Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4541 svör fundust
Hve mikið af omega-3-hylkjum er óhætt að taka á dag við liðagigt?
Í rannsóknum á áhrifum omega-3-fitusýra gegn þjáningum fólks með liðagigt hafa verið gefin 5-10 grömm á dag án þess að aukaverkanir hafi komið fram. Hins vegar getur þetta hækkað blóðsykur hjá þeim sem eru með fullorðinssykursýki. Lítil hætta er þó á aukaverkunum fyrr en við mjög stóra skammta af omega-3-fitusýrum...
Af hvaða stofni eða tegund er dýrið "chinchilla"? Hvað heitir það á íslensku?
Chinchilla er suður-amerískt nagdýr (Rodentia) og heitir á fræðimáli Chinchilla lanigera. Dýrið er 35 til 40 cm að lengd með skotti. Umrætt dýr hefur verið kallað loðka, loðkanína eða silkikanína á íslensku. Þessar þýðingar virðast þó ekki vera mikið notaðar og orðið chinchilla er oft notað. Orðið loðkanína mun of...
Hver er þumalputtaregla Canakaris?
Hér er væntanlega verið að vísa til þumalputtareglu sem Ronald nokkur Canakaris beitir við val á hlutabréfum. Canakaris þessi stjórnar nokkrum bandarískum verðbréfasjóðum og starfar hjá fyrirtæki sem heitir Montag & Caldwell. Canakaris einbeitir sér að stórum fyrirtækjum, með markaðsvirði umfram þrjá milljarða ...
Hvers vegna geispum við?
Þetta efni er greinilega mörgum hugleikið. Aðrir sem hafa sent okkur sömu eða sambærilega spurningu eru Eggert Helgason, Guðmundur Þorsteinsson, Stefán Már Haraldsson, Jóhann Waage og Jónas Beck.Spurningin um hvers vegna dýr, og þar með menn, geispa er ennþá að valda vísindamönnum erfiðleikum. Þó eru til þrjár meg...
Sjá apar í lit?
Apar eru skógardýr. Til að greina í sundur ávexti frá laufskrúða í trjám er nauðsynlegt að hafa yfir að ráða sjónskynjun sem greinir liti. Nýlegar rannsóknir bandarískra vísindamanna hafa staðfest þetta samkvæmt grein frá síðasta ári í hinu virta vísindatímariti Nature. Prímatar eru einu spendýrin sem vitað er t...
Hvað er það sem gefur páfagaukum umfram aðra fugla möguleikann á að geta lært að tala?
Fræðimenn telja að talhæfileikar páfagauka umfram aðra fugla og önnur dýr liggi ekki í greindinni heldur í líkamsgerðinni. Hæfileiki páfagauka til að skapa ýmis hljóð liggur fyrst og fremst í uppbyggingu barkakýlisins. Dr. Irene Pepperberg hefur fengist við rannsóknir á páfagaukum. Talsverðar rannsóknir hafa...
Er það satt að til séu þrír litir af blóði í dýraríkinu?
Sameindirnar sem bindast súrefni (O2) nefnast á ensku respiratory pigments og mætti þýða á íslensku sem blóðlitarefni. Nafngiftin er tilkomin vegna þess að þessar sameindir gefa blóðinu lit, líkt og grænukorn gefa plöntum grænan lit. Fjórir flokkar blóðlitarefna eru þekktir: Blóðrauði (hemóglóbín) hefur mesta...
Hvað þarf ég að læra til þess að verða eldfjallafræðingur?
Eins og margar vísindagreinar er eldfjallafræðin saman sett úr mörgum fögum raunvísinda sem eiga það sameiginlegt að fást við eldfjöll. Sérfræðingar sem fást við eldfjöll eru til dæmis sérhæfðir á sviði bergfræði storkubergs, setlagafræði gosösku, afmyndunar jarðskorpunnar, vökvafræði og varmafræði, jarðskjálftafr...
Hvert er latneska heiti refsins?
Á Íslandi lifir ein tegund refa villt. Það er tófan eða melrakkinn, sem fengið hefur latneska heitið Alopex lagopus. Fjallað er um refinn á Íslandi í fróðlegu svari Páls Hersteinssonar við spurningunni Eru til margar tegundir af refum á Íslandi og hverjar eru þær? Eins og nafnið getur til kynna tilheyrir tófan...
Hvað eyðileggst þegar rafeindabúnaður verður fyrir rafsegulhöggi?
Það er fyrst og fremst einangrunin sem eyðileggst í rafbúnaði sem verður fyrir spennuhöggi. Einangrun er nauðsynleg til þess að halda spennuhafa hlutum, það er þeim hlutum tækisins sem spenna er á, frá til dæmis umgjörð tækja og búnaði. Þegar einangrunin skemmist myndast leið í gegnum einangrunina fyrir strauminn ...
Hvers konar "kennslumál" koma fyrir í Kjalnesinga sögu?
Í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags frá árinu 1898 er grein eftir Finn Jónsson sem nefnist ,,Hofalýsingar í fornsögum og goðalíkneski". Í greininni er meðal annars fjallað um Kjalnesinga sögu og þar segir um orðið kennslumál:Svo stendur í sögunni, að eiðar skyldu unnir að hringnum »um kenslumál öll«. Þetta er vi...
Er það satt að fólk pissi á hákarlakjöt á einhverju stigi vinnslunnar?
Því er stundum haldið fram menn verki kæstan hákarl með því einfaldlega að míga á hann. Sennilega sprettur þessi flökkusaga af þeirri sérstöku ammoníaklykt sem fylgir hákarlinum. Það er hins vegar mikill misskilningur að hland af mannavöldum komi þarna eitthvað við sögu. Hákarlar innihalda töluvert þvagefni frá ná...
Er ekki vonlaust fyrir Íslendinga að svara þessum 2500 spurningum til að komast í Evrópusambandið?
Ísland er búið að svara öllum spurningunum sem Olli Rehn stækkunarstjóri Evrópusambandsins afhenti stjórnvöldum fyrir þremur dögum! Aldrei fyrr í sögunni hefur fámenn þjóð svarað svo mörgum spurningum jafn hratt og örugglega! (Við erum best!) Þessi mynd var tekin þegar Olli Rehn afhenti Jóhönnu Sigurðardóttur spu...
Nýtt útlit á Vísindavef HÍ
Þann 3. febrúar 2020 var nýtt útlit tekið í notkun á Vísindavef HÍ, meðal annars í tilefni af 20 ára afmæli vefsins. Á meðal helstu nýjunga eru að í haus Vísindavefsins eru nú eru aðgengilegar upplýsingar um sólargang og hvenær tunglið rís og sest í Reykjavík, auk upplýsinga um flóð og fjöru í Reykjavík. Þessi ...
Hvernig er hægt að sanna að það sé ekki líf á einhverri plánetu?
Spurninguna má skilja á tvo vegu:A. Hvernig er hægt að sýna fram á að ekki sé til einhver pláneta utan jarðarinnar, þar sem líf er að finna? B. Ef við horfum á einhverja tiltekna reikistjörnu, hvernig er þá hægt að sýna fram á að ekki sé líf á henni?Vert er að taka eftir að við kjósum heldur að nota orðalagið "...