Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 481 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver tók myndina af Neil Armstrong þegar hann tók fyrstu skrefin á tunglinu?

Þessi spurning kemur oft upp þegar fólk byrjar að efast um að NASA hafi farið til tunglsins. Margir samsæriskenningasmiðir hafa notað þetta sem vísbendingu um að fyrsta tunglferðin hafi jafnvel öll verið fölsuð í myndveri. En eins og svo oft áður byggja þeir rök sín á mjög ótraustum grunni og þegar allt kemur til ...

category-iconLæknisfræði

Er Down-heilkenni til hjá öllum kynþáttum?

Það eru greinilega margir sem hafa velt fyrir sér hvort Down-heilkennið sé eingöngu bundið við fólk af evrópskum uppruna eða hvort það finnist líka meðal blökkumanna og fólks af asískum uppruna. Dæmi um spurningar sem Vísindavefnum hafa borist eru:Eru til Asíubúar sem eru með Down-heilkennið? Eru til svertingjar m...

category-iconHugvísindi

Hvaða tilgangi þjónar skjaldarmerkið og fyrir hvað stendur hvert fyrirbæri á því?

Margar spurningar hafa borist Vísindavefnum um uppruna og merkingu skjaldarmerkisins og þá sérstaklega um landvættirnar fjórar. Tilgangur skjaldarmerkja er eins og nafnið gefur til kynna, að vera merki fyrir ákveðinn hóp, ætt, samfélag eða ríki. Á riddaratímanum urðu þau til að mynda vinsæl sem merking á her...

category-iconLandafræði

Hvar er hægt að finna upplýsingar um hver íbúafjöldi eða fólksfjöldi er í tilteknu landi?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvað búa margir í Bandaríkjunum? (Ingvi Þorkelsson)Hvað búa margir á Indlandi? (Sigrún Aagot)Hvað búa margir á Ítalíu? (Jakob Reynisson)Hvað búa margir á Englandi? (Jakob Reynisson)Hvað búa margir í Þýskalandi? (Stefanía Traustadóttir)Hvað búa margir í Sviss? (Sólveig Arnarsdótt...

category-iconFöstudagssvar

Hvar á ég heima?

Þú átt heima heima hjá þér! Fyrir því eru staðfestar heimiildir. Þú getur tekið upp símtólið, hringt í Þjóðskrá í síma 5692900 og gefið upp nafn eða kennitölu og fengið staðfestingu á því að þú hafir lögheimili heima hjá þér og fengið að vita hvar það er. Því miður eru ekki allar þjóðir jafnheppnar og við Íslendin...

category-iconHugvísindi

Hvernig fer jarðarför fram hjá þeim sem hefur sagt sig úr þjóðkirkjunni?

Samkvæmt 1. grein laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu númer 36 frá 1993 er skylt að greftra lík í lögmætum kirkjugarði eða brenna þau í viðurkenndri líkbrennslustofnun. Hins vegar er ekkert sem kveður á um að sérstök kirkjuleg eða önnur trúarleg athöfn fari fram á undan jarðsetningu. Það er ekkert eitt...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Geta dýr gert konur óléttar?

Æxlun mismunandi dýrategunda er vel þekkt fyrirbæri. Dæmi um það úr náttúrunni er meðal annars æxlun náskyldra mávategunda og andategunda. Menn hafa einnig lagt sitt af mörkum til að æxla saman skyldum tegundum, kunnasta dæmið er líklega afkvæmi asna (Equus asinus) og hesta (Equus caballus). Afkvæmi asna og hryssu...

category-iconJarðvísindi

Hvar eru stærstu jöklar á Íslandi?

Stærstu jöklar á Íslandi eru á miðju og sunnanverðu landinu vegna þess að þar fellur meiri snjór en nær að bráðna á sumrin. Rakir vindar á leið yfir Norður-Atlantshaf lyfta upp lofti á leið yfir Ísland. Loftið kólnar og rakinn í því þéttist og verður að vatnsdropum og ískristöllum sem falla til jarðar. Snjór fellu...

category-iconHeimspeki

Hvernig getur lauslæti verið siðferðilegt álitamál?

Spurningin er einmitt skemmtilega orðuð þar sem því fer fjarri að lauslæti sé augljóslega siðferðilegt álitamál. Raunar hefur hugtakið það yfirbragð að um sé að ræða ámælisverða hegðun en til þess að svara spurningunni er líklega best að leiða það hjá sér um stund. Spurningin nýtist ágætlega til að leiðrétta þann ...

category-iconLandafræði

Af hverju velja ferðamenn Ísland?

Ferðamönnum á Íslandi hefur fjölgað mjög ört undanfarin ár. Nú er svo komið að árið 2016 munu um ein og hálf milljón gesta koma til landsins. Það er þreföldun á aðeins fimm árum, árið 2011 voru gestir um hálf milljón. Nokkrir samverkandi þættir stuðla að þessari aukningu. Árið 2010 fékk landið eina bestu kynnin...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Auður Sigurbjörnsdóttir rannsakað?

Auður Sigurbjörnsdóttir er aðjúnkt í líftækni við Háskólann á Akureyri. Hún fæst einkum við rannsóknir á örverum í náttúrunni, til að mynda á samlífisbakteríum fléttna og notagildi þeirra í tengslum við umhverfislíftækni. Fléttur eru þekktar sem sambýli sveppa og ljóstillífandi lífvera, ýmist grænþörunga eða bl...

category-iconHeimspeki

Hvaða rannsóknir hefur Elmar Geir Unnsteinsson stundað?

Elmar Geir Unnsteinsson er lektor í heimspeki við University College Dublin og fræðimaður við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa verið á sviði heimspeki tungumáls og málvísinda, heimspeki hugar og sögu heimspekinnar á tuttugustu öld. Elmar hefur sérstaklega fengist við spurningar um tengsl máls o...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna eru seldar sígarettur ef það er vitað að þær drepa?

Í dag er það talið almenn vitneskja að það sé óhollt að reykja og að það getur orsakað ýmsa sjúkdóma og kvilla, jafnvel dregið fólk til dauða. Mörg mjög skaðleg og hættuleg efni er að finna í sígarettum svo sem nikótín, tjöru og kolsýrling eða kolmónoxíð (CO). Þetta er þó aðeins brot af þeim efnasamböndum sem er a...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er sveppasýking?

Vísindavefurinn hefur fengið nokkrar spurningar um sveppasýkingar, þeirra á meðal:Hvað er vitað um offjölgun Candida albicans í líkama (gersveppasýking)? Hver er orsök og meðferð við sveppasýkingar í munni? Hvað er gersveppasýking? Svarið hér á eftir er um sveppasýkingar almennt en ekki um einkenni og meðferð v...

category-iconUndirsíða

Um vefinn

Vísindavefurinn ...

Fleiri niðurstöður