Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 585 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hvenær voru fyrstu rímur ortar og hvaða fyrirmyndir voru fyrir þessum kveðskap?

Ólafs ríma Haraldssonar í Flateyjarbók er elst varðveittra rímnatexta. Hún á sinn þátt í því samhljóða áliti fræðimanna að rímnagerð hafi hafist á fyrri hluta 14. aldar og jafnvel þegar um eða upp úr 1300. Með athugun á málstigi miðaldarímna hafa rannsóknir leitt i ljós að nokkrir nú varðveittir rímnaflokkar hafi ...

category-iconHeimspeki

Hvað eru kristileg gildi og hver er munurinn á þeim og gildum annarra trúarbragða?

Þegar ræða á hver sé munurinn á kristilegum gildum og gildum annarra trúarbragða vakna ýmsar aðrar spurningar. Hvað eru kristileg gildi? Eru til einhver sérstök kristileg gildi? Eru þau frábrugðin gildum annarra trúarbragða? Í viðleitni okkar til að svara þessum spurningum er gott að hafa hugfast að siðakenning...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru líkur á að ísöld eða annars konar hamfarir sem eyða öllu lífi á jörðu komi aftur?

Svo spáði spaks manns vör að allt sem hefur gerst, geti gerst aftur og muni gera það. Þær hamfarir hafa að vísu ekki orðið að allt líf hafi eyðst, en komi til þess er því miður líklegast að það verði af manna völdum en ekki náttúrunnar. Ekki er langt síðan margir lifðu í stöðugum ótta við kjarnorkustyrjöld stórvel...

category-iconHugvísindi

Hvað fundu Forngrikkir upp?

Forngrikkir fundu ýmislegt upp: Hér gefst ekki færi á að gefa tæmandi upptalningu á því öllu en þó má minnast á það helsta. Þá ber fyrst að nefna gríska stafrófið. Grikkir fundu að sjálfsögðu ekki fyrstir upp ritmál en þeir þróuðu stafrófið sitt úr fönikísku stafrófi snemma á 8. öld f.Kr. Áður höfðu Grikkir not...

category-iconStærðfræði

Hvað er vedísk stærðfræði?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvað er vedísk stærðfræði/reikningur og er hún kennd hér á landi? Vedísk stærðfræði getur þýtt tvennt: Annars vegar var stærðfræði, sem iðkuð var á Indlandi á svonefndu vedísku tímabili frá því um 1500 til um 500 – 400 fyrir Krist, nefnd vedísk stærðfræði. Indversk stær...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig komu áhrif upplýsingarinnar fram á Íslandi?

Hekluganga Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar markaði að ákveðnu leyti upphaf upplýsingarinnar hér á landi. Þeir klifu þetta víðfræga og alræmda fjall árið 1750 og afsönnuðu þá hjátrú að þar væri op Vítis en sýndu að hægt væri að mæla og rannsaka náttúruna á vísindalegan hátt. Fjallgangan var því táknræn fyrir...

category-iconHeimspeki

Hvers vegna er rökfræðin svona flókin og hver er tilgangurinn með henni?

Rökfræði fjallar um það hvenær eina setningu, sem við köllum niðurstöðu, leiðir af öðrum setningum, sem við köllum þá forsendur. Og ástæðan fyrir því að rökfræði getur verið flókin er í sem stystu máli sú að það getur verið flókið mál hvenær niðurstöðu leiðir af gefnum forsendum. Aþenuskólinn e. Rafael. Aristótel...

category-iconJarðvísindi

Hvaða stórgos varð á jörðinni árið 536 og er vitað hvaða afleiðingar það hafði?

Upprunalega var m.a. spurt:Gæti stórgos árið 536 verið uppruni sagna um Ragnarök og Fimbulveturinn sem sagt er frá í Heimskringlu? Gosmóðuveturinn 536 var upphaf harðasta kuldaskeiðs á norðurhveli jarðar í 2000 ár.[1] Kólnuninni olli eldgos, sennilega tvö, sem enn hefur ekki tekist að staðsetja með vissu. Samt...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig hljómar strengjakenningin og hver er hin sennilegasta minnsta eining?

Strengjafræði sameinar lýsingu á öllum þekktum öreindum og víxlverkunum náttúrunnar í einni kenningu. Hún er ennþá á rannsóknastigi og gæti átt eftir að víkja fyrir öðrum betri kenningum í framtíðinni, en sem stendur eru miklar vonir bundnar við hana sem sameiningarkenningu öreindafræðinnar. Strengjafræðin byggir ...

category-iconSálfræði

Hvers eðlis er sálin?

Hugtakið sál hefur margs konar merkingu, og hefur gegnt lykilhlutverki í trúarbrögðum. Náttúruvísindi fjalla um náttúruna og reyna að skýra fyrirbæri hennar náttúrlegum skilningi. Sálfræði hefur mótast af þeirri hefð. Því er það svo, þó undarlegt megi telja, að sálfræðin fjallar í raun ekki um hugtakið sál. Þó má ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er ríkjandi gen og víkjandi gen?

Hugtökin ríkjandi og víkjandi, höfð um arfgenga eiginleika og erfðaeindir, eru meðal þeirra elstu í erfðafræðinni. Þau má rekja til frumherja nútíma erfðafræði, Gregors Mendel, sem birti niðurstöður rannsókna sinna árið 1866. Mendel gerði tilraunir með afbrigði af baunagrasi (Pisum sativum). Hann æxlaði saman hrei...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er ensím?

Ensím eru hvatar, upprunnir úr lifandi frumum, sem hvetja efnahvörf í frumunum. Það er kallað efnahvörf þegar frumefni eða efnasambönd breytast í önnur, til dæmis: A -> B, það er að segja að efnin A breytast í efnin B. Orðið hvati (e. catalyst) er almennt heiti yfir efni sem auka hraða efnahvarfa án þess að e...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers vegna fóru Monet og Renoir að mála í impressjónískum stíl?

Mikil gróska var í málaralist í Frakklandi um miðja nítjándu öld. Hin árlega sýning Le Salon í París var helsti sölumarkaðurinn fyrir listaverk. Forsenda þess að ná frægð og frama sem listamaður var að koma myndum að á þessari sýningu. Það er til marks um mikilvægi sýningarinnar að þeir listamenn sem var neitað um...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er hægt að gera til að bjarga tígrisdýrum frá útrýmingarhættu?

Tígrisdýrið (Panthera tigris) hefur orðið að tákni fyrir dýr í útrýmingarhættu í Asíu. Við upphaf aldarinnar voru líklega um 100.000 villt tígrisdýr í skóglendi Asíu, allt frá austustu héruðum Rússlands vestur til Kákasusfjalla. Nú eru eingöngu um 5000 til 7000 dýr í heiminum. Þá voru deilitegundir tígrisdýra átta...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er hlaupandi meðaltal, er það oft notað og hversu nákvæmt er það í spám sínum?

Hlaupandi meðaltal er þýðing á enska hugtakinu moving average. Það hefur einnig verið kallað hreyfið meðaltal og hreyfanlegt meðaltal. Með því er einfaldlega átt við meðaltal einhverrar tiltekinnar stærðar yfir tímabil með tiltekinni lengd, en upphaf tímabilsins færist hins vegar til. Sem dæmi má taka hagvöxt,...

Fleiri niðurstöður