Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1159 svör fundust

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvenær var þjóðsöngur fyrst fluttur við íþróttaleik?

Þjóðsöngvar eru skilgreindir sem söngvar sem tjá tilfinningar í garð föðurlands, einkum í þeim tilgangi að sameina tilheyrandi þjóð. Þeir hafa táknrænt gildi fyrir viðkomandi þjóð og eru af ýmsum toga, allt frá bænum til hermarsa. Þjóðsöngvar voru í auknum mæli teknir í notkun á 19. öld undir áhrifum þjóðernisróma...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er hugsanlegt að tíminn líði ekki á ljóshraða þar sem tíminn líður hægar við mikinn hraða?

Ein helsta niðurstaða afstæðiskenningarinnar er sú að tveir athugendur hreyfist ævinlega innbyrðis með hraða sem er minni en ljóshraðinn c. Ef A er athugandi með sína klukku og B er annar athugandi með klukku og B hreyfist með miklum hraða v séð frá A þá virðist A sem klukka B gangi of hægt. En það er jafngilt að ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hve gömul er latína?

Ítalíska mállýskan latína heitir eftir Latverjum sem settust að í Latíum þar sem síðar var Róm, stofnuð 753 fyrir Krist að sögn Rómverja. Þetta mál var í það minnsta talað frá 800 f.Kr. og líklega fyrr. Með Rómverjum breiddist latínan út um Ítalíuskagann og síðan Rómaveldi. Ritmálið þróaðist eftir þörfum þjóðfélag...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr er sterkast miðað við stærð sína?

Maðurinn (Homo sapiens) býr ekki yfir sérlega miklum líkamsstyrk samanborið við fjölmörg önnur dýr. Sterkur karlmaður getur til dæmis lyft þrefaldri eigin þyngd en karlgórilluapi (Gorilla gorilla) sem vegur 200 kg, getur lyft tífaldri eigin þyngd! Kraftar górilluapans eru þó litlir í samanburði við styrk svone...

category-iconHugvísindi

Af hverju heitir D-Day þessu nafni?

Orðið D-Day eða d-dagur á íslensku er orðatiltæki sem notað er í hernum yfir fyrsta dag innrásar eða hernaðaraðgerðar. Orðatiltækið er viðhaft þegar nákvæm dagsetning innrásar hefur ekki verið ákveðin eða upplýst eða þegar gæta þarf mikillar leyndar. Þá er d-ið á undan day eða degi notað í stað þess að tilkynna ná...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju sóla eðlur sig?

Eðlur hafa misheitt (e. exothermic) blóð, ólíkt til dæmis spendýrum og fuglum sem hafa jafnheitt (e. endothermic) blóð. Eðlurnar þurfa þess vegna að nýta varma úr umhverfinu til að halda líkamanum heitum en dýr með jafnheitt blóð geta stýrt líkamshitanum sjálf með efnaskiptum. Þegar við sjáum eðlur í sólinni er...

category-iconGátur og heilabrot

Getur þú raðað 9 peningum í 10 raðir en í hverri röð verða að vera 3 peningar?

Vilborg lenti í smá vandræðum í stærðfræði í dag. Hún var að raða níu 100 kr. peningum sem hún ætlaði að fara með í verslunarmiðstöðina eftir skóla, en missti þá alla á gólfið með ópum, skarkala og miklum látum. Þetta olli töluverðri truflun í tíma og kennarinn varð afar ósáttur. Hann lét Vilborgu því sitja inni í...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er ljóshraðinn mesti hraði í heimi?

Nei, ljóshraðinn er engan veginn einhvers konar "hraðasta hraðaeining" eða mesti hraði sem við getum hugsað okkur; hugsun mannanna eru sem betur fer ekki sett slík takmörk. Í afstæðiskenningunni er ekki fullyrt annað en það að efni og orka, þar með talin skilaboð eða merki, komast ekki með meiri hraða en ljósið í...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna fær fólk hrukkur?

Húð okkar er gerð úr þremur lögum. Ysta lagið, það sem við horfum á, nefnist húðþekja (e. epidermis), þar fyrir innan er leðurhúðin (e. dermis) og innsta lagið nefnist undirhúð (e. subcutaneous layer). Öll vinna þessi lög saman að því að halda húð okkur í góðu ástandi. Eins og lesa má um í svari Stefáns B. S...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær deyr mannkynið? Hvenær deyr sólin?

Með þessu svari er einnig svarað spurningu Arnars Jóns Óskarssonar, 12 ára: Hvenær klárar sólin eldsneyti sitt? Erfitt er að segja til um hve langa framtíð mannkynið á fyrir höndum á jörðinni, enda er saga þess mjög skammvinn miðað við sögu jarðar og sólar. Framtíðin fer meðal annars eftir því hvort mönnum læri...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað heita 3 minnstu beinin í líkamanum?

Almennt er talað um að í mannslíkamanum séu 206 bein. Þar af mynda 80 bein sjálfa beinagrindina en 126 bein eru eins konar fylgihlutir eða viðhengi út frá beinagrindinni. Lærleggurinn er lengsta, þyngsta, sterkasta og stærsta bein beinagrindarinnar. Minnsta beinið er ístaðið, sem er eitt þriggja smábeina í miðeyra...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Af hverju er tunglið ekki uppi á daginn og sólin á nóttunni?

Stutta svarið er: Af því að þá mundi ríkja dagsbirta á nóttunni og náttmyrkur á daginn, því að sólin er svo miklu bjartari en tunglið. En auðvitað getur enginn bannað okkur að kalla nóttina dag og daginn nótt ef það væri til dæmis samþykkt með miklum meirihluta í þjóðaratkvæði. En líklega er það ekki þetta sem spy...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig dóu risaeðlurnar út?

Nú er talið að risaeðlurnar hafi dáið út í miklum náttúruhamförum sem urðu á mörkum krítar- og tertíertímabilanna, fyrir 65 milljón árum. Þessar náttúruhamfarir þurrkuðu raunar út um 70% allra tegunda lífvera sem þá lifðu. Finngálkn (Brachiosaurus). Tvær kenningar eru aðallega uppi um orsakir hamfaranna: anna...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Getur Plútó rekist á Neptúnus?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hefur rusl sem er á braut um jörðu einhver áhrif á lofthjúpinn í framtíðinni?

Rusl sem er á braut um jörðu ætti ekki að hafa nein áhrif á lofthjúpinn. Rusl sem fellur til jarðar brennur yfirleitt upp í lofthjúpnum en það getur auðveldlega valdið hættu ef það nær að falla alla leið niður. Geimferjum stafar hins vegar nokkur hætt af geimrusli. Á braut um jörðu eru nefnilega meira en tvö mi...

Fleiri niðurstöður