Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig eru svokallaðir lavalampar búnir til?

Ögmundur Jónsson

Arnar Ellertsson spurði 'Hvernig verka lava lampar? Af hverju flýtur vaxið upp og af hverju sýður olían ekki?' og Mattías Páll spurði 'Hvaða efni er í 'peace lamp'?'

Svokallaður lavalampi er glært plastílát með tveimur mismunandi vökvum í og peru fyrir neðan. Yfirleitt er annar glær og hinn litaður, til dæmis rauður eða blár. Meðan slökkt er á lampanum liggur annar vökvinn ofan á hinum en þegar kveikt er á peru fyrir neðan ílátið stígur sá neðri hægt upp og hinn sekkur og geta vökvarnir myndað ansi flókin mynstur.

Lavalampinn er oft tengdur við 'hippamenningu' og bera sumar heimasíður um hann (sem eru reyndar ótrúlega margar!) þess glögg merki. Hann var fundinn upp árið 1963 af Edward Craven Walker og hefur síðan notið mikilla vinsælda enda óneitanlega ansi sérstakur. Nafnið er líklega til komið vegna þess hvernig hægfara og glóandi (eða öllu heldur upplýstur) vökvinn, sem oft er rauður, minnir á hraunkviku, en hraun nefnist á ensku 'lava'.

Lavalampar voru fundnir upp árið 1963.

Vökvarnir tveir þurfa að fullnægja tveimur skilyrðum:

  1. Hafa mjög svipaðan eðlismassa.

  2. Leysast illa hvor í öðrum.

Olía og vatn uppfylla seinna skilyrðið en ekki það fyrra því að vatn er mun eðlisþyngra en olía, það er að segja tiltekið rúmmál af vatni er mun þyngra en sama rúmmál af olíu. Því eru notaðir aðrir vökvar. Á netinu má finna ýmsar uppástungur að efnum til að nota ef maður vill búa til sinn eigin lavalampa en í upprunalega lampanum var samkvæmt einkaleyfinu notað vatn og blanda af steinolíu, paraffíni, litarefni og annað hvort paraffín-vaxi eða bensín-geli. Á einum stað var stungið upp á því að nota annars vegar steinolíu með olíulit (sem leysist einmitt upp í olíu en ekki vatni) og hins vegar blöndu af 90% ísóprópýl-alkóhóli og 70% ísóprópýl-alkóhóli. Steinolían sekkur í 90%-vökvanum því hann er eðlisléttari en olían en svo bætir maður við 70%-vökva, sem er eðlisþyngri en olían, þar til hún er við það að losna frá botninum. Þá hafa olían og alkóhól-blandan svipaðan eðlismassa. Á nokkrum síðum er stungið upp á að nota bensýl-alkóhól og vatn.

Nú verkar lavalampinn þannig að botninn er hitaður upp, venjulega með ljósaperu. Þyngri vökvinn, sem liggur neðar í ílátinu, dregur í sig varmann og rúmmál hans eykst. Þar sem magnið breytist ekki við þetta, hlýtur eðlismassinn að minnka. Þar sem vökvarnir hafa mjög svipaðan eðlismassa, verður þessi vökvi léttari en hinn við hitunina og stígur því upp en hinn, sem var áður léttari, sekkur. Nú kólnar fyrrnefndi vökvinn við það að stíga upp og sígur aftur niður um leið og sá síðarnefndi hitnar og stígur upp. Þar sem hitun og kæling eru tiltölulega hæg ferli og breytingarnar á eðlismassanum mjög litlar er þessi hreyfing mjög hæg. Ástæðan fyrir því að olían sýður ekki er sú að hitinn verður aldrei meiri en nokkrir tugir gráða á selsíus.

Mynd:

Höfundur

heimspekinemi við HÍ

Útgáfudagur

29.1.2001

Spyrjandi

Matthías Bjarnason, Arnar Ellertsson, Matthías Páll

Tilvísun

Ögmundur Jónsson. „Hvernig eru svokallaðir lavalampar búnir til?“ Vísindavefurinn, 29. janúar 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1302.

