Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar á Íslandi finnast landsniglar með skel?

Upprunalega spurningin var: Vitið þið hvar er hægt að finna landsnigla með skel eins og garðabobba? Nokkrar tegundir landsnigla með skel eða kuðung finnast á Íslandi, en sniglafánan hérlendis er ekki mjög fjölbreytt. Líklega eru ástæðurnar fyrir því að landið er einangrað, kalkskortur í jarðvegi og svalt lo...

category-iconEfnafræði

Er hægt að kveikja eld með vatni?

Flestir vita að vatn kemur að góði gagni við að slökkva venjulegan eld og því hljómar það fráleitt að vatn geti kveikt eld. En það eru til aðstæður þar sem eldur getur kviknað vegna vatns. Eldur af völdum efnahvarfa við vatn Nokkur efni eru þekkt fyrir að valda eldi ef þau komast í tæri við vatn. Eitt þekkt...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er átt við með orðinu gaslýsing?

Orðið gaslýsing er gamalt í málinu, að minnsta kosti frá miðri 19. öld, í merkingunni ‘lýsing húsa og gatna með gasljósum’. Þau voru notuð í bæjum og borgum áður en farið var að lýsa með rafmagni. Mörg dæmi eru um þessa notkun á timarit.is. Ég geri ráð fyrir að spyrjandi sé að leita svara við annarri og mun nýr...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er átt við með hugtakinu atómskáld?

Orðið „atómskáld“ á uppruna sinn í skáldsögu Halldórs Laxness, Atómstöðinni, sem kom út árið 1948. Orðið birtist fyrst á prenti í íslenskum blöðum og tímaritum árið 1950 og virðist undraskjótt hafa öðlast nokkuð skýra merkingu sem á sér algerlega tvær hliðar. Þannig virðist það hafa lifað allt til dagsins í dag. A...

category-iconHagfræði

Eru verðbætur vextir og þar með fjármagnstekjur?

Sami spyrjandi ítrekaði spurninguna og sendi um leið aðra sem einnig er svarað hér: Get ég vænst svars við spurningu sem ég setti hér inn 2.4. síðastliðinn? Hér er önnur: Getur verðbættur höfðstóll (innláns) verið nokkuð annað en höfuðstóll? Almennt er gerður greinarmunur á vöxtum og verðbótum á verðtryggðu...

category-iconJarðvísindi

Hvaða viðbætur við botnskriðskenninguna komu með flekakenningunni?

Í stuttu máli Samkvæmt botnskriðskenningunni[1] gliðnar hafsbotnsskorpan um miðhafshryggi, skorpuna rekur frá hryggnum til beggja átta, basaltbráð fyllir jafnóðum upp í sprunguna. Við kólnun tekur bergið á sig segulstefnu ríkjandi segulsviðs sem gerir kleift að aldursgreina hafsbotninn og meta hraða gliðnunar. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um kengúrur?

Spurningin hljóðar í heild sinni svona: Hvernig ala kengúrur unga sína, af hverju fara þeir í poka móðurinnar, hvernig geta þær stokkið svona langt og margt fleira? Kengúrur eru pokadýr (Marsupialia) sem er einn af þremur meginflokkum spendýra. Kengúrur tilheyra ennfremur ættinni Macropodidae en til hennar telja...

category-iconFélagsvísindi

Fylgja vefverslanir á Íslandi sömu reglum um skatta og tolla og hefðbundnar verslanir?

Um vefverslanir gilda í grunninn sömu reglur og um aðra verslun. Greiða þarf skatta, til dæmis virðisaukaskatt og eftir atvikum tolla af þeim viðskiptum og vörum sem keyptar eru í gegnum Netið. Fyrirtæki sem halda úti vefverslunum verða einnig að bókfæra viðskiptin með sama hætti og önnur viðskipti. Að sama skapi ...

category-iconEfnafræði

Af hverju breytast egg við suðu?

Egg innihalda mikið prótein, sem hefur einnig verið kallað prótín, eggjahvíta eða hvíta á íslensku. Próteinsameindin er löng keðja af minni sameindum sem nefnast amínósýrur. Amínósýrurnar í hverri próteinsameind tengjast saman með sterkum samgildum tengjum sem eru ekki líkleg til að rofna þegar eggið er soðið. Það...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Þegar maður kastar skopparabolta í gólfið með snúningi, af hverju kemur boltinn til baka með öfugum snúningi?

Hlutur á hreyfingu hefur hreyfiorku. Góður skopparabolti er mjög fjaðrandi sem þýðir að hreyfiorka hans varðveitist að mestu við árekstur. Ef slíkur bolti dettur á steingólf endurkastast hann af gólfinu með jafnmiklum hraða. Við áreksturinn verkar boltinn með ákveðnum krafti á gólfið og gólfið verkar með sama kraf...

category-iconLæknisfræði

Eru meiri líkur á að eignast barn með Down-heilkenni ef einhver í fjölskyldunni er með heilkennið?

Down-heilkenni getur verið af þremur mismunandi orsökum. Algengasta orsökin (96% tilfella) er svokölluð þrístæða 21 en þá eru þrjú eintök af litningi 21 í stað tveggja (eins frá hvoru foreldri) í frumum einstaklingsins. Slíkt gerist vegna mistaka í rýriskiptingu við myndun kynfrumna. Af þessum 96% má rekja 88% til...

category-iconFöstudagssvar

Hvernig kemur maður konunni sinni í gott skap?

Þetta er góð og mikilvæg spurning sem margir hafa glímt við árum saman án þess að verða nokkurs vísari. Hún hefur vakið miklar umræður í ritstjórn en niðurstaðan birtist nú eftir 8 mánaða meðgöngu. Meginatriðið er náttúrlega að byrja á því að gera sér ljóst að það er ekki til neitt almennt svar við þessu því a...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Sjö skólabilar með sjö krökkum hver, hver krakki er með sjö bakpoka, hver bakpoki með sjö köttum, hver köttur hefur sjö kettlinga hver. Hvað eru kettlingarnir margir?

Krakkarnir eru 7 sinnum 7 eða 49. Bakpokarnir eru 7 sinnum sú tala og svo framvegis. Fjöldi kettlinganna er 7∙7∙7∙7∙7 eða sjö í fimmta veldi sem kallað er. Auðvelt er að reikna það á vasareikni eða reiknivél í tölvu, annaðhvort með því að margfalda saman beint eða með því að hefja í v...

category-iconFélagsvísindi

Hylma ríkisstjórnir yfir tilvist geimvera eins og oft má sjá í kvikmyndum?

Þrátt fyrir allt leita ríkisstjórnir oft ráða hjá þeim sem best vita um viðkomandi efni, til dæmis hjá vísindamönnum. Vísindamenn krefjast yfirleitt staðgóðra gagna eða "sannana" áður en þeir fara að trúa verulegum nýmælum eins og þeim til að mynda að geimverur hafi sést á jörðinni eða þeim hnetti sem um er að ræð...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða maður fattaði upp á fyrsta skólanum og hvað heitir hann?

Þessari spurningu er ekki hægt að svara með því að nefna einn mann og segja að hann hafi fyrstur allra "fattað upp á" skóla. Skólar eru stofnanir sem veita kerfisbundna fræðslu. Samkvæmt Íslensku alfræðiorðabókinni er hægt að rekja upphaf skólahalds allt aftur til Egypta og Súmera á þriðja árþúsundi f. Kr. Þar vo...

Fleiri niðurstöður