Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4931 svör fundust
Getið þið sagt mér eitthvað um smástirnabeltið sem er á milli Mars og Júpiter?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Getið þið sagt mér eitthvað um loftsteinabeltið sem er á milli Mars og Júpíter og talið er hafa verið reikistjarna einu sinni? Árið 1772 kynnti þýski stjörnufræðingurinn Johann Elert Bode (1747-1826) reglu sem virtist gilda um fjarlægðir frá sólu til þeirra sex reikistjarna ...
Fyrir hvað er Mahatma Gandhi svona frægur?
Mohandas Karamchand Gandhi fæddist í bænum Porbander í Gujarathéraði á Indlandi þann 2. október, 1869. Skólaganga hans hófst í bænum Rajkot en þar gegndi faðir hans stöðu ráðgjafa yfirstjórnanda bæjarins. Á þessum tíma var Indland undir breskri stjórn, en innan landsins voru samt sem áður rúmlega 500 konungdæmi, f...
Hvað er kolefnisbinding?
Með hugtakinu kolefnisbinding er einfaldlega átt við það þegar kolefni (C) í andrúmsloftinu binst til lengri tíma, til dæmis gróðri eða jarðvegi. Líf er sú birtingarmynd kolefnis sem við höfum hvað mestan áhuga á, enda erum við lífverur. Þó er mun meira kolefni í efnasamböndum utan lífríkisins, til dæmis í kolt...
Var Herðubreið eldfjall og gæti hún gosið?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Var Herðubreið eldfjall? Ef svo er, hvenær kulnaði hún og af hverju? Herðubreið hefur oft verið nefnd drottning íslenskra fjalla. Hún skipar enda mikilvægan sess í huga margra Íslendinga og var raunar kosin „þjóðarfjall“ Íslendinga í óformlegri kosningu árið 2002, á ári fja...
Hver var Nicolaus Steno og hvert var framlag hans til vísindanna?
Niels Stensen (1638-1686), eða Nicolaus Steno eins og hann nefndist á latínu að hætti lærðra manna á þeim tímum, fæddist og ólst upp í Kaupmannahöfn. Faðir hans, Sten Pedersen, var gullsmiður af þekktri ætt kennimanna á Skáni. Steno var trúhneigður maður, alinn upp í lúterstrú, en gerðist kaþólskur um þrítugt (166...
Hvað var að gerast í leikhúslífi Íslendinga um 1918?
Fullveldisárið 1918 var um margt heldur litlaust þegar horft er til leiklistar á Íslandi. Með einni undantekningu, leikritinu Landafræði og ást eftir Björnstjerne Björnson, voru uppfærslur Leikfélags Reykjavíkur á árinu allt verk sem félagið hafði sýnt áður. Fyrsta frumsýning ársins var Heimilið eftir Hermann Sude...
Hvað er átt við með samfélagssáttmála?
Orðið „samfélagssáttmáli“ er notað til að lýsa siðfræði- og stjórnspekikenningum sem fela í sér að réttindi manna og skyldur byggist á einhvers konar samkomulagi. Slíkar kenningar eru æði margvíslegar og eiga sér langa sögu svo engin ein stutt skilgreining dugar til að afmarka allt sem meint hefur verið með þessu ...
Hvernig get ég fundið hver tímamunurinn er á Íslandi og öðrum löndum eða stöðum í heiminum?
Vísindavefurinn fær stundum spurningar um hvað klukkan sé á hinum ýmsu stöðum í heiminum og um tímamun á milli Íslands og annarra landa. Meðal þeirra spurninga sem okkur hafa borist eru:Hvað er klukkan í Danmörku þegar hún er 12 á hádegi á Íslandi? Hver er tímamunurinn á milli Noregs og Íslands? Hvaða tímamunur ...
Hvenær var rafmagnsstóllinn fundinn upp?
Upprunalega hljóðaði spurningin svo:Getið þið sagt mér allt um rafmagnsstólinn? Hvað er hann notaður í mörgum ríkjum Bandaríkjanna? Af hverju deyr fólk í honum og hvað tekur það langan tíma? Um 1880 kom fram ný tegund útiljósa í Bandaríkjunum. Á bilinu 3000-6000 volt þurfti til að knýja ljósin. Vegna þess hve h...
Hvar er að finna áreiðanlegar og traustar upplýsingar um COVID-19?
Hér er að finna tengla í ýmsar síður, greinasöfn, gagnabanka og annað efni þar sem áreiðanlegum og traustum upplýsingum um sjúkdóminn COVID-19 og veiruna SARS-CoV-2 er miðlað. Listinn er tekinn saman af ritnefnd COVID-19-verkefnis Vísindavefsins og verður uppfærður eftir þörfum. Efni á íslensku dAton – COVID...
Hvers vegna er talað um gúrkutíð þegar lítið er um að vera í fréttum?
Orðið gúrkutíð í merkingunni 'fréttasnauður tími' er fengið að láni úr dönsku, agurketid. Það er aftur á móti fengið úr þýsku. Þar er talað um Sauregurkenzeit, það er tíma (Zeit) sýrðra (saure) gúrkna (Gurken). Sýrðar gúrkur eru sérstakar litlar gúrkur sem lagðar eru í edikslög og hafðar sem meðlæti með kjöti ...
Hvaðan er orðatiltækið að vera í essinu sínu upprunnið? Hvaða ess er átt við?
Orðasambandið að vera í essinu sínu, 'vera mjög vel fyrir kallaður, vera upprifinn' er fengið að láni úr dönsku, at være i sit es. Sama orðasamband er einnig til í þýsku, in seinem Esse sein. Hvorugkynsorðið ess er þekkt í málinu allt frá því á 17. öld í merkingunni 'gott ástand'. Es í dönsku er talið eiga ræt...
Hvaða ljósi varpar Tómasarguðspjall á líf Jesú og hver er talinn vera uppruni þess?
Hvers konar rit er Tómasarguðspjall? Tómasarguðspjall er ekki tilraun til að skrifa ævi Jesú út frá hefðbundnum forsendum um fæðingarstað, menntun, störf og örlög (dauða) eins og til dæmis má finna stað í frásögu Matteusarguðspjalls svo ekki sé talað um þá tísku sem er íslensk ævisagnaritun nú á dögum. Ævisag...
Hversu alvarlegt þarf ástand manns að vera til þess að hann sé sviptur sjálfræði?
Sjálfræði merkir í raun það að geta ráðstafað sínum málum sjálfur, öðrum en fjármálum sem falla undir fjárræði. Saman mynda sjálfræði og fjárræði það sem kallað er lögræði. Lögráða verða menn á Íslandi þegar þeir ná 18 ára aldri sbr. 1. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Menn geta orðið lögráða fyrir 18 ára aldur ef þe...
Hvað þarf að vera í sögu til þess að hún sé talin til Íslendingasagna?
Sögur þær sem Íslendingar rituðu á 13. og 14. öld, og fjalla um íslenska menn og málefni svonefndrar sögualdar (um 930–1030), hafa verið nefndar Íslendingasögur. Hátt í 40 sögur falla undir þessa skilgreiningu, og eiga þær – auk þess ofangreinda – ýmis sameiginleg einkenni. Talsverður tími leið frá því að atbu...