Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 721 svör fundust

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hversu mikill sykur er í orkudrykkjum og er eitthvað slæmt við þá?

Til er fjöldinn allur af orkudrykkjum og þeir innihalda mismikinn sykur þannig að það er erfitt að gefa afdráttarlaust svar við þessari spurningu. Flestir orkudrykkir eru sætir á bragðið, en sumar tegundir þeirra eru bragðbættar með sætuefnum og innihalda engan náttúrlegan sykur. Á Netinu má finna lista yfir sy...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða áhrif hafa eldgos á dýr?

Skaðleg áhrif eldgosa á dýralíf hér á landi hafa fyrst og fremst verið af völdum eitraðra efna, sem berast með gosösku og falla til jarðar á gróður og í drykkjarvatn, sem skepnurnar éta eða drekka og berast ofan í meltingarfærin. Eiturefnin frásogast úr meltingarfærunum til blóðsins og berast með því um líkamann. ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er usli?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Slatti af orðum koma aðeins fyrir í afmörkuðum orðasamböndum þar sem merking heildar kann að vera nokkuð ljós en staka orðsins annars ekki. Jafnvel ekki á hreinu hvernig orðin eru í öðrum kennimyndum. Hvað er t.d. "usli"? Nafnorðið usli hefur fleiri en eina merkingu. A...

category-iconLæknisfræði

Hver er meðgöngutími svartadauða?

Svartidauði er sjúkdómur sem orsakast af bakteríunni Yersinia pestis. Bakterían þrífst í ýmsum tegundum spendýra, meðal annars í villtum nagdýrum. Hún berst helst á milli dýranna með smituðum flóm og þannig getur hún einnig borist til manna. Sjúkdómurinn hefur gengið í þremur heimsfaröldrum. Fyrst á 6. öld í kring...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað merkir Catch-22?

„Catch-22” er orðatiltæki sem merkir ástand sem er ómögulegt að vinna sig út úr, hve mikið sem maður reynir; svipað íslenska orðinu 'sjálfhelda'. Orðatiltækið dregur nafn sitt af samnefndri bók, eftir bandaríska rithöfundinn Joseph Heller (1923-1999). Bókin vakti athygli hjá ungu fólki sem dýrkaði umdeilt og undar...

category-iconBókmenntir og listir

Var spámaðurinn Merlín til í raun og veru?

Hér er einnig svarað spurningu Sigursteins Gunnarssonar: Reisti Merlín Stonehenge?Spámaðurinn Merlín er sögupersóna sem kemur fyrir í mörgum sögnum af Artúri konungi og riddurum hringborðsins. Fyrstu samfelldu frásögnina af Merlín er að finna í Breta sögum Geoffrey frá Monmouth sem rituð var á latínu á fyrri hluta...

category-iconLæknisfræði

Hvers vegna myndast magasár?

Hér er einnig svar við spurningunni: Hvaðan kemur bakterían sem veldur magasári, er hún í matinum okkar eða fæðumst við með hana? Magasár er oft notað sem samheiti yfir svonefnd ætisár í maga og skeifugörn. Ætisár eru býsna algeng, en áætlað er að einn af hverjum 100 einstaklingum fái ætisár á lífsleiðinni. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Þekkist fíkn hjá dýrum?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Þekkist fíkn hjá dýrum (þ.e. stjórnlaus neysla einhvers sem kemur þeim í annarlegt ástand og er þeim hættuleg)?Ein saga barst höfundi til eyrna fyrir nokkrum árum, af kúreka nokkrum í Norður-Ameríku á 19. öld sem hélt björn sem gæludýr. Það væri ekki í frásögur færandi nema ...

category-iconUmhverfismál

Hvað getið þið sagt mér um áburðarmengun?

Í nágrannalöndunum hafa margir miklar áhyggur af mengun vegna áburðarefna, einkum niturs (N) og fosfórs (P). Áburðarmengun er tvennskonar, mengun grunnvatns vegna niðursigs og mengun straum- og stöðuvatna vegna afrennslis eða áfoks. Grunnvatnið mengast ef regnvatn sígur gegnum jarðveginn og ber með sér uppleyst sö...

category-iconFélagsvísindi

Hve mörg lönd í heiminum leyfa verðtryggingu lána?

Það virðist óhætt að fullyrða að flest lönd leyfi verðtryggingu lána en það er annað mál að mjög misjafnt er hve útbreidd hún er. Það er helst hægt að finna dæmi um að verðtrygging lána hafi verið bönnuð í löndum sem hafa átt í verulegum erfiðleikum í baráttu við verðbólgu. Hið sama má segja um verðtryggingu launa...

category-iconLangholtsskóli

Hvernig varð Vísindavefurinn til og hvenær?

Vísindavefurinn tók til starfa 29. janúar árið 2000. Upphaflega var hann hluti af framlagi Háskóla Íslands til verkefnisins Reykjavík - Menningarborg Evrópu árið 2000. Það er skemmst frá því að segja að Vísindavefurinn sló þegar í gegn og hinn gríðarlegi áhugi sem almenningur hafði á verkefninu fór langt fram úr b...

category-iconLæknisfræði

Hvað gerist þegar maður fær heilahristing?

Heilinn er gerður úr mjög mjúkum og viðkvæmum vef. Hann er umlukinn heilahimnum og heilavökva sem ásamt höfuðkúpunni vernda hann. Þegar höfuðið verður fyrir áfalli eins og höggi kastast heilinn utan í harðan beinvef höfuðkúpunnar. Þetta getur valdið því að vefir í heilanum rifni eða togni og truflar það boðflutnin...

category-iconVerkfræði og tækni

Hafa plasmaskjáir styttri líftíma en LCD-skjáir?

Einn útbreiddasti misskilningurinn um plasma-sjónvörp varðar líftíma þeirra; að þau endist stutt, skemur en myndlampasjónvörp og LCD-sjónvörp. Sumir halda jafnvel að fylla þurfi á gasið í skjánum eftir ákveðinn tíma og að ekki megi halla þeim. Þetta er einfaldlega alrangt. Með líftíma er átt við þann tíma sem ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Endurnýjast allar frumur líkamans endalaust?

Frumur líkamans endurnýjast ekki endalaust. Það er mjög misjafnt eftir vefjagerðum hversu hröð endurnýjunin er. Beinvefur grær til dæmis hratt eftir brot og vefir húðarinnar og slímhúða endurnýjast hratt, enda verður mikið slit á þeim. Vöðvavefir, taugavefir og sumir blóðvefir endurnýjast hins vegar mjög lítið eft...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað éta kanínur?

Kanínur eru jurtaætur og geta étið ýmiss konar plöntur. Villtar kanínur éta einkum gras en einnig ýmiss konar lauf, blóm, ber, rætur, trjábörk og jafnvel trjágreinar. Fæða þeirri inniheldur mikið beðmi sem er tormeltanlegt en meltingarkerfi þeirra hefur þróað aðferðir til að melta það betur. Kanínur eru svoköl...

Fleiri niðurstöður