Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 625 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig og hvenær varð ebóluveiran til?

Ebóluveira greindist fyrst í mönnum árið 1976 í Kongó og Súdan en hún hefur verið til miklu lengur. Hún hefur sýkt önnur dýr í aldanna rás, en er líklega bara nýverið farin að sýkja menn. Sú útgáfa af ebóluveirunni sem sýkir menn, eins og nú í Afríku, varð til við stökkbreytingu, líklega fyrir um 850 árum, það...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til græn spendýr?

Í dýraríkinu finnast margar grænar tegundir, hvort sem litið er til fugla, fiska, skriðdýra eða skordýra. Til dæmis þekkjast margar grænar tegundir páfagauka, smávaxinna eðla og fiðrilda. Um spendýr gegnir hins vegar öðru máli Strangt til tekið fyrirfinnst engin græn spendýrategund, það er að segja engin tegund...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða stefnu fylgir rithöfundurinn Isabel Allende og af hverju er hún svona fræg?

Rithöfundurinn Isabel Allende er frá Chile að uppruna en fæddist í Perú og bjó í mörgum löndum Suður-Ameríku sem barn. Hún er bróðurdóttir fyrrum forseta Chile, Salvador Allende, (1908-1973) en honum var steypt af stóli í valdaráni hersins árið 1973 þegar Pinochet komst til valda. Í kjölfarið fór Isabel Allende í ...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða áhrif hefur verðbólga í framtíðinni á þann sem kaupir fasteign á lánum?

Verðbólga hefur ýmiss konar áhrif á þá sem taka lán til húsnæðiskaupa. Langtímalán vegna húsnæðiskaupa eru undantekningalítið verðtryggð á Íslandi. Því hefur verðbólga bein áhrif á þann fjölda króna sem greiða þarf í afborganir og vexti af húsnæðislánum í mánuði hverjum. Húsnæðislán eru verðtryggð miðað við vísitö...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvort eru sebrahestar hvítir með svörtum röndum eða svartir með hvítum röndum?

Þrjár tegundir sebrahesta eru til um þessar mundir. Það eru greifasebra (á ensku Grevy's zebra, á latínu Equus grevyi), fjallasebra (á ensku Mountain zebra, á latínu Equus zebra) og sléttusebra (á ensku Burchell's zebra, á latínu Equus burchelli). Allar eru þessar tegundir bundnar við Afríku. Yfirleitt er talað um...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvert er elsta tungumál sem enn er talað og hvert er elsta tungumál sem vitað er um?

Þessari spurningu er erfitt að svara þar sem enn er afar margt á huldu um tungumál heimsins og margt sem þarfnast rannsókna. Enginn veit um raunverulegan aldur ýmissa indíánamála í Suður-, Mið- og Norður-Ameríku svo að dæmi sé tekið. Allmikið er vitað um sum ævaforn mál. Arabíska er til dæmis afar gamalt mál o...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um tarantúlur?

Almennt er talað um allar tegundir köngulóa af ættinni Theraphosidae sem tarantúlur. Upphaflega var tegundin Lycosa tarentula (e. wolf spider) sem lifir í Suður-Evrópu kölluð tarantúla en þessi tegund tilheyrir þó ekki Theraphosidae heldur ættinni Lycosidea. Lycosa tarentula er tiltölulega stór könguló, um 2,5 cm ...

category-iconNæringarfræði

Hversu hátt hlutfall fæðu manns þarf að vera fita?

Fita er líkamanum nauðsynleg og hún er mikilvægur hluti af mataræði hvers manns. Manneldismarkmið Íslendinga, sem taka mið af mataræði þjóðarinnar og nýjustu rannsóknum í næringarfræði, telja hæfilegt að fullorðnir fái 25-35% orkunnar úr fitu, og þar af komi ekki meira en 15% orkunnar úr harðri fitu, það er mettuð...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver fann upp skíðin?

Elstu skíðin sem fundist hafa eru um 4.500 ára gömul. Aðeins annað skíðið fannst reyndar, í Svíþjóð, en það er stutt og breitt, ólíkt löngu og mjóu skíðunum sem tíðkast í dag. Mörg forn skíði hafa fundist á Norðurlöndum, mismunandi að lögun, en reglan hefur verið sú að þau mjókki og lengist eftir því sem norðar dr...

category-iconFélagsvísindi

Hve mörg lönd í heiminum leyfa verðtryggingu lána?

Það virðist óhætt að fullyrða að flest lönd leyfi verðtryggingu lána en það er annað mál að mjög misjafnt er hve útbreidd hún er. Það er helst hægt að finna dæmi um að verðtrygging lána hafi verið bönnuð í löndum sem hafa átt í verulegum erfiðleikum í baráttu við verðbólgu. Hið sama má segja um verðtryggingu launa...

category-iconFélagsvísindi

Mega þeir sem hafa B.A.-gráðu í hagfræði ekki kalla sig hagfræðinga, bara þeir sem eru með B.S.-gráðu?

Mjög er misjafnt eftir skólum hvort þeir sem ljúka grunnháskólanámi í hagfræði útskrifast með B.A.- eða B.S.-gráðu. Alla jafna eru þessar gráður jafngildar eða að minnsta kosti er ekki almenn regla að önnur sé í einhverjum skilningi hinni merkari. Starfsheiti viðskiptafræðinga og hagfræðinga eru nú lögvernduð. ...

category-iconUmhverfismál

Af hverju er eyðing skóga talin vera alvarlegt vandamál?

Þessa spurningu er hægt að skilja á tvo vegu: Hvað er svona mikilvægt við skóga að eyðing þeirra skuli vera talin alvarlegt vandamál?Er eyðing skóga svo mikil að að hún teljist alvarlegt vandamál og af hverju stafar eyðingin? Svar við fyrri spurningu: Þýðing skóga fyrir mannkynið og reyndar allt líf á jö...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er latneska heitið á apanum Marcel sem kemur fram í fyrstu þáttaröðinni um Vini eða Friends?

Í fyrstu þáttaröðinni af Vinum (e. Friends) kemur apinn Marcel nokkuð við sögu en hann var í eigu persónunnar Ross Geller sem leikinn var af David Schwimmer. Tveir kvenapar tóku að sér hlutverk Marcels í þáttunum og apinn var fyrsti vinurinn sem yfirgaf þáttaröðina fyrir frægð og frama í Hollywood. Aparnir tveir h...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar apategundir í heiminum og hver þeirra er algengust og hver sjaldgæfust?

Til eru rúmlega 200 tegundir núlifandi apa eða apakatta (e. monkey). Til þess hóps teljast allir prímatar sem hafa rófu fyrir utan lemúra (e. lemurs), vofuapa (e. tarsier) og refapa (e. loris). Um 103 tegundir teljast til svokallaðra gamla heims apa, það er apa sem finnast frá Afríku til Asíu. Nýja heims apar eru ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar lifa sæskjaldbökur?

Á íslensku virðist orðið sæskjaldbaka bæði notað sem heiti á skjaldbökuættinni Cheloniidae og í víðari merkingu sem samheiti yfir þær skjaldbökuættir sem lifa í sjó og kallast á ensku sea turtles. Í þessu svari er orðið notað í víðari merkingunni. Til sæskjaldbaka teljast sjö tegundir, sex þeirra eru innan ætt...

Fleiri niðurstöður