Markmið laga þessara er að draga úr heilsutjóni og dauðsföllum af völdum tóbaks með því að minnka tóbaksneyslu og vernda fólk fyrir áhrifum tóbaksreyks. Virða skal rétt hvers manns til að þurfa ekki að anda að sér lofti sem er mengað tóbaksreyk af völdum annarra.Þrátt fyrir alla okkar vitneskju og viðvaranir eru reykingar enn þá stór þáttur af tilveru okkar. Talið er að um þriðjungur jarðarbúa 15 ára og eldri hafi reykt við upphaf 21. aldarinnar. Þrátt fyrir að dragi úr reykingum á Vesturlöndum fer þeim stöðugt fjölgandi sem reykja í þróunarlöndunum. Daglega eru seldir 750 milljón pakkar af sígarettum í heiminum. Það er því með reykingar eins og svo margt annað hjá manninum að vitneskjan um hvað sé hollt og óhollt virðist ekki hafa úrslitaáhrif á ákvarðanir okkar. Tóbaksvarnir og tóbaksvarnarlöggjöf hefur einkum miðað að því að uppfræða fólk um skaðsemi reykinga og vernda umhverfið gegn tóbaksreyk. Þessar aðgerðir hafa reynst árangursríkar til að draga úr tóbaksreykingum meðal almennings og mun sú þróun vonandi halda áfram.
Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.
Vísindavefnum hefur oft borist svipaðar spurningar um sígarettur. Aðrir spyrjendur eru:
Salný Sif Júlíusdóttir, Jónína Bjarnadóttir, Sigrún Aagot Ottósdóttir, Hafdís Hauksdóttir, Andri Már Óskarsson, Ragnheiður Hrund og Elsa Hreinsdóttir