Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4208 svör fundust

category-iconSálfræði

Hverjar eru helstu uppeldis- og menntahugmyndir Jerome S. Bruners?

Kennismiðir innan uppeldis- og menntunarfræða hafa sjaldan komið fram með árangursríkar og hagnýtar hugmyndir um kennslu. Yfirleitt hafa þeir haldið sig við kenningarnar. Undantekning var þó Þjóðverjinn Jóhann Friedrich Herbart sem kynnti til sögunnar kennsluaðferðir á 19. öld, sem grundvölluðust á formfestu. John...

category-iconVísindi almennt

Eru skrímsli til?

Fljótt á litið kann einfalda svarið að virðast vera: Nei, skrímsli eru ekki til í raun og veru. Hið rétta er að svarið er flóknara en svo og öllu áhugaverðara. Það er nokkuð á reiki hvaða eiginleikum lífvera þarf að vera búin til að teljast skrímsli því þeir eiginleikar eru breytilegir frá einum tíma til annars...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er upprunaleg merking orðsins ofbeldi og hvaða orðum er það skylt?

Orðin ofbeldi, ofbeldni 'valdbeiting' og ofbeldinn 'sá sem beitir valdi, ofríki' eru skyld lýsingarorðunum baldinn, beldinn, ballur og baldur og sögninni að bella 'glymja við, skella'. Næst þeim stendur beldinn sem merkir 'ofríkisfullur' og beldni 'ofsi, ákafi'. Lýsingarorðið baldur merkir 'hraustur, djarfur, bald...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru einhverjar líkur á að grasrella (Gallirallus dieffenbachii) sé ekki útdauð?

Gallirallus dieffenbachii er útdauð fuglategund af ætt rella (rallidae). Tegundin var einlend á þremur eyjum í Chathman-eyjaklasanum austan Nýja-Sjálands (einlend merkir að tegund finnst ekki annars staðar). Þessar þrjár eyjur eru smáar, stærst er Chathameyja sem er rúmir 800 ferkílómetrar, Pitteyja er aðeins tæpi...

category-iconÍþróttafræði

Geta vísindin sagt okkur hver sé besta leiðin til að byrja að hreyfa sig og viðhalda hreyfingu?

Spurningin í heild hljóðaði svona: Hver er besta leiðin til að byrja hreyfa sig og viðhalda hreyfingu? Núna dynja á okkur ýmiss konar gylliboð um einkaþjálfun og ótrúlegan árangur hjá millistjórnendum sem byrjuðu á einhverju hreyfingar- og/eða mataræðiprógrammi. En hvað segja vísindin, er einhver leið betri enn ö...

category-iconVísindi almennt

Hvar er hægt að finna lesefni um Einstein og myndir af honum?

Mynd fengin af áhugaverðu vefsetri, Albert Einstein Online Handa þeim sem lesa ensku er auðvitað mýgrútur af vefsetrum með gögnum um Einstein. Auk þess eru til nokkrar nýlega ævisögur sem verða nefndar hér á eftir. Það nýjasta og besta sem er að finna á íslensku um Einstein og verk hans er í þýddri bók eft...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fá sumar konur leggangafullnægingu en ekki aðrar? Hvað er hægt að gera til að auka líkurnar á henni?

Athyglisvert er að skoða viðhorf til fullnægingar og hvernig er litið á konuna sem ýmist óvirka eða virka samkvæmt þeim. Sigmund Freud taldi að til væri tvenns konar fullnæging hjá konum; annars vegar fullnæging í leggöngum og hins vegar snípörvun. Hann hélt því fram að fullnæging í leggöngum væri merki um kynsvör...

category-iconMannfræði

Hvaða rannsóknir hefur Unnur Dís Skaptadóttir stundað?

Unnur Dís Skaptadóttir er prófessor í mannfræði við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa síðustu áratugi einkum beinst að fólksflutningum og að reynslu ólíkra hópa innflytjenda á Íslandi, einkum frá Póllandi og Filippseyjum. Rannsóknirnar hafa fjallað um vinnutengda fl...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Þóroddur Bjarnason rannsakað?

Þóroddur Bjarnason er félagsfræðingur og prófessor við Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Hann hefur rannsakað samband einstaklings og samfélags frá margvíslegum sjónarhornum með áherslu á seiglu, sjálfbærni og félagslegan auð. Þóroddur hefur jafnframt lagt áherslu á miðlun rannsókna í opinberri umr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru kengúrur í útrýmingarhættu?

Kengúrur eru pokadýr af ættinni Macropodidae. Stundum er hugtakið notað í víðri merkingu og nær þá yfir kengúrur af öllum stærðum, en oft er það aðeins notað um stærstu tegundir ættarinnar. Minni kengúrur eru þá kallaðar vallabíur (e. wallaby). Stundum er einnig talað um wallaroo, en höfundur þessa svars veit ekki...

category-iconLæknisfræði

Hvað er nárakviðslit og er hægt að lækna það?

Nárakviðslit eru algengust kviðslita. Um 90% sjúklinganna eru karlmenn en þriðjungur karla greinist einhvern tíma á ævinni með slíkt kviðslit. Algengast er að kviðslit greinist hjá börnum og eftir miðjan aldur, oftast vegna fyrirferðar og verkja á nárasvæði en í einstaka tilfellum í kjölfar garnastíflu. Skurðaðger...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er íslenski hesturinn sá eini í heiminum sem hefur tölt?

Íslenski hesturinn er ekki eini hesturinn í heiminum sem hefur tölt. Haustið 1998 for undirritaður ásamt Bjarna Eiríki Sigurðssyni til Nordnorsk Hestesenter í Troms með það í hugað að prófa hvort tölt fyndist í norðurnorska hestinum (Nordland/Lyngen hest). Í Troms prófaði Bjarni níu norðurnorsk hross til að vi...

category-iconJarðvísindi

Hvaða stórgos varð á jörðinni árið 536 og er vitað hvaða afleiðingar það hafði?

Upprunalega var m.a. spurt:Gæti stórgos árið 536 verið uppruni sagna um Ragnarök og Fimbulveturinn sem sagt er frá í Heimskringlu? Gosmóðuveturinn 536 var upphaf harðasta kuldaskeiðs á norðurhveli jarðar í 2000 ár.[1] Kólnuninni olli eldgos, sennilega tvö, sem enn hefur ekki tekist að staðsetja með vissu. Samt...

category-iconJarðvísindi

Getur sandur og grjót sem Hollendingur býður mér til sölu virkilega bundið koltvíoxíð?

Öll spurningin hljóðaði svona: Aðili í Hollandi er að bjóða mér sand og grjót sem bindur CO2. Í mín eyru hljómar þetta mjög ótrúverðugt og því spyr ég: Er þetta mögulegt? Þetta er mögulegt en ég mundi ekki kaupa ólivínsand frá Hollandi sem bindur koltvíoxíð (CO2, koltvísýring/koltvíildi) í bíkarbónat (HC...

category-iconLæknisfræði

Er sama frá hvaða landi bóluefni gegn COVID-19 koma?

Áður en bóluefni (og önnur lyf) eru tekin í almenna notkun þurfa þau að fá markaðsleyfi eða neyðarleyfi frá eftirlitsstofnunum eins og Evrópsku lyfjastofnuninni (e. European Medicines Agency, EMA) eða Lyfjastofnun Bandaríkjanna (e. Food and Drug Admininstration, FDA) og/eða lyfjastofnunum einstakra landa. Leyfi fy...

Fleiri niðurstöður