Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 648 svör fundust

category-iconFélagsvísindi almennt

Oft hef ég heyrt að barnaníðingar séu uppkomin fórnarlömb kynferðisofbeldis, er það rétt?

Rannsóknir á kynferðisbrotum gegn börnum eiga sér langa sögu en umfang þeirra hefur vaxið mjög á síðustu áratugum. Brot af þessu tagi hafa lengi þekkst og víðast hvar verið fordæmd. Þó þekkjast dæmi þar sem kynferðislegar athafnir milli fullorðinna og barna hafa verið viðurkenndar (McCaghy og Capron, 1997). Nið...

category-iconLæknisfræði

Hversu margar konur missa fóstur að meðaltali á ári á Íslandi?

Það kallast fósturlát þegar fóstur deyr áður en það hefur náð nægilegum þroska til þess að geta lifað sjálfstætt. Venjulega er talað um fóstur þegar meðgangan hefur ekki náð 22 vikum eða ef fóstrið er léttara en 500 g. Algengast er að fósturlát verði á fyrstu 12 vikum meðgöngunnar og er það venjulega kallað sn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er líklegur aldur landselsurtu sem við krufningu vóg 26,5 kg og var 110 cm á lengd, með hreifum?

Þessi landselsurta hefur líklega ekki verið kynþroska. Nýfæddir landselskópar eru vanalega um 9-11 kg að þyngd og 70-90 cm langir. Undir venjulegum kringumstæðum þyngjast landselskópar um rúmlega helming á fyrsta ári þannig að lauslega á skotið hefur þessi urta verið á öðru til þriðja ári. Landselur © Jón Baldur ...

category-iconHugvísindi

Átti Hitler konu og börn?

Adolf Hitler (1889-1945), leiðtogi þýska nasistaflokksins og kanslari Þýskalands, átti eiginkonu í tæpa tvo sólahringa. Þann 29. apríl 1945 gekk hann í hjónaband með Evu Braun (1912-1945), ástkonu sinni til margra ára. Þann 30. apríl sviptu þau sig lífi, hún tók inn blásýru en talið er að Hitler hafi skotið sig s...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er algengt að konur hafi hægðir eða þvaglát við fæðingu og eru til einhverjar tölur um hversu oft það gerist?

Því miður tókst ekki að hafa upp á tölum um hversu algengt það er að konur hafi hægðir í fæðingu. En það er býsna algengt að konur missi svolítið þvag eða hægðir á öðru stigi fæðingar þegar rembingshríðir þrýsta barninu út um leggöngin, enda þrýstingurinn mjög mikill. Konur fá reyndar yfirleitt endaþarmsstíl í...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er hraðskreiðasta dýr í heimi?

Fuglar komast öðrum dýrum hraðar yfir. Svölungur hefur mælst á 170 km hraða í láréttu flugi. Fálkar í steypiflugi komast enn hraðar. Förufálki steypir sér á bráð með hraða samsvarandi 360 km á klukkustund. Sítan eða blettatígurinn, kattardýr í Afríku, kemst sem svarar um eða yfir 100 kílómetrum á klukkustund á ...

category-iconLandafræði

Hversu stór hluti Snæfellsness er þakinn gróðri? Hvers konar gróður vex þar helst?

Snæfellsnes, eða nánar tiltekið Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla, er að flatarmáli samtals 2.198 ferkílómetrar (km2). Af því eru 1674,5 km2 (76,2%) gróið land, 76 km2 (3,5%) eru þaktir vatni (að meðtöldum nokkrum innfjarðarósum), 15,5 km2 (0,7%) eru undir jökli, en 432 km2 (19,6%) er land sem er minna en hálfgróið,...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað búa margar lífverur í heiminum, allt frá stærstu dýrum niður í minnstu pöddur?

Óhætt er að fullyrða að sumum spurningum verði seint svarað til fulls og þessi er ein af þeim. Sumir hafa þó glímt við þessa spurningu að einhverju leyti. Meðal annars hafa nokkrir fræðimenn sem starfa á Smithsonian-safninu í Washington gert tilraun til að meta fjölda einstaklinga af ætt skordýra (Insecta) við ýms...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er 1997 prímtala?

Kannski er fróðlegt fyrir lesendur að sjá hvernig hægt er að fara að til að komast að því hvort tiltekin tala er prímtala. Við byrjum á að hugsa okkur að talan sé skrifuð sem margfeldi tveggja náttúrlegra talna:1997 = n ∙ mþar sem n er náttúrleg tala stærri en einn og m þá sömuleiðis. Önnur af tölunum n ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margir búrhvalir í heiminum?

Búrhvalir (Physeter macrocephalus) hafa verið mikið veiddir á síðastliðnum öldum, fyrst og fremst vegna lýsis. Hægt er að skipta veiðum á búrhvölum í tvö tímabil. Hið fyrra hófst snemma á 18. öld og náði hámarki um 1830. Seinna tímabilið hófst á 3. áratug síðustu aldar og náði hámarki á þeim 7. Var þá beitt nútíma...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru Petronas-turnarnir háir og stórir?

Hér er reynt að svara eftirtöldum spurningum:Hvað eru Petronas-turnarnir stórir? (Jónas Bergsteinn Þorsteinsson) Hvað eru Petronas-turnarnir þungir? (Ísak Hilmarsson) Hvert er rúmmál Petronas-tvíburaturnanna í Malasíu? (Ísak Már Símonarson) Hvað eru gluggarnir stórir í Petronas-turnunum? (Sólmundur Gísli) Í sv...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er ungt að vera 11 ára móðir?

Já, að vera 11 ára móðir mundi teljast mjög ungt. Meðalaldur kvenna þegar þær eignast sitt fyrsta barn er 26 ár, ef miðað er við tölur frá árinu 2005. Stúlkur verða venjulega kynþroska á aldrinum 9-18 ára, en að meðaltali gerist það ekki fyrr en við 13 ára aldurinn eins og fram kemur í svari Vísindavefsins við spu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr eru algeng í Árnessýslu?

Hænur eru algengasta dýrið í Árnessýslu, alla vega ef átt er við húsdýr. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Hagstofu Íslands voru samtals 37.096 hænur í þeim sveitarfélögum sem tilheyra Árnessýslu árið 2006 (nýrri upplýsingar lágu ekki fyrir). Til samanburðar voru íbúar á þessu svæði 12.629 þetta sama ár, eða þrisv...

category-iconVeðurfræði

Hvenær að hausti hefur hiti fyrst farið niður fyrir -10 stig hér á landi?

Það kann að koma einhverjum á óvart hversu snemma hausts frost hefur fyrst farið niður fyrir -10 gráður en það er 9. september. Það gerðist árið 1977 og lágmarkið, -10,2 stig, mældist í veðurstöðinni í Sandbúðum á Sprengisandi. Þá gerði merkilegt landsynningsillviðri þann 27. ágúst sem hreinsaði sumarið út af borð...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru margir bílar í Reykjavík?

Á heimasíðu Hagstofunnar er að finna upplýsingar um fjölda skráðra ökutækja á Íslandi og má þar sjá tölur fyrir mörg af stærri sveitarfélögum landsins. Því miður eru nýjustu upplýsingarnar frá árinu 2006 en gera má ráð fyrir að bílum hafi fjölgað eitthvað á landinu síðan þá þar sem gengi krónunnar var innflytjendu...

Fleiri niðurstöður