lupus) hafa sýnt að þeir fella bráð að jafnaði á þriggja daga fresti og þá belgja þeir sig út af kjö...

category-iconUmhverfismál

Hvernig er ástand neysluvatns á Íslandi?

Neysluvatnsauðlindin Nægilegt hreint vatn til neyslu hefur verið talið auðfengið og ódýrt á Íslandi. Úrkoma er mikil, eða 2000 mm á ári að jafnaði. Ísland er einnig eitt strjálbýlasta land í Evrópu ef íbúafjöldanum er dreift á allt flatarmál landsins, eða um 3 íbúar á ferkílómeter. Flestir Íslendingar búa hins v...

category-iconLandafræði

Hvað þýðir bæjarnafnið Krakavellir?

Spurningunni fylgdi sú skýring að Krakavellir eru í Fljótum. Forliðurinn í Krakavellir er ef til vill sögnin að kraka. Merking sagnarinnar samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er að „ná til botns“ eða „ná einhverju upp frá botni“. Niður af bænum Krakavöllum í Fljótum heitir Nátthagi niður við Flókadalsá. Í örnefn...

category-iconEfnafræði

Hvað er alkaloid og hvernig er það íslenskað?

Enska orðið alkaloid hefur verið þýtt sem lýtingur á íslensku. Einnig eru orðin alkalóíði, beiskjuefni og plöntubasi notuð. Lýtingur er flokkur basískra, lífrænna köfnunarefnissambanda sem myndast í plöntum. Lýtingar þjóna oft vistfræðilegu hlutverki í plöntunum, veita þeim meðal annars vörn gegn sýkingum eða ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Úr hverju er mannslíkaminn?

Meginuppistaða mannslíkamans eru fjögur frumefni. Fyrst má nefna súrefni (O) sem er um 65% af heildarmassa okkar. Hátt hlutfall súrefnis þarf ekki að koma á óvart þar sem um 60% af líkamsþyngd okkar er vatn en súrefni ásamt vetni mynda vatn. Næst á eftir súrefni kemur kolefni (C) en það er um 18,5% af líkamsþy...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er munurinn á skinni og hörundi og hvernig getur manni runnið kalt vatn þar á milli?

Í fornu máli merkir orðið hörund ‘hold’ og er skýrt í orðabók Johans Fritzners, Ordbog over det gamle norske sprog, á þann hátt að átt sé við holdið, eða kjötið, sem liggur milli skinns og beina í mannslíkamanum (1891 II:192). Í nútímamáli merkir hörund ‘skinn, húð’, rétt eins og orðið skinn er notað um ‘húð, feld...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju þurfum við vatn til að lifa?

Lífið á jörðinni þróaðist í vatni og allar lífverur nýta sér sérstaka eiginleika vatnsins. Vatnið, ásamt vetnis- og hydroxyljónum sem myndast við sundrun þess, ræður að miklu leyti byggingu og líffræðilegurm eiginleikum prótína, kjarnsýra, fitusameinda og ýmissa annarra sameinda í lifandi frumu. Vatnið er þess ...

category-iconHugvísindi

Merkir forliðurinn/orðið steypa það sama í orðum eins og steypireiður, steypiregn, steypibað, steypa af stóli og steypihríð?

Öll orðin sem nefnd eru í spurningunni tengjast sögninni að steypa sem notuð er í ýmsum merkingum, til dæmis ‛hafa endaskipti á, varpa (sér), stökkva, hoppa; svipta völdum; hella; búa til í steypumóti, velta, hrinda’. Þannig er steypireyður reyður (í fornu máli reyðarhvalur) sem steypir sér, steypibað er bað...

category-iconLandafræði

Hvað getið þið sagt mér um Dauðadalinn?

Dauðadalur eða Death Valley liggur í Lægðinni miklu (e. Great Basin) í Mojave-eyðimörkinni í Kaliforníufylki í Bandaríkjunum. Hann liggur 225 km í norður-suður stefnu milli Amargosa-fjalla og Panamint-fjalla og þekur um 7800 km2 svæði í samnefndum þjóðgarði (e. Death Valley National Park), suðaustan við Nevada-fja...

Fleiri niðurstöður