Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 492 svör fundust
Má lögreglan koma inn til manns þegar maður er með partí og nágrannarnir hafa kvartað undan hávaða eða einhverju slíku?
Lögreglan hefur í raun enga heimild til að fara inn á heimili manna vegna kvartana nágranna yfir hávaða, en hún getur komið þeim kvörtunum á framfæri og beðið menn um að draga úr hávaðanum. Svo mundi það fara eftir viðbrögðum húsráðenda og gesta hvað síðan gerist í málinu. Eina heimild lögreglunnar til að f...
Er Down-heilkenni til hjá öllum kynþáttum?
Það eru greinilega margir sem hafa velt fyrir sér hvort Down-heilkennið sé eingöngu bundið við fólk af evrópskum uppruna eða hvort það finnist líka meðal blökkumanna og fólks af asískum uppruna. Dæmi um spurningar sem Vísindavefnum hafa borist eru:Eru til Asíubúar sem eru með Down-heilkennið? Eru til svertingjar m...
Er vitað hvar aldingarðurinn Eden var?
Þessari spurningu má svara á margan hátt eftir því hvað spyrjandi og lesendur hafa í huga, meðal annars hvort eða hvernig þeir trúa á Biblíuna eða fyrstu Mósebók þar sem sagt er frá Eden. Þannig er til dæmis ljóst að sá sem trúir alls ekki á Biblíuna telur spurninguna óþarfa og hið sama gildir líklega einnig um ma...
Getur fólk sem missir útlim enn fundið fyrir honum þótt hann vanti?
Hægt er að finna fyrir útlim sem fólk hefur misst eða fæðst án og nefnist það að hafa vofuverk eða gerningaverk. Á ensku kallast útlimurinn sem er horfinn 'phantom limb' og á íslensku draugalimur. Draugalimur er nokkuð algengur þar sem um 70% fólks sem missir útlim finnur fyrir honum áfram. Algengast er að fólk fi...
Hafa ljósmyndir eitthvert gildi sem sönnunargögn fyrir íslenskum dómstólum?
Mál fyrir dómstólum eru annað hvort einkamál eða opinber mál. Ákæruvaldið höfðar opinber mál til refsingar en einkamál eru höfðuð án aðildar ákæruvalds. Um margt gilda líkar reglur um meðferð einka- og opinberra mála fyrir dómstólum, en í sumum efnum er grundvallarmunur þar á. Um einkamál gilda lög nr. 91/1991, en...
Eru til fordómar gegn öldruðum?
Það var bandaríski geðlæknirinn og öldrunarfræðingurinn Robert Butler sem árið 1967 kynnti hugtakið “ageism” eða aldursfordóma. Þetta hugtak vísar til staðlaðrar ímyndar og fordóma gegn fólki á tilteknum aldri, til að mynda gamals fólks, alveg eins og kynþáttafordómar og kynjamisrétti verða vegna húðlitar eða kynf...
Hvar heldur íslenski lundinn sig á veturna?
Lundi (Fratercula arctica) er sjófugl af ætt svartfugla. Hann er algengur í Norður-Atlantshafi, mörg stór vörp eru í Noregi, Færeyjum og á Bretlandseyjum og einnig eru stór vörp á Íslandi, til dæmis í Vestmannaeyjum. Lundinn lifir stóran hluta ársins úti á reginhafi, allt frá ströndum Kanada, með vesturströnd Evró...
Er hægt að fanga ljóseind milli tveggja spegla?
Stutta svarið er já, það er hægt að fanga ljóseind milli tveggja spegla og það er oft gert, eins og fjallað verður um nánar hér að neðan. Ef fanga á ljóseind milli tveggja spegla þarf ljóseindin á einhvern hátt að komast inn á milli speglanna. Hún gæti komið utan frá, ef að minnsta kosti annar speglanna hefur m...
Hvaða rannsóknir hafa farið fram á orsökum þess að sokkar hverfa stundum í þvottavélum?
Vísindavefurinn hefur ótal sinnum fengið fyrirspurnir um dularfull sokkahvörf. Í meginatriðum er gott samræmi í frásögnum vitna af atburðarásinni: Alltaf hverfur annar sokkur úr pari og stakur sokkur stendur eftir. Með tímanum safnast stöku sokkarnir upp og verða oft að myndarlegri hrúgu; sumir spyrjendur segjast ...
Hver er þessi frú í Hamborg og af hverju er hún að gefa okkur peninga?
Rannsóknarnefndin sem var skipuð af yfirstjórn Vísindavefsins fyrir skömmu og fjallað er um í svari við spurningunni Hver stal kökunni úr krúsinni í gær? hefur hvorki setið auðum höndum né kyrrum fótum. Fyrstu niðurstöður hennar verða birtar innan tíðar, líklega í þremur stórum tíðabindum. Bakarasveitinni varð ...
Hvernig myndast rauð millilög?
Millilögin í tertíera jarðlagastaflanum eru jarðvegur sem myndast hafði á mislöngum tíma áður en næsta hraunlag rann yfir hann. Lögin eru af ýmsu tagi, rautt eða gult „laterít“ (myndað við efnaveðrun), surtarbrandur, leir, og gjóska (gosaska). Fyrir um 3 milljónum ára, þegar ísöld gekk í garð, breyttist ásýnd ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Herdís Sveinsdóttir rannsakað?
Herdís Sveinsdóttir er prófessor í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og forstöðumaður fræðasviðs hjúkrunar aðgerðasjúklinga við skurðlækningasvið Landspítala. Herdís hefur komið að fjölda rannsókna um efni tengd hjúkrun og heilbrigði en meginviðfangsefni hennar hafa snúið að heilbrigði kvenna, sjúklingum sem fara...
Hvaða rannsóknir hefur Gauti Kristmannsson stundað?
Gauti Kristmannsson, dr. phil., fæddur árið 1960, er prófessor í þýðingafræði við Háskóla Íslands. Hann lauk BA-prófi í ensku frá HÍ 1987 og varð löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi sama ár. Hann tók meistarapróf í skoskum bókmenntum við Edinborgarháskóla árið 1991. Hann lauk svo doktorsprófi í þýðingafræði með e...
Hvað hefur vísindamaðurinn Steffen Mischke rannsakað?
Steffen Mischke er prófessor við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans snúa að endurgerð umhverfis- og loftslagsþátta með því að nota eðlisfræðilega og efnafræðilega eiginleika setlaga og steingervinga sem í þeim finnast. Skilningur á umhverfis- og loftslagsbreytingum á síðustu ísöld er sérstaklega mik...
Hvaða rannsóknir hefur Hermína Gunnþórsdóttir stundað?
Hermína Gunnþórsdóttir er dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Helstu viðfangsefni hennar í kennslu og rannsóknum eru skóli og nám án aðgreiningar, fjölmenning og skólastarf, félagslegt réttlæti í menntun, fötlunarfræði, menntastefna og framkvæmd. Doktorsritgerð Hermínu greinir frá rannsókn á hugmyndu...