Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 275 svör fundust
Hvaða sjúkdómar eru algengastir í þróunarlöndunum?
Þeir alvarlegu sjúkdómar sem eru algengastir í þróunarlöndunum eru bakteríusjúkdómar eins og berklar, magaveiki og heilahimnubólga. Einn alvarlegasti heilbrigðisvandinn víða í Afríku er þó alnæmi sem breiðist mjög hratt út. Auk þess eru mislingar og malaría víða vandamál. Flestir þessara sjúkdóma finnast einnig...
Hvað getur þú sagt mér um Klinefelter-heilkenni?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hver eru einkenni XXY-litningagalla? Klinefelter-heilkenni var fyrst lýst árið 1942 þegar maður að nafni Klinefelter gaf út skýrslu um níu karlmenn sem höfðu óvenjustór brjóst, gisinn hárvöxt í andliti og á líkama, og lítil eistu sem mynduðu ekki sæði. Þessi einkenni hlutu heitið...
Hvað getið þið sagt mér um varúlfa?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað getið þið sagt mér um varúlfa? Hver er saga mannúlfsins, hvenær fóru menn að trúa á hann og hvar trúðu menn fyrst á hann?Samkvæmt ýmis konar þjóðtrú er varúlfur maður, langoftast karlmaður, sem tekur tímabundið á sig gervi úlfs og öðlast á meðan alla eiginleika úlfsins ...
Hvað er drómasýki?
Drómasýki (e. narcolepsy, einnig kölluð Gélineau-Redlich syndrome, Gélineau's disease, Gélineau's syndrome, hypnolepsy eða paroxymal sleep) er taugasjúkdómur sem veldur ýmsum furðulegum svefntruflunum. Svefnflog Eitt helsta einkenni drómasýki eru svefnflog (e. sleep attacks). Þegar drómasjúkt fólk fær svefn...
Hvað er bólusótt og hvenær geisaði fyrsta bólusóttin í heiminum?
Bólusótt er bráðsmitandi sjúkdómur sem herjar eingöngu á mannskepnuna og orsakast af veirunni variola virus. Bólusótt er einnig þekkt undir heitunum variola major og variola minor. Nafnið variola var fyrst notað á 6. öld og er afleiða af latneska orðinu varius sem merkir „flekkóttur/blettóttur“. Hugtakið bólusótt ...
Hvað er Stevens-Johnson-heilkenni og hversu banvænt er það?
Stevens-Johnson-heilkenni er önnur tveggja gerða af lífshættulegu ástandi þar sem frumudauði veldur því að yfirhúð (e. epidermis) og leðurhúð (e. dermis) aðskiljast með sára- og blöðrumyndun. Hin gerðin kallast toxic epidermal necrolysis (TEN), sem mætti íslenska sem eitrað frumudrep í yfirhúð, en sumir vísindamen...
Er það rétt að trú sé einkenni heilaskaða eða stafi af heilasjúkdómi?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvað er hæft í þeirri staðhæfingu að trú sé bara einkenni heilaskaða sem fólk hefur orðið fyrir eða heilasjúkdóms? Spurt er í framhaldi af orðræðu sem átti sér stað á Netinu um trúfrelsi þar sem þessu var haldið fram. Viðkomandi lagði fram greinina Damaged brains escape...
Fyrir hvaða uppgötvanir voru Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði veitt árið 2014?
Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Hvaða vísindamenn hlutu nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði árið 2014 og fyrir hvað voru verðlaunin veitt? Nóbelsverðlaunin í lífeðlisfræði eða læknisfræði árið 2014 voru veitt þeim John O´Keefe, prófessor við University College London, sem fékk helming verðl...
Hver eru einkenni geðklofa?
Geðklofi (schizophrenia) er oft langvinnur og hamlandi sjúkdómur í heila sem hrjáir um einn af hverjum hundrað manns einhvern tíma á ævinni. Geðklofi er jafn tíður hjá konum og körlum, en kemur þó að jafnaði fyrr fram hjá körlum, venjulega seint á táningsaldri eða snemma á tvítugsaldri. Hjá konum koma einkennin ve...
Hvaða áhrif hefur alkóhól á heila og líkama?
Alkóhól er í raun samheiti fyrir flokk lífrænna efna. Í daglegu tali er orðið alkóhól þó oftast notað um etanól eða vínanda sem er aðeins eitt þessara efna. Dæmi um önnur alkóhól eru metanól öðru nafni tré- eða iðnaðarspíritus og bútanól eða ísvari. Notkun alkóhóls hefur fylgt manninum í árþúsundir. Í dag e...
Ef enginn er fullkomlega heilbrigður, hvernig má þá skilgreina andlegt heilbrigði?
Það er alls ekki eins einfalt að skilgreina hugtakið andlegt heilbrigði og ætla mætti. Við gefum því ekki gaum hversdagslega hvað í því felst og finnst kannski að slíkt megi sjá í hendi sér. En þegar málið er athugað nánar hefur það á sér margar hliðar og vill vefjast fyrir okkur. Við eigum jafnvel auðveldara ...
Hvað er Akureyrarveikin?
Akureyrarveikin er vel þekktur og skráður sjúkdómur. Hún gengur undir heitinu Akureyri disease eða morbus Akureyriensis í alþjóðlegum læknaritum en er þó stundum jafnframt eða einvörðungu skráð undir nafninu Iceland disease, Íslandsveikin. Akureyrarveikin er smitsjúkdómur eða sýkingasjúkdómur í hópi þeirra sjú...
Af hverju er maður með astma?
Astmi er langvinnur bólgusjúkdómur í berkjum. Í astmakasti leiða vöðvasamdráttur og bólgubreytingar í berkju til þrengsla í öndunarvegi. Sjúklingurinn finnur fyrir andþyngslum, mæði, hósta og surgi eða ýli sem heyrist við útöndun. Þessi einkenni þurfa þó ekki öll að vera til staðar samtímis. Sumir astmasjúklingar...
Hver eru einkenni meðvirkni?
Enginn veit með vissu hvaðan hugtakið meðvirkni (e. codependence) kemur. Flestir telja að það eigi rætur að rekja til enska hugtaksins co-alcoholic. Einkenni hins meðvirka voru í upphafi rakin til streitunnar sem fólk upplifir við að búa með alkóhólista eða fíkli. Það kom í ljós að þegar alkóhólistinn hætti að dre...
Eru sítrónur eins mikið töfralyf og margir halda fram á veraldarvefnum?
Spurningin hljóðaði svona í heild sinni: Eru sítrónur og aðrir sítrusávextir eins mikið töfralyf og margir halda fram á veraldarvefnum? Til dæmis hér: 20 Reasons you should Drink Lemon Water in the Morning Sítrónur og aðrir sítrusávextir innihalda ýmis næringarefni, til dæmis A-, E- og C-vítamín, fólasín, j...