Upphafleg spurning er sem hér segir:
Ef tíminn byrjaði fyrir óendanlega löngu síðan og óendanleikinn hefur engan byrjunarpunkt hvernig getum við þá verið til? Er með þessu hægt að sanna að við getum ekki verið til?Helstu svarskostirnir í þessari umræðu eru í grundvallaratriðum fjórir:
- Heimurinn er endanlegur að stærð og átti sér tiltekið upphaf þannig að tíminn er líka endanlegur í þeim skilningi.
- Heimurinn er óendanlegur að stærð en tíminn er samt endanlegur; heimurinn varð til á einhverjum tilteknum tíma.
- Heimurinn er endanlegur að stærð en hefur alltaf verið til; tíminn er óendanlegur.
- Heimurinn er óendanlegur að stærð og hefur alltaf verið til; tíminn er líka óendanlegur.