Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4213 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hagkvæmara að byggja borg þétt eða dreift?

Það er hagkvæmara að byggja borg þétt heldur en dreift og má skipta ástæðunum fyrir því í stórum dráttum í þrennt. 1. Kostnaður við uppbyggingu borgar Flest það sem þarf til að byggja borg eða borgarhverfi verður dýrara ef byggðin er dreifð, einfaldlega vegna þess að ýmis stofnkostnaður verður meiri, það er að...

category-iconLæknisfræði

Af hverju stafar brjósklos og hvaða einkenni fylgja því?

Hryggsúlan er sett saman úr 26 smábeinum sem kallast hryggjarliðir og brjóskþófum sem tengja beinin saman. Þessir þættir raðast upp í súlu sem umlykur mænuna og styður við efri hluta líkamans. Hryggnum er gjarnan skipt í eftirtalda hluta: hálshluta, sem samanstendur af 7 hálsliðum brjósthluta, sem myndaður er a...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er von á halastjörnunni ATLAS í apríl?

Halastjarnan C/2019 Y4 (ATLAS) verður ekki nógu björt til að sjást með berum augum á næturhimninum í apríl, að minnsta kosti ekki frá Íslandi. Spár benda til þess að hún nái hámarksbirtu í lok maí og verði þá álíka björt og björtustu fastastjörnur. Rætist allra bjartsýnustu spár verður hún álíka björt og Venus á k...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er áfengi lengi að fara úr líkamanum?

Þegar áfengis er neytt er um 20% alkóhólsins tekið upp í gegnum magavegginn og þaðan berst það hratt um allan líkamann með blóðrásinni. Þau 80% sem eftir standa eru hins vegar tekin upp í smáþörmunum og berast þaðan með portæðinni til lifrarinnar, en þar er alkóhólinu brennt. Aðeins lítill hluti alkóhólsins fe...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fær maður fullnægingu?

Sóley Bender hefur fjallað nokkuð um kynlíf á Vísindavefnum, meðal annars svarað spurningunum Hvað er fullnæging? og Hver er líffræðilegur tilgangur þess að konur fái fullnægingu? Í fyrra svarinu segir hún meðal annars: Við kynferðislegt áreiti koma fram tvær meginbreytingar á líkamsstarfsemi. Annars vegar safna...

category-iconJarðvísindi

Hver er algengasta bergtegundin á Íslandi?

Basalt er algengasta bergtegundin á Íslandi og raunar á jörðinni allri. Úthafsbotninn er til að mynda að mestu úr basalthrauni og einnig úthafseyjar eins og Ísland. Á meginlöndunum er einnig að finna miklar basaltmyndanir, til dæmis á Indlandi, í Eþíópíu og Síberíu. Basalt finnst einnig víðar í sólkerfinu, til að ...

category-iconGátur og heilabrot

Gáta: Hvað flýgur býflugan í gátunni langt?

Tvær járnbrautarlestir leggja af stað á sama tíma, önnur frá stað A en hin frá stað B. Báðar ferðast þær með hraðanum 50 km/klst og 100 km eru milli staðanna. Járnbrautin liggur eftir beinni línu. Býfluga leggur einnig af stað frá stað A á sama tíma og lestin og flýgur meðfram járnbrautarteinunum í átt að s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru allir hestar sem eru albínóar blindir?

Hestar sem eru kallaðir albínóar, eða litleysingjar á íslensku, eru í raun ekki litleysingjar samkvæmt nákvæmustu skilgreiningu orðsins þar sem þeir bera alltaf eitthvað litarefni í sér. Hjá hestum eru nokkur erfðavísasæti sem ráða lit þeirra. Eitt þeirra er svokallað C-sæti. Í því geta komið fyrir tvenns konar ge...

category-iconFélagsvísindi

Er viðskiptahalli slæmur?

Á síðustu árum hefur mikill og þrálátur halli verið á viðskiptum Íslendinga við útlönd og um þennan viðskiptahalla hefur verið mikil opinber umræða. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands fjallar um helstu kenningar hagfræðinnar um eðli og orsakir viðskiptahalla í ársskýrslu sinni fyrir árið 2000 og verður hér stiklað á ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er það sem helst tefur fyrir því að vetni og aðrir "hreinir" orkugjafar leysi olíuna af hólmi?

Það er samspil ýmissa þátta sem helst ,,tefja” fyrir því að vetnisrík sambönd geti að fullu tekið við af olíu sem eldsneyti í heiminum. Það sem þeir eiga helst sameiginlegt er að lögð er ofuráhersla á að nýta sem allra best þá gríðarmiklu möguleika sem felast í vetni sem hreinum orkubera (eldsneyti). Slíkt krefst ...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig er reiknað út hlutfall álagðs virðisaukaskatts og afturreiknaðs? (24,5% verða 19,68%)?

Virðisaukaskattur leggst ofan á verð vöru og þjónustu. Skattþrepin eru tvö, 24,5% og 14%. Ef við tökum sem dæmi vöru í hærra skattþrepinu sem seljandi vill fá 1.000 krónur fyrir þá verður útsöluverð hennar, með 24,5% virðisaukaskatti, 1.245 krónur. Þetta má til dæmis reikna með því að margfalda 1.000 með 1+24,5...

category-iconLögfræði

Mér er sagt að sumar húðgatanir á Íslandi séu ólöglegar. Hverjar eru löglegar og hverjar ekki og af hverju?

Ekki er að finna ákvæði í almennum lögum þess efnis að húðgötun sé bönnuð. Einungis er að finna ákvæði um að húðgötun sé starfsleyfisskyld starfsemi samanber 12. tl. 4. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr.7/1998. Spurningunni um það hvaða húðgatanir séu löglegar og hverjar ekki verður því ekki svarað...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju hefur Merkúríus svona stóran járnkjarna?

Hér er einnig að finna svar við eftirfarandi spurningum:Af hverju er reikistjarnan sem er næst sólu ekki bráðnuð fyrst hún er að megninu til úr málmi? (Rán Ólafsdóttir, f. 1992)Er gull á Merkúríusi? (Axel Michelsen, f. 1992)Af hverju er svona mikill munur á hitastigi á nóttu og degi á Merkúríusi? (Margrét Lilja)Me...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju verða karlmenn ekki óléttir?

Karlmenn verða ekki óléttir af því að þeir hafa ekki þau líffæri sem þarf til þess að nýr einstaklingur geti þroskast og dafnað innan líkama þeirra. Eitt af einkennum lífvera er að þær fjölga sér. Fjallað er um æxlun í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni: Hver er munurinn á kynæxlun og kynlausri æxlu...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er hægt að hita efni endalaust eða eru einhver efri mörk hitastigs, eins og gildir um kulda?

Það eru ekki til nein efri mörk fyrir hitastig, en hafa verður í huga að það kostar orku að hita efni og eins getur verið erfitt að halda varmaorkunni í einhverju kerfi án þess að hún leiti út úr kerfinu með geislun eða leiðni. Allt efni sem hitað er mjög mikið tekur hamskiptum, einum eða fleirum. Þannig breyti...

Fleiri niðurstöður