Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5711 svör fundust

category-iconLandafræði

Hvað getur þú sagt mér um Armeníu?

Armenía er í suðurhluta Kákasus og á landamæri að Georgíu, Aserbaídsjan, Tyrklandi og Íran. Það er minnst Kákasuslandanna, 29.800 km2 að flatarmáli, og jafnframt það þéttbýlasta, með rétt um 100 íbúa á hvern ferkílómetra. Armenía var eitt af lýðveldum Sovétríkjanna en hlaut sjálfstæði þegar þau liðuðust í sundur á...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er félagskerfi tannhvala?

Fræðimenn hafa nokkuð rannsakað félagskerfi og félagshegðun þriggja tannhvalategunda: háhyrninga (Orcinus orca), búrhvala (Physeter macrocephalus) og stökkla (Tursiops truncatus). Auk þess hafa farið fram töluverðar rannsóknir á hnúfubak en hann telst til skíðishvala. Hafa ber í huga að hver tegund tannhvala o...

category-iconVeðurfræði

Getur það virkilega gerst að það rigni froskum eða fiskum?

Margir hafa greinlega áhuga á því hvort það geti í raun og veru rignt fiskum eða froskum og þá af hverju? Vísindavefurinn hefur fengið fjölmargar spurningar um efnið, meðal annars þessar hér: Er mögulegt að það rigni froskum, hefur það gerst, hvers vegna gerist það, og ef ekki, hvaðan er sú saga komin? Ég las ei...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur þú sagt mér um gæsir?

Gæsir eru meðalstórir fuglar, talsvert stærri en endur og hálslengri og háfættari. Þorri gæsa er mjög norðlægur, það er að segja fljúga langt norður á auðnir heimskautssvæðanna til varps. Áður náðu varpsvæði þessara norðlægu gæsa mun sunnar en vegna ágangs manna, aukins veiðiálags og röskunar búsvæða hafa þau færs...

category-iconÞjóðfræði

Hvernig var rúnum beitt til galdra, svo sem til að spá fyrir um framtíðina og til lækninga?

Upphaflega spurningin var svona: Hvernig voru galdrastafirnir í rúnagaldri (ekki fuþark, heldur til að spá)? Menn hafa lengi reynt ýmsar aðferðir til að öðlast vitneskju um og hafa áhrif á framtíðina og heiminn, meðal annars með göldrum. Á fornum minnisvörðum og í grafhaugum hafa fundist minjar um bæði hlutkes...

category-iconHagfræði

Hver eru árslaun forseta Íslands og hvaða fríðindi fylgja starfinu?

Þegar þetta svar er skrifað, í júní 2016, eru mánaðarlaun forseta Íslands rétt rúmlega 2,3 milljónir kr. sem gera 27,6 milljónir í árslaun. Laun forseta Íslands voru síðast ákvörðuð með úrskurði kjararáðs 17. nóvember 2015. Þá hækkuðu þau afturvirkt um 9,3% og hækkunin gilti frá og með 1. mars 2015. Sú launahækkun...

category-iconLífvísindi: almennt

Eru til tvö eða fleiri afbrigði af kórónuveirunni sem veldur COVID-19?

Afbrigði lífvera eru skilgreind sem vissar gerðir innan tegundar sem eru ólíkar í háttum eða eiginleikum. Munur á afbrigðum getur verið mjög yfirborðskenndur, til dæmis byggður á lit fjaðra eða því hvort einstaklingar sömu tegundar séu staðfuglar eða farfuglar. Stundum er munurinn djúpstæðari eins og í afmörkuðum ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru algengustu orð í íslensku til á táknmáli?

Eins og fram kemur í svari á Vísindavefnum við spurningunni Hvert er algengasta orðið í íslenskri tungu? þá gefur Íslensk orðtíðnibók (1991) þær upplýsingar að eftirfarandi orð séu þau tíu algengustu í íslensku: og vera að í á það hann ég sem hafa Í spurningunni sem hér er leitast við að svara e...

category-iconSálfræði

Hvað eru til margar gerðir af sálfræði?

Sálfræði skiptist í ótalmargar, en mistengdar, undirgreinar. Þær eiga aðallega tvennt sameiginlegt: Viðfangsefni þeirra er hugarstarf og/eða hegðun, sem þær reyna að nálgast með vísindalegum rannsóknaraðferðum. Það er ómögulegt að telja upp allar gerðir af sálfræði en hér að neðan er reynt að gera stuttlega gre...

category-iconLífvísindi: almennt

Hversu oft er veiruerfðaefni magnað upp þegar sjúkdómurinn COVID-19 er greindur í mönnum?

Upprunalega spurningin var: Hver er algengasti afritunarfjöldinn (e. cycle threshold) í kjarnsýrugreiningum á Íslandi vegna veirunnar SARS-CoV-2? Til að svara þessari spurningu þarf fyrst að útskýra hugtakið kjarnsýrumögnun (e. polymerase chain reaction, PCR) og setja það í samhengi við COVID-19 (sem orsaka...

category-iconVeirur og COVID-19

Duga taugrímur til að verjast COVID-19?

Á Vísindavefnum hefur áður verið fjallað sérstaklega um andlitsgrímur og COVID-19 og bendum við lesendum á að lesa fyrst svar við spurningunni Hafa rannsóknir sýnt að andlitsgrímur komi í veg fyrir að fólk smitist af COVID-19? Í kjölfarið vaknar auðvitað spurningin: hvað með taugrímur? Í stuttu máli vitum við a...

category-iconLæknisfræði

Eru rafrettur hættulegar?

Hér er einnig svarað spurningunni:Ef þú reykir rafsígarettu sem er ekki með nikótíni hefur það einhver skaðleg áhrif á líkamann? Hvaða efni eru í vökvanum í rafsígarettum? Eðlilega hafa margir velt því fyrir sér hvort rafrettur séu skaðlegar. Rafretturnar eru hins vegar það nýjar á markaðnum að ekki er komin n...

category-iconLæknisfræði

Hvað er nárakviðslit og er hægt að lækna það?

Nárakviðslit eru algengust kviðslita. Um 90% sjúklinganna eru karlmenn en þriðjungur karla greinist einhvern tíma á ævinni með slíkt kviðslit. Algengast er að kviðslit greinist hjá börnum og eftir miðjan aldur, oftast vegna fyrirferðar og verkja á nárasvæði en í einstaka tilfellum í kjölfar garnastíflu. Skurðaðger...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju er íslenski hesturinn minni en aðrar hestategundir?

Hesturinn hefur verið ræktaður víða um lönd um þúsundir ára. Mikill breytileiki getur verið í stærð hesta frá einu landssvæði til annars. Þannig hafa hestar í Norður-Noregi verið smávaxnir og eins hafa hestar á Hjaltandi verið litlir. Bæði Hjaltlandshesturinn og íslenski hesturinn munu vera komnir út af norðurnor...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru mörg eldgos á Íslandi?

Vitað er með fullri vissu um rúmlega 200 eldgos á Íslandi frá sögulegum tíma, eða síðustu 1100 árin. Þetta hafa menn fundið út til að mynda með því að rannsaka hraunlög og öskulög, en einnig með því að skoða ritaðar heimildir um gos. Grímsvatnagosið 2004 er síðasta eldgos sem varð á Íslandi (þegar þetta er skr...

Fleiri niðurstöður