Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 298 svör fundust
Er eitthvað til í því að tæki frá Nu Skin geti sagt til um hversu hátt gildi andoxunarefna er í líkama manns?
Andoxunarefnin sem skanni þessi á að geta mælt eru svokölluð karótenóíð. Karótenóíð er flokkur plöntulitarefna sem finnast meðal annars í grænmeti og ávöxtum. Þau algengustu nefnast beta-karótín, lútín og lýkópen. Margar faraldsfræðilegar rannsóknir benda til nokkurs heilsufarslegs ávinnings af neyslu grænmetis og...
Hvers vegna er þrumuveður sjaldgæfara á Íslandi en í öðrum löndum?
Vegna þess að stöðugleiki lofts er meiri hér á landi heldur en á suðurslóðum. Stöðugleiki er mælkvarði á tregðu lofts til að hreyfast lóðrétt. Því meiri sem stöðugleikinn er því tregara er loftið til uppstreymis. Þrumuveður myndast í stórum skúra- eða éljaklökkum sem oft eru þá kallaðir þrumuklakkar eða þrumusk...
Er rétt að loðfílar hafi verið erfðafræðilega úrkynjaðir og var útdauði þeirra óhjákvæmilegur?
Loðfílar (Mammuthus primigenius) eru eitt frægasta dæmið um útdauða tegund. Þeir eru skyldir afríkufílnum (Loxodonta africana africana) og áttu tegundirnar sameiginlegan forföður fyrir um 6,2–17,4 milljón árum*. Vísindamenn hafa náð heillegu erfðaefni úr loðfílshræjum sem varðveist hafa í sífreranum. Með nútímatæk...
Hvernig er þróun sólstjarna háttað?
Við rannsóknir á þróun sólstjarna standa stjarneðlisfræðingar frammi fyrir þeim vanda að geta ekki séð stjörnurnar breytast á sama hátt og hver og einn getur til dæmis fylgst með breytingum á eigin líkama. Ástæðan er sú að æviskeið stjarna er mælt í milljónum eða milljörðum ára. Stjarneðlisfræðingar verða þess veg...
Hvað er ebóluveiran?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hver eru einkenni, útbreiðsla og möguleg lækning gegn Ebóluveirunni? Ebóluveiran tilheyrir svokölluðum þráðveirum (e. filoviruses) sem eru einþátta RNA-veirur sem minna í útliti á snúru eða reipi. Rafeindasmásjármynd af ebóluveiru. Veiran dregur nafn sitt af ánni Ebólu í Ko...
Af hverju fær fólk fælni (fóbíur) og hvaða meðferð er hægt að beita við henni?
Aðrir spyrjendur eru: Kolbrún María, f. 1990, Ragnheiður Þórðardóttir, Eiríkur Ásmundsson, Magnús Einarsson, Andreas Færseth og Guðlaug Erla, f. 1989. Fælni eða fóbía er kvíðaröskun sem lýsir sér í mikilli og órökréttri hræðslu við tiltekið fyrirbæri. Flokkun Í DSM-IV, flokkunarkerfi fyrir geðras...
Hvers vegna er hjátrú kringum föstudaginn þrettánda?
Hjátrú tengd föstudeginum þrettánda er meðal útbreiddustu atriða af því tagi í heiminum í dag. Á ensku kallast þessi ótti paraskevidekatriaphobia og er tengt óttanum við töluna þrettán eða triskaidekaphobia. Hugtakið var sett fram af sálfræðingnum Donald Dossey sem sérhæfir sig í að meðhöndla fólk með órökrænan ót...
Hvort er vorboðinn ljúfi lóa eða þröstur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvor er eiginlega vorboðinn ljúfi: Lóa eða þröstur? Er nafngiftin ekki komin frá Jónasi Hallgrímssyni? Það leikur enginn vafi á því að 'vorboðinn ljúfi' í kvæðinu Ég bið að heilsa eftir Jónas Hallgrímsson er þröstur. Í kvæðinu ávarpar ljóðmælandinn fuglinn sem vorboðann ljú...
Hvað eru til margar tegundir af álftum og svönum?
Til þess að forðast misskilning er rétt að útskýra betur hugtökin álft og svanur. Í almennu tali eru þau samheiti enda erum við þá að hugsa um íslenska fugla sem lifa í íslenskri náttúru. Líffræðingar nota orðin hins vegar ekki endilega sem samheiti, heldur er orðið svanur notað um ættkvíslina Cygnus sem tegundin ...
Hvernig fer nautaat fram?
Nautaat er athöfn sem tíðkast í sumum löndum Suður-Evrópu og Suður-Ameríku þar sem nautum og mönnum er att saman á leikvöngum og í hringleikahúsum. Til eru nokkur afbrigði nautaata sem eru breytileg eftir löndum og héruðum; til dæmis eru nautaöt í Portúgal, sumum héruðum Suður-Frakklands og í Baskalandi ekki sami ...
Hver var Ivan Pavlov og hvert var hans framlag til sálfræðinnar?
Ívan Petrovitsj Pavlov var fæddur í borginni Rjazanj árið 1849. Faðir hans var prestur í rétttrúnaðarkirkjunni, móðir hans var dóttir prests. Faðirinn hóf störf í fátækri sókn í útjaðri borgarinnar, en lauk ævinni sem höfuðprestur aðalkirkjunnar í Rjazanj. Á æskuárum sótti Pavlov nám í skóla sóknarinnar og hafði æ...
Hver var Jan Hus og hvert var hans framlag til guðfræðinnar?
Jan Hus, eða Jóhann Húss eins og hann hefur oft verið nefndur hér á landi, fæddist 1369 í héraðinu Husinec í Bæheimi sem nú er hluti Tékklands. Bæheimur var þá sjálfstætt, öflugt konungsríki og eitt af kjörfurstadæmum Hins heilaga rómverska keisaradæmis. Höfuðborgin Prag var annáluð menningarborg og nefnd Hin gull...
Gæti ebóla orðið að heimsfaraldri á Vesturlöndum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Er líklegt að ebóla dreifist út fyrir Afríku, meira en einstök tilfelli, og þurfum við að hafa áhyggjur af því að sjúkdómurinn berist til Íslands? Ebólufaraldurinn sem nú geisar í Vestur-Afríku hefur, þegar þetta er skrifað um miðjan október 2014, sýkt um 8600 manns ...
Á að sprengja óléttu konuna í loft upp til þess að bjarga fleiri mannslífum?
Spurningin í heild sinni hljómaði svona: Siðfræðispurning - Ólétt kona er með hópi fólks í hellaskoðun. Hún gengur fremst. Á leiðinni út úr hellinum festist hún í hellismunnanum. Hellirinn fyllist af sjó á flóði og allir í honum (nema ólétta konan) munu drukkna. Höfuð hennar er fyrir utan hellinn. Einn úr hópnum ...
Hvernig er hægt að rekja skyldleika allra núlifandi manna til einnar formóður?
Allar núlifandi manneskjur[1] geta rakið ættir sínar til baka til einnar formóður sem lifði í Afríku. Skyldleiki er meðal annars rakinn með því að nota erfðaupplýsingar, til dæmis um breytileika á ákveðnum stað innan gens, í heilum genum, hluta litninga eða jafnvel alls erfðamengisins. Hægt er að meta hversu langt...