Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1232 svör fundust

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er ungt að vera 11 ára móðir?

Já, að vera 11 ára móðir mundi teljast mjög ungt. Meðalaldur kvenna þegar þær eignast sitt fyrsta barn er 26 ár, ef miðað er við tölur frá árinu 2005. Stúlkur verða venjulega kynþroska á aldrinum 9-18 ára, en að meðaltali gerist það ekki fyrr en við 13 ára aldurinn eins og fram kemur í svari Vísindavefsins við spu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig vitum við að svarthol séu til?

Þyngdarsvið svarthols er svo sterkt að ljósið sleppur ekki einu sinni frá því. Því ætti að vera ómögulegt að sjá svarthol. Hins vegar er hægt að nota óbeinar aðferðir til þess að finna svarthol, til dæmis með því að skoða hreyfingu stjarna umhverfis ósýnileg en massamikil fyrirbæri. Árið 1971 fundu stjarneðlisf...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hversu há upplausn er á spegli og er hún yfirleitt mælanleg?

Upplausnarmörk eru tengd öldulengd (λ) ljóssins sem notað er við myndyfirfærslu. Ljósið getur ekki flutt upplýsingar um breytingar á áferð yfirborðs á lengdarkvarða sem er minni en öldulengd. Ef við gætum valið að vild öldulengd ljóss sem notað er við speglun kæmum við að upplausnarmörkum sem er fjarlægð m...

category-iconVeðurfræði

Hvenær að hausti hefur hiti fyrst farið niður fyrir -10 stig hér á landi?

Það kann að koma einhverjum á óvart hversu snemma hausts frost hefur fyrst farið niður fyrir -10 gráður en það er 9. september. Það gerðist árið 1977 og lágmarkið, -10,2 stig, mældist í veðurstöðinni í Sandbúðum á Sprengisandi. Þá gerði merkilegt landsynningsillviðri þann 27. ágúst sem hreinsaði sumarið út af borð...

category-iconVísindafréttir

Metaðsókn að Vísindavef HÍ árið 2015

Metaðsókn var að Vísindavef Háskóla Ísland árið 2015. Samkvæmt gögnum frá Modernus sem rekur samræmda vefmælingu á Íslandi, voru lesendur Vísindavefsins árið 2015 alls 656.126. Notendafjöldinn óx um heil 10% frá árinu 2014, en þá voru lesendur vefsins 596.000. Elstu gögn um lesendafjölda Vísindavefsins eru frá ...

category-iconHugvísindi

Hvort kemur Kertasníkir til byggða aðfaranótt aðfangadags eða jóladags?

Stekkjastaur, fyrsti jólasveinninn, kemur til byggða aðfaranótt 12. desember. Svo fylgja bræður hans einn og einn í senn þar til Kertasníkir, sá síðasti, skilar sér aðfaranótt aðfangadags, 24. desember. Vísur Jóhannesar úr Kötlum um jólasveinana sem margir kannast við virðast þó rugla einhverja í ríminu þegar...

category-iconVísindi almennt

Hvers vegna er ekki hægt að fara um Bermúdaþríhyrninginn?

Í svari HMH við spurningunni: Hvað er Bermúdaþríhyrningurinn? stendur: Bermúdaþríhyrningurinn svokallaði er svæði á Norður-Atlantshafi sem má afmarka með þríhyrningi sem dreginn er frá Miami í Flórída til Bermúda-eyja og þaðan til Púertó Ríkó. Þar hafa yfir 50 skip og 20 flugvélar horfið frá því um miðja 19. öld,...

category-iconFélagsvísindi

Af hverju er mæðradagur til?

Hinn alþjóðlegi mæðradagur er upprunninn í Bandaríkjunum snemma á 20. öld. Bandarísk kona sem hét Anna M. Jarvis missti móður sína 9. maí árið 1905. Hún minntist hennar á næstu árum og skrifaði þúsundir bréfa til áhrifamanna í Bandaríkjunum árið 1908, þar sem hún hvatti til þess að annar sunnudagur í maí yrði helg...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju eru kindur settar á afrétt?

Helsta ástæðan fyrir því að bændur reka sauðfé á afrétt á hverju sumri og sækja það að hausti snýr að nýtingu lands og beitarstjórnun. Tún bænda gætu aldrei borið beit sauðfjár heilt sumar þar sem lífmassaaukningin er geysileg hjá þeim hundruð þúsunda lamba sem fæðast á hverju vori og taka út mikinn vöxt yfir ...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir bæjarnafnið Vetleifsholt?

Bærinn Vetleifsholt í Ásahreppi í Rangárvallasýslu er nefndur í Landnámabók. (Ísl. fornrit I:367). Í heimildum er ýmist skrifað Vet- eða Vett- í nafninu. Finnur Jónsson taldi forliðinn vera mannsnafnið Véttleifr þar sem vétt merkti ‚dráp‘ (Bæjanöfn á Íslandi, bls. 555). Ásgeir Blöndal Magnússon tekur undir það, ne...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er munurinn á asna og múlasna?

Munurinn á asna (Equus africanus asinus) og múlasna er einfaldlega sá að asni er tegund hestdýra en múlasni er blendingur hests og esnu (kvendýr asna). Á ensku nefnast þessi dýr hinny. Múlasni er blendingur hests og esnu. Múlasni líkist venjulega móðurinni að líkamsstærð en er með kröftugan fótaburð og tagl...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hversu miklu þyngra vegur fullhlaðin 1,5 volta rafhlaða en óhlaðin?

Spyrjandi hefur væntanlega fylgst vel með svörum okkar hér á Vísindavefnum. Hann veit að hlaðin rafhlaða býr yfir meiri orku en óhlaðin og vill því vita hver massamunurinn sé samkvæmt jöfnu EinsteinsE = m c2Þetta er allt saman alveg hárrétt hugsað: Samkvæmt þessu á orkumunur að svara til massamunar og öfugt. Hins ...

category-iconLandafræði

Hvað búa margir í Suður-Ameríku?

Í svari við spurningunni Hvað eru mörg ríki í Norður- og Suður-Ameríku? kemur fram að löng hefð er fyrir því að skipta Ameríku í tvær heimsálfur og liggja mörkin á milli þeirra um Panamaeiðið. Panama og öll ríki þar fyrir norðan, auk eyja Karíbahafsins, tilheyra þá Norður-Ameríku en ríkin þar fyrir sunnan teljast ...

category-iconLögfræði

Af hverju mega börn ekki kjósa forseta?

Í heild hljóðaði spurningin frá Viktóríu Sól svona:Af hverju mega börn ekki kjósa forseta? Mér finnst að börn ættu að vera orðin 9 ára þegar þau mega kjósa forseta. Á Íslandi gilda ákveðnar reglur um það hvernig eigi að velja forseta en þær er að finna í stjórnarskránni okkar (Hér er hægt að skoða myndband um s...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast silfurberg?

Silfurberg nefnast tærir, gagnsæir kristallar af kalkspati (kalsíti, CaCO3). Kalkspat er mjög algeng steind í jarðskorpunni: kalksteinn, marmari og krít, er til dæmis mestmegnis hreint kalkspat. Steindin fellur út úr vatni við margvíslegar aðstæður: skeldýr, kórallar og ýmis svifdýr mynda skeljar sínar úr kalkspat...

Fleiri niðurstöður