Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 257 svör fundust
Er það rétt að börnum sé hættara við andlegri og líkamlegri fötlun eftir því sem foreldrarnir eru eldri? Ef svo er, hvers vegna?
Í eftirfarandi svari er gengið út frá því að átt sé við að börnin fæðist með galla sem hafi í för með sér líkamlega eða andlega fötlun, það er fæðingargalla. Fæðingargalli er skilgreindur sem óeðlileg gerð, starfsemi eða efnaskipti sem eru fyrir hendi við fæðingu barns og leiða til andlegrar eða líkamlegrar fö...
Af hverju er ekki bara hægt að skera æxlið í burtu þegar menn fá krabbamein?
Eðlilegt að spurt sé. Við heyrum gjarnan af því að einhver sem við könnumst við hafi greinst með krabbamein og að sá hafi í kjölfarið farið í aðgerð til þess að fjarlægja æxlið. Oft heyrum við líka ekki annað en að vel hafi til tekist enda viðkomandi í flestum tilvikum alveg eins og hann á að sér í framhaldinu, þe...
Getur þú sagt mér eitthvað um broddgelti?
Ætt broddgalta (Erinaceidae) skiptist í tvær undirættir, eiginlega broddgelti (Erinaceidae) og svokallaða rottugelti (Galericinae), eins og fjallað er um í svari við spurningunni Hafa allir broddgeltir brodda? Evrópski broddgölturinn (Erinaceus europeus) tilheyrir ættkvísl skógarbroddgalta (Erinaceus), sem er ...
Geta fuglar valdið ofnæmi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Eru fuglar ofnæmisvaldandi og hvað er það þá sem veldur ofnæminu? Stutta svarið við þessari spurningu er já. Fuglar geta valdið bráðaofnæmi, sem er algengasta ofnæmi hér á landi. Það er samskonar ofnæmi og fyrir frjókornum, dýrum með feldi, ýmsum fæðutegundum og lyfjum. Þeir se...
Hvers vegna getur maður fengið kvíðakast skyndilega og án þess að vita neina sérstaka ástæðu fyrir kvíðanum?
Ofsakvíði, eða felmtursröskun, er óþægilegur og hamlandi kvilli sem einkennist meðal annars af hræðslu, hröðum hjartslætti, skelfingu, feigðartilfinningu og svima. Horfurnar eru þó góðar, en meðferðir hafa reynst afar áhrifaríkar og er því afar mikilvægt að fólk sem þjáist af ofsakvíða leiti sér upplýsinga um vand...
Hver var James Cook og hvað hvert sigldi hann?
James Cook (1728-1779) var einn mesti landkönnuður á sinni tíð. Hann sigldi yfir Kyrrahafið þvert og endilangt, fór yfir 70. breiddargráðu bæði í norðri og suðri, var fyrstur manna til þess að sigla umhverfis jörðina á mjög suðlægum slóðum, fann óþekktar eyjur, kannaði aðrar sem áður var vitað um og skildi eftir s...
Hverjar voru helstu heimspekihugmyndir Platons?
Höfundur þessa svars hefur þegar fjallað um heimspeki Platons í nokkrum svörum hér á Vísindavefnum. Í svarinu Eru menn aðeins eftirmyndir af hinum fullkomna manni eða konu, líkt og málverk af stól er aðeins eftirmynd af einhverjum ákveðnum stól? gerir hann grein fyrir frægustu kenningu Platons, frummyndakenningunn...
Hvað getur maður gert ef það kemur lús í skólann? Á maður bara að labba um með plastpoka á hausnum?
Höfuðlúsin (Pediculus humanus capitis) er lítið skorkvikindi sem hefur aðlagað sig manninum og lifir sníkjulífi í hári á höfði og nærist á því að sjúga blóð úr hársverðinum. Hún er ekki talin bera neina sjúkdóma og er því skaðlaus hýslinum. Allir geta smitast af höfuðlús en staðfest smit er algengast hjá 3-12 ára ...
Eru einhver sníkjudýr eða aðrar lífverur í eða á líkamanum, aðrar en rykmaurar?
Spurningin sem svo var orðuð árið 2002 og höfundur svaraði þá á Vísindavefnum felur í sér tvær rangar fullyrðingar. Enn fremur hafa í millitíðinni komið fram nýjar upplýsingar um uppruna rykmítla í húsakynnum hérlendis þannig að rétt þykir að uppfæra svarið. Í fyrsta lagi hefur orðið breyting á hugtakanotkun en...
Valda stærri skammtar af veiru verri COVID-19-sjúkdómi?
Nokkuð hefur verið rætt um mögulegt samband milli þess magns SARS-CoV-2 (veirunnar sem orsakar COVID-19) sem berst í einstakling og alvarleika veikinda í kjölfarið. Tilgátan hljómar þannig að magn veirunnar sem sýkir okkur í upphafi hafi áhrif á alvarleika sjúkdóms — þeim mun meira af veirunni, þeim mun alvarlegri...
Hvað veldur vindgangi?
Vindgangur og ropi virðast vekja forvitni margra. Hér er einnig svarað öðrum spurningum sem borist hafa um þetta efni, en þær eru:Af hverju prumpar maður?Hvað veldur lyktinni sem fylgir vindgangi?Hvað er hægt að gera til að stoppa vindgang?Hversu oft á dag leysir manneskja vind?Hvaða leið fer prumpið?Af hverju rop...
Hvað er latexofnæmi og hvaða fæðutegundir eru tengdar við það?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaða fæðutegundir eru tengdar við latexofnæmi og hvers vegna? Eða: Hvað má ég helst ekki borða ef ég er með latexofnæmi og hvers vegna? Stundum skjóta ný heilbrigðisvandamál upp kollinum án þess að ástæður liggi í augum uppi. Eitt slíkt vandamál er ofnæmi fyrir latex. Því var ...
Er kransæðasjúkdómur arfgengur?
Það hefur lengi verið þekkt að kransæðasjúkdómur er ættlægur sjúkdómur[1] og hefur ættlægnin verið metin allt að 50%.[2] Arfgeng kólesterólhækkun er dæmi um vel skilgreindan erfðasjúkdóm sem veldur snemmkomnum kransæðasjúkdómi vegna mikillar hækkunar í blóði á eðlisléttu fituprótíni (e. low density lipoprotein, LD...
Eru rafrettur hættulegar?
Hér er einnig svarað spurningunni:Ef þú reykir rafsígarettu sem er ekki með nikótíni hefur það einhver skaðleg áhrif á líkamann? Hvaða efni eru í vökvanum í rafsígarettum? Eðlilega hafa margir velt því fyrir sér hvort rafrettur séu skaðlegar. Rafretturnar eru hins vegar það nýjar á markaðnum að ekki er komin n...
Hvað getið þið sagt um einstaka vísindamenn sem voru uppi á árinu 1944?
Uppgötvanir, kenningar og niðurstöður í vísindum eru yfirleitt afrakstur vinnu sem á sér stað á margra ára og oft áratuga tímabili. Oftast er um að ræða samstarf margra sem byggir jafnframt á rannsóknum annarra vísindamanna. Hér er spurt um árið 1944 en svarið takmarkast þó ekki við vísindamenn sem unnu merk afrek...