Ögmundur Jónsson. (2001, 29. janúar). Hvernig eru svokallaðir lavalampar búnir til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1302

Ögmundur Jónsson. „Hvernig eru svokallaðir lavalampar búnir til?“ Vísindavefurinn. 29. jan. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1302>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig eru svokallaðir lavalampar búnir til?
Arnar Ellertsson spurði 'Hvernig verka lava lampar? Af hverju flýtur vaxið upp og af hverju sýður olían ekki?' og Mattías Páll spurði 'Hvaða efni er í 'peace lamp'?'

Svokallaður lavalampi er glært plastílát með tveimur mismunandi vökvum í og peru fyrir neðan. Yfirleitt er annar glær og hinn litaður, til dæmis rauður eða blár. Meðan slökkt er á lampanum liggur annar vökvinn ofan á hinum en þegar kveikt er á peru fyrir neðan ílátið stígur sá neðri hægt upp og hinn sekkur og geta vökvarnir myndað ansi flókin mynstur.

Lavalampinn er oft tengdur við 'hippamenningu' og bera sumar heimasíður um hann (sem eru reyndar ótrúlega margar!) þess glögg merki. Hann var fundinn upp árið 1963 af Edward Craven Walker og hefur síðan notið mikilla vinsælda enda óneitanlega ansi sérstakur. Nafnið er líklega til komið vegna þess hvernig hægfara og glóandi (eða öllu heldur upplýstur) vökvinn, sem oft er rauður, minnir á hraunkviku, en hraun nefnist á ensku 'lava'.

Lavalampar voru fundnir upp árið 1963.

Vökvarnir tveir þurfa að fullnægja tveimur skilyrðum:

  1. Hafa mjög svipaðan eðlismassa.

  2. Leysast illa hvor í öðrum.

Olía og vatn uppfylla seinna skilyrðið en ekki það fyrra því að vatn er mun eðlisþyngra en olía, það er að segja tiltekið rúmmál af vatni er mun þyngra en sama rúmmál af olíu. Því eru notaðir aðrir vökvar. Á netinu má finna ýmsar uppástungur að efnum til að nota ef maður vill búa til sinn eigin lavalampa en í upprunalega lampanum var samkvæmt einkaleyfinu notað vatn og blanda af steinolíu, paraffíni, litarefni og annað hvort paraffín-vaxi eða bensín-geli. Á einum stað var stungið upp á því að nota annars vegar steinolíu með olíulit (sem leysist einmitt upp í olíu en ekki vatni) og hins vegar blöndu af 90% ísóprópýl-alkóhóli og 70% ísóprópýl-alkóhóli. Steinolían sekkur í 90%-vökvanum því hann er eðlisléttari en olían en svo bætir maður við 70%-vökva, sem er eðlisþyngri en olían, þar til hún er við það að losna frá botninum. Þá hafa olían og alkóhól-blandan svipaðan eðlismassa. Á nokkrum síðum er stungið upp á að nota bensýl-alkóhól og vatn.

Nú verkar lavalampinn þannig að botninn er hitaður upp, venjulega með ljósaperu. Þyngri vökvinn, sem liggur neðar í ílátinu, dregur í sig varmann og rúmmál hans eykst. Þar sem magnið breytist ekki við þetta, hlýtur eðlismassinn að minnka. Þar sem vökvarnir hafa mjög svipaðan eðlismassa, verður þessi vökvi léttari en hinn við hitunina og stígur því upp en hinn, sem var áður léttari, sekkur. Nú kólnar fyrrnefndi vökvinn við það að stíga upp og sígur aftur niður um leið og sá síðarnefndi hitnar og stígur upp. Þar sem hitun og kæling eru tiltölulega hæg ferli og breytingarnar á eðlismassanum mjög litlar er þessi hreyfing mjög hæg. Ástæðan fyrir því að olían sýður ekki er sú að hitinn verður aldrei meiri en nokkrir tugir gráða á selsíus.

Mynd:...