Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Bermúdaþríhyrningurinn svokallaði er svæði á Norður-Atlantshafi sem má afmarka með þríhyrningi sem dreginn er frá Miami í Flórída til Bermúda-eyja og þaðan til Púertó Ríkó. Þar hafa yfir 50 skip og 20 flugvélar horfið frá því um miðja 19. öld, mörg án vísbendinga um afdrif þeirra.
Það er hins vegar ekkert því til fyrirstöðu að sigla eða fljúga inn og út úr Bermúdaþríhyrningnum. Ýmsar eðlilegar skýringar kunna að vera á þessum hvörfum. Þar má til dæmis nefna að mikil siglinga- og flugumferð er um svæðið en óútskýrð hvörf hafa átt sér stað annars staðar þar sem mikil umferð er. Einnig má ætla að fleiri hvörf verði þar sem umferð er mikil en þar sem umferð er lítil, það skal bent á að svæðið umtalaða er mjög stórt.
Einnig hefur verið bent á að vegna hitabeltisloftslagsins getur stormur skollið á án fyrirvara, jarðskjálfavirkni er á botni svæðisins, Golfstraumurinn fer þar um og reynist mönnum erfiður, mikið var um að bátum væri rænt á 8. og 9. áratug 20. aldarinnar til að smygla eiturlyfjum. Auk þess sem mörg hvörf áttu sér stað í tengslum við heimsstyrjaldinnar tvær.
Frekara lesefni, heimild og mynd á Vísindavefnum:
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.
ÍDÞ. „Hvers vegna er ekki hægt að fara um Bermúdaþríhyrninginn?“ Vísindavefurinn, 11. apríl 2011, sótt 3. apríl 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=59373.
ÍDÞ. (2011, 11. apríl). Hvers vegna er ekki hægt að fara um Bermúdaþríhyrninginn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59373
ÍDÞ. „Hvers vegna er ekki hægt að fara um Bermúdaþríhyrninginn?“ Vísindavefurinn. 11. apr. 2011. Vefsíða. 3. apr. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59373>.