Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1317 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er sólin stór?

Með þessu svari er einnig svarað spurningu Jóhanns Páls: Hvert er rúmmál sólarinnar? Sólin okkar er mjög dæmigerð stjarna að stærð og gerð, og er hún eins og aðrar stjörnur gríðarstór. Massi hennar er næstum þúsund sinnum meiri en samanlagður massi allra reikistjarna, tungla, smástirna, halastjarna og annar...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Í hvað er kjarnorka aðallega notuð?

Þegar rætt er um notagildi kjarnorku er við hæfi að byrja á því að fjalla um sólina. Sólir eins og okkar eru í sinni einföldustu mynd ægistór vetnishvel. Þyngdarkraftar láta vetnið falla saman þar til þéttleiki vetnis í iðrum sólarinnar verður svo hár að kjarnasamruni gerist algengur. Við þetta losnar orka, sem hi...

category-iconLæknisfræði

Er líklegt að maður fái krabbamein ef margir í fjölskyldunni hafa fengið það?

Hér er einnig svarað spurningunum:Er krabbamein arfgengt?Hvaða krabbamein erfast? Þessum spurningum er ekki hægt að svara með einföldu „já“ eða „nei“. Krabbamein eru talsvert algeng og því greinast þau í öllum fjölskyldum. Búast má við þeim mun fleiri tilvikum innan fjölskyldu eftir því sem hún er stærri og meðal...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað eru örbylgjur?

Örbylgjur eru rafsegulbylgjur með lægri tíðni en sýnilegt ljós. Örbylgjur eru hluti af rafsegulrófinu en eins og fram kemur í svari við spurningunni Eru rafsegulbylgjur frá farsímum og öðrum raftækjum skaðlegar heilsunni eða erfðaefninu? þá má í grófum dráttum skipta rafsegulrófinu niður á eftirfarandi hátt: Út...

category-iconVeðurfræði

Hvað eru gróðurhúsaáhrif og hvernig geta gróðurhúsalofttegundir hækkað hitastig á jörðinni?

Varmageislun frá sólinni hitar jörðina en ræður alls ekki öllu um yfirborðshitann. Jörðin geislar líka frá sér varma, rétt eins og sólin. Við sjáum vel geislunina frá sólinni, því mest af henni er sýnilegt ljós. Varmageislunin frá jörðinni liggur hins vegar langt utan sýnilega sviðsins. Eðlisfræðingar hafa leng...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er yfirborðshiti Satúrnusar og meðalhiti jarðarinnar?

Reikistjörnurnar (e. plantets) í sólkerfinu okkar eru 8 talsins. Taflan hér að neðan inniheldur upplýsingar um hitastig þeirra auk dvergreikistjörnunnar (e. dwarf planet) Plútó, sem fram til 2006 var talin ein af reikistjörnunum. lægsti yfirborðshitimeðalhitastig yfirborðshæsti yfirborðshiti Merkúríus-170 °C3...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu lengi eru áldósir og plastflöskur að brotna niður í náttúrunni?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hversu lengi eru áldósir og plastflöskur að brotna niður í náttúrunni og hvaða skaðlegu efni geta losnað? Ál er mjög sterkt efni og er því mjög lengi að brotna niður í náttúrunni. Hversu fljótt það eyðist fer eftir því hversu mikil veðrunin er, það er vindur, úrkoma...

category-iconLæknisfræði

Hvað er það sem gerist í frumunum þegar við fáum sykursýki? Hver eru einkenni hennar?

Hvað er það sem gerist í frumunum þegar við fáum sykursýki? Áður fyrr greindu læknar oft sykursýki með því að bragða á þvagi sjúklinga. Sætt bragð var sterk vísbending um sykur í þvagi og lýsir það í raun vel því sem er að gerast í líkamanum; blóðsykur hækkar. Raunverulegur vettvangur sykursýki er ekki innan fr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er Satúrnus með hringi?

Hér er einnig svarað spurningu Bjarna Gunnarssonar:Hvað eru "hringir Satúrnusar" og hvað er svona merkilegt við þá?Hringir Satúrnusar eru vitaskuld helsta einkenni þessarar mikilfenglegu reikistjörnu. Þeir sáust fyrst árið 1610 þegar ítalski stjörnufræðingurinn Galíleó beindi sjónauka sínum í átt að reikistjörnunn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru tvinntölurnar til í raun og veru?

Tölurnar sem við notum skiptast í mismunandi flokka eða mengi sem eru misgömul í hugmyndasögunni. Elstar eru þær sem við köllum náttúrlegar tölur: 1, 2, 3 og svo framvegis. Þær hafa vafalítið fylgt mönnum frá örófi alda. Löngu áður en sögur hófust hafa menn viljað lýsa fjölda ýmissa hluta kringum sig og notað til ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig planta er vallhumall og hvernig hefur hún verið notuð?

Vallhumall (Achillea millefolium) vex víða í þurrum brekkum og valllendi sem illgresi en hann er einnig ræktaður sem vinsæl lækningajurt. Vallhumall hefur fengið mörg nöfn vegna þeirra áhrifa sem jurtin er talin hafa. Latneska nafnið er Achillea millefolium og er jurtin kennd við Achilles, stríðshetju úr Trójustrí...

category-iconLæknisfræði

Hvað er inflúensa?

Inflúensa er bráð veirusýking sem orsakast af inflúensuveirum A og B og veldur faraldri nánast á hverjum vetri. Hlutfall þeirra sem smitast og veikjast í faraldri er 10-40% og vara faraldrar gjarnan í 5-10 vikur. Inflúensa A er algengari en inflúensa B, en báðar tegundir geta greinst í faraldri. Einkenni Dæmi...

category-iconStærðfræði

Hvað eru aðfellur í stærðfræði?

Mörg dæmi má finna þess að graf af falli í tvívíðum fleti myndi fagurlega mótaða bogna ferla á tilteknu bili, en teygi sig síðan nær og nær beinni línu en þó svo að grafið fellur aldrei í beinu línuna og sker hana sjaldnast. Lína af þessu tagi nefnist aðfella (e. asymptote). Línan getur verið lárétt, og nefnist þá...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig og hve oft endurnýjast frumur?

Hvernig? Frumur eru í stöðugri endurnýjun meðan þær lifa. Þetta þýðir það að stórsameindir frumunnar, til dæmis prótín (prótein), eru í sífellu að brotna niður og önnur samskonar prótín að myndast eftir þörfum. Líftími prótína í frumum er mjög mislangur, allt frá einni eða örfáum mínútum fyrir ensím sem hvata h...

category-iconSálfræði

Hvað er sjónblekking?

Sjónblekking eða sjónvilla er skynvilla þar sem eitthvað sýnist öðruvísi en það er í raun. Sjónvillur byggjast á rangtúlkun sjónkerfisins á raunverulegum áreitum og eru því ólíkar ofsjónum þar sem fólk sér hluti sem eiga sér enga stoð í veruleikanum. Höfundur fjallar meira um ofsjónir og aðrar ofskynjanir í svari ...

Fleiri niðurstöður