Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2812 svör fundust
Hvernig er HPV-smit greint og hverju skilar bólusetning gegn veirunni?
HPV-veirupróf er gert til að kanna hvort kona[1] hafi smitast af veiru sem á ensku kallast Human Papilloma Virus (HPV). Veiran hefur um 200 undirflokka og valda sumir þeirra góðkynja vörtum á kynfærum (e. condyloma), en um 15 tegundir þeirra geta leitt til þróunar á forstigsbreytingum og að lokum leghálskrabbamein...
Af hverju geta flest skordýr gengið upp veggi?
Skordýr hafa sex fætur og á hverjum fæti eru beittar klær og límkenndir þófar sem gera þeim kleift að ganga upp lóðrétta hluti og veggi. Heimild: kurl.is, Lífsferlar í náttúrunni. Líffræði fyrir 1.-4. bekk grunnskóla. Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í ...
Hvað eru margir litir til í heiminum?
Litirnir eru í raun og veru óendanlega margir en við sjáum þá ekki alla. Tilraunir á sjónskynjun manna benda hins vegar til þess að mannsaugað geti greint á milli einnar til 10 milljóna lita. Sum skordýr og fuglar gera greinarmun á litum sem við sjáum ekki og greina einnig útfjólublátt ljós. En þá stendur eftir...
Hvaðan er nafnið á bænum Selsundi við rætur Heklu komið?
Nafnið Selsund er væntanlega dregið af Sundinu sem nefnt er í örnefnalýsingu Selsunds: "Beint á móti bænum er Ból. Stendur það fremst í Sundinu, en svo er nefnt votlent flatlendi milli Selsundsfjalls og Suðurhrauns. Í því er svonefndur Bólhellir". Gera má ráð fyrir að sel hafi staðið í sundinu þar sem Bólið er og ...
Hver uppgötvaði kol?
Það er ekki hægt að segja til um hver var fyrstur manna til að gera sér grein fyrir því hvaða not mætti hafa af kolum. En í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað eru steinkol og til hvers eru þau notuð? segir meðal annars: Kínverjar fóru að nota kol kringum Krists burð, Hopi-indíánar í vesturríkjum B...
Er eitthvert mark takandi á spádómum og þess háttar?
Spurningin í heild var sem hér segir:Er eitthvert mark takandi á spádómum, draumaráðningum og þess háttar?en síðari hlutanum verða gerð sérstök skil í öðru svari um drauma. Fleiri spurningar um svipuð efni hafa borist og er þeim jafnframt svarað hér. Meðal þessara spurninga má nefna:Er hægt að spá fyrir um fram...
Hvernig getum við sem neytendur stuðlað að bættu umhverfi?
Við neytendur getum komið hverju sem er til leiðar, það er að segja ef við látum okkur málin einhverju varða. Á hinn bóginn finnst hverjum neytanda um sig hann gjarnan lítils megnugur, vegna þess að fæstir gera sér grein fyrir því hversu margir aðrir eru í sömu aðstöðu. Eitt af því mikilvægasta sem neytendur g...
Ef við komum vini okkar fyrir í lokuðu herbergi með plöntum, hversu stórt þarf herbergið þá að vera til að plönturnar nái að framleiða nægilegt súrefni handa honum?
Í fyrsta lagi skulum við gera ráð fyrir því að við komum einhverri næringu til félaga okkar gegnum loftþétta lúgu og hann þurfi þess vegna ekki að háma í sig plönturnar sem sjá honum fyrir súrefni. Í öðru lagi skulum við gera ráð fyrir að vinur okkar geri lítið annað en að borða og slaka á; hann má ekki hreyfa sig...
Hvers vegna kippist fóturinn til við högg neðan við hnéð?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Ef slegið er í hné manna kippist löppin til. Þetta er ósjálfrátt viðbragð, en það sem mig langaði að vita er hvaða tilgangi þjónar viðbragðið og af hverju verður það? Ef setið er með slakan fót og slegið er létt á réttan stað fyrir neðan hnéskelina tekur hann ósjálfrátt viðb...
Hvað er baunakaffi?
Í Orðabók Menningarsjóðs (1983) er orðið baunakaffi skýrt sem 'kaffi úr ómöluðum baunum (heimabrenndum)'. Þessi skýring fær ekki staðist því að kaffibaunir eru alltaf malaðar eða að minnsta kosti steyttar áður en lagað er úr þeim kaffi. Skýringin hefur nú verið lagfærð í Íslenskri Orðabók (2002), 'kaffi búið til ú...
Hvað er magnesínsterat sem virðist vera í mörgum lyfjum?
Magnesínsterat (e. magnesium stearate), einnig kallað magnesínsalt, er algengt sem óvirkt efni í lyfjum. Ein sameind efnisins er mynduð úr einni magnesínkatjón og jafngildi tveggja sterata (anjóna af steratsýru). Efnið hefur sameindaformúluna Mg(C18H35O2)2. Við stofuhita er efnið hvítt, fíngert duft og hefur klíst...
Er hægt að setja lög á Suðurskautslandinu sem Íslendingar verða að fara eftir?
Suðurskautslandið er ekki sjálfstætt ríki og því er þar enginn sjálfstæður löggjafarvaldshafi eða löggjafi. Nokkur ríki gera tilkall til ákveðinna hluta Suðurskautslandsins en óljóst er hvaða hlutar þess tilheyra hverju. Því verða ekki sett lög á Suðurskautslandinu sem slíku og af því leiðir að Íslendingar hvorki ...
Er munur á körlum og konum sem uppalendum?
Í aðalatriðum er minni munur á körlum og konum sem uppalendum en sá munur sem er á körlum innbyrðis og konum innbyrðis. Fólk elur börn sín upp með mismunandi hætti og sá mismunur fer eftir mörgu öðru frekar en kynferði foreldranna. Til dæmis tekur fólk með sér sem foreldrar mismunandi reynslu frá eigin uppeldi og ...
Hversu smátt má smáaletrið vera í samningum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hversu smátt má smáaletrið vera í samningum? Mætti hafa það svo lítið að smásjá þyrfti til að lesa það?Það er meginregla í íslenskum samningarétti að samningafrelsi ríkir. Það felur í sér að þeir sem gera samning hafa frelsi um efni hans og gerð svo fremi sem þeir gangi ekk...
Hvernig get ég búið til rafmagn heima hjá mér með einhverju sem er til á öllum heimilum?
Við höfum áður fjallað töluvert um rafmagn á Vísindavefnum, meðal annars í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað er rafmagn? Þar segir meðal annars þetta:Orðið rafmagn er haft um hvers konar fyrirbæri sem tengjast rafhleðslum og hreyfingum þeirra. Rafhleðsla (e. electric charge) er einn af grundvall...