Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1580 svör fundust
Hver er hlutdeild sjávarútvegsins í íslenska hagkerfinu og að hvaða leyti hefur hún breyst á síðustu 15 árum?
Hægt er að skoða hlutdeild sjávarútvegs í hagkerfinu með ýmsum hætti. Svarið við spurningunni fer því nokkuð eftir því hvaða sjónarhorn er valið. Niðurstaðan er þó alltaf svipuð að því leyti að ótvírætt er að hlutdeildin hefur minnkað. Árið 1991 unnu um 10,4% landsmanna við fiskveiðar og vinnslu en 15 árum síða...
Hvenær verða kindur kynþroska?
Undir venjulegum kringumstæðum verður lamb kynþroska við sex mánaða aldur. Ef það kemur í heiminn í maí þegar sauðburður er í hámarki þá ætti það að verða kynþroska í nóvember. Þá getur það varla kallast lamb lengur heldur ær ef um kvendýr er að ræða en hrútur ef það er karldýr. Reyndar kallast karllömb líka hrút...
Hvað er þetta tandur í því sem er tandurhreint?
Orðið tandur merkir ‘eldur, smáneisti’ og þekkist þegar í fornu máli. Ekkert dæmi fannst þó í ritmálssafni Orðabókar Háskólans. Annað orð sömu merkingar og af sama uppruna er tandri sem kemur fyrir í skáldamáli og sem fornnorskt viðurnefni á 14. öld. Þá má nefna sögnina að tandra, sem dæmi er um frá 17. öld, og sö...
Færast stjörnurnar á himninum á kerfisbundinn hátt?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Færast stjörnurnar á himninum á kerfisbundinn hátt, sbr. sólargang, séð frá jörðinni, t.d. frá Íslandi? Langflestar stjörnurnar sem við sjáum á næturhimninum eru fastastjörnur eins og þær eru kallaðar. Sú nafngift stafar ekki af því að þær sýnist vera fastar á einhverjum til...
Er hægt að lækna fólk sem „paníkerar“? Hvað með fólk með áráttu eða þráhyggju?
Eru þeir sem „paníkera“ að missa vitið? Hvað um þá sem eru alltaf með einhverja vitleysu á heilanum, til dæmis að þeir þurfi sífellt að þvo sér um hendurnar? Er eitthvað hægt að aðstoða slíkt fólk? Felmtur „Paník“ er á íslensku yfirleitt kallað felmtur eða fát. Einkenni felmturskasts eru að fólk fær andnauð ...
Er hægt að nota óendanleika tímans til að sanna að við getum ekki verið til?
Mannshugurinn á erfitt með að kljást við spurninguna um endanleika eða óendanleika, hvort sem átt er við tímann eða rúmið, það er að segja hvort tíminn sé óendanlegur eða hafi átt sér upphaf og hvort rúmið sé óendanlegt eða endanlegt og eigi sér þá ef til vill einhver ytri mörk. Báðir svarskostirnir um hvorttveggj...
Hvernig getur hugtakið „óendanlegt“ staðist? Allt hlýtur að eiga upphafs- og endapunkta?
Flestum þykir okkur erfitt að skilja til fulls hugtakið óendanlegt. Þegar allt kemur til alls virðast þó ekki aðrir kostir í boði en að gera okkur það að góðu þar sem það stenst engan veginn að allt sé endanlegt. Hugsum okkur til dæmis jafn einfaldan hlut og að telja. Fyrst eftir að barn lærir að telja heldur þ...
Hvað er ríkjandi gen og víkjandi gen?
Hugtökin ríkjandi og víkjandi, höfð um arfgenga eiginleika og erfðaeindir, eru meðal þeirra elstu í erfðafræðinni. Þau má rekja til frumherja nútíma erfðafræði, Gregors Mendel, sem birti niðurstöður rannsókna sinna árið 1866. Mendel gerði tilraunir með afbrigði af baunagrasi (Pisum sativum). Hann æxlaði saman hrei...
Hvað eru fiðrildahrif og óreiðukenning?
Til þess að skilja fyrirbæri náttúrunnar reyna eðlisfræðingar að gera líkön af þeim. Venjulega er líkanið safn stærðfræðilegra jafna sem vonast er til að lýsi vissum eiginleikum kerfisins nokkurn veginn. Eðlisfræðingar kalla jöfnur sem lýsa hreyfingu kerfis eða þróun þess í tíma oft hreyfijöfnur. Líkönin eru misgó...
Hvað er flugvél lengi að fljúga kringum jörðina?
Þann 14. desember árið 1986 tókst flugvélin Voyager á loft í Kaliforníu í Bandaríkjunum í þeim tilgangi að fljúga umhverfis jörðina án millilendingar og án þess að taka eldsneyti á flugi. Voyager var sérsmíðuð fyrir þetta verkefni, drifin áfram af tveimur skrúfuhreyflum og höfð eins létt og mögulegt var. Í áhöfnin...
Hvar á ég heima?
Þú átt heima heima hjá þér! Fyrir því eru staðfestar heimiildir. Þú getur tekið upp símtólið, hringt í Þjóðskrá í síma 5692900 og gefið upp nafn eða kennitölu og fengið staðfestingu á því að þú hafir lögheimili heima hjá þér og fengið að vita hvar það er. Því miður eru ekki allar þjóðir jafnheppnar og við Íslendin...
Af hverju heldur kristið fólk upp á páska? Eru páskar ekki eldri en kristni?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju er haldið upp á páskana eins og það komi Jesú eitthvað við? Það voru haldnir páskar áður en Jesús var til? Vissulega var páskahátíðin hátíð Ísraela og Gyðinga löngu fyrir daga Krists. Á henni minntust Ísraelsmenn hinir fornu og síðar Gyðingar frelsunar forfeðra sinn...
Hvaða fuglar eru algengastir í þéttbýli á Íslandi?
Fjölmargar fuglategundir hafa náð að aðlagast hinum miklu breytingum sem orðið hafa á umhverfinu við tilkomu þéttbýlis. Eitt best þekkta dæmið er starinn (Sturnus vulgaris) en hann hefur verið að auka við útbreiðslu sína og telst nú heimsstofninn vera yfir 300 milljón einstaklingar. Ísland er meðal nýrra svæða sem...
Hvað er fæðukeðja og fæðupíramídi?
Fæðukeðja (e. food chain) sýnir ferðalag orkunnar um lífríkið, frá einni lífveru til annarrar. Fæðukeðjum lífríkisins má skipta í fjóra hluta Sólin – uppspretta orku lífríkisins. Frumframleiðendur - plöntur sem binda orku sólar í vistkerfið með ljóstillífun. Neytendur – lífverur sem fá orku með afráni á öðrum ...
Hver eru höfin sjö?
Spurningin í fullri lengd var: Við hvaða höf er átt þegar talað er um höfin sjö? Talað hefur verið um höfin sjö í þúsundir ára en sagt er að rekja megi hugmyndina eða orðatiltækið að minnsta kosti til Súmera um 2300 f.Kr. Merkingin sem lögð er í orðatiltækið höfin sjö er ekki alltaf hin sama og hún móta...