Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1218 svör fundust
Af hverju verða stökkbreytingar?
Hér er einnig svar við spurningunni: Eru stökkbreytingar hagstæðar eða óhagstæðar? Stökkbreytingar eru í víðasta skilningi allar arfgengar breytingar á erfðaefni lífvera. Þær eru gjarnan flokkaðar í tvo meginflokka. Annars vegar genabreytingar sem eru breytingar á einstökum genum og hins vegar litningabreytingar...
Hver var Hómer og eru til einhverjar traustar heimildir um hann?
Einfaldast er að svara spurningunni á þá leið að Hómer sé skáldið sem Grikkir eignuðu elstu bókmenntaverk sín, Ilíonskviðu og Ódysseifskviðu. Um þetta skáld vitum við nánast ekki neitt og meira að segja hafa menn efast um að kviðurnar séu verk einhvers eins höfundar. Hómer í fornöld Grikkir eignuðu skáldinu ...
Hvernig er vitað að hugmyndirnar sem Sókrates heldur fram í samræðum Platons tilheyri Platoni en ekki Sókratesi?
Að undanskilinni Málsvörn Sókratesar, sem er varnarræða Sókratesar fyrir réttinum, eru öll verk Platons í formi samræðna og oftast leikur Sókrates aðalhlutverkið. Flestir fræðimenn gera ráð fyrir að Platon hafi ekki byrjað að skrifa samræður fyrr en eftir 399 f.Kr. þegar Sókrates var tekinn af lífi. Að minnsta kos...
Af hverju er svona mikill munur á útliti og persónuleika fólks?
Hægt er að skilja þessa spurningu þannig að lesandi vilji vita hvers vegna tiltekið útlit og persónuleiki fari ekki saman. Hér verður aftur á móti gert ráð fyrir að spurt sé um hvers vegna munur sé á milli manna í útliti og persónueinkennum, það er af hverju það eru ekki allir eins. Spurningin um hvað ráði því ...
Hvaða eldgos hefur valdið mestum hamförum?
Ekki er alveg ljóst hvaða merkingu beri að leggja í orðið hamfarir, hvort átt er við hvaða eldgos hefur haft mest áhrif á umhverfi, veðurfar eða landslag, valdið mestu tjóni á mannvirkjum eða kostað flest mannslíf. Þegar fjallað er um áhrifamikil eldgos á jörðinni á sögulegum tíma þá er sjónum gjarnan beint að ma...
Hver var Aristarkos frá Samos og hvert var framlag hans til vísindanna?
Aristarkos frá Samos var forngrískur stjörnufræðingur sem er frægastur fyrir að hafa sett fram sólmiðjukenningu. Hann fæddist á eynni Samos um 320 eða 310 f.Kr. en lærði í Aþenu hjá aristótelíska heimspekingnum Stratoni frá Lampsakos. Straton stýrði skólanum Lýkeion, sem Aristóteles stofnaði, á árunum 286-268 f.Kr...
Hafa óvenjumargir stórir jarðskjálftar orðið undanfarið ár?
Langflestir skjálftar í heiminum stafa af flekahreyfingum og verða á svæðum þar sem spenna safnast í jarðskorpunni á eða nálægt flekaskilum. Stærstir verða skjálftarnir á þeirri gerð flekaskila þar sem samrek á sér stað. Skjálftar eru minni og fátíðari á hjáreksbeltum, og sýnu minnstir á fráreksbeltum. Hraði fleka...
Hvernig er best að haga fjármagnsskipan fyrirtækja almennt?
Með fjármagnsskipan fyrirtækis er yfirleitt átt við það hvernig fjár er aflað til að standa undir rekstri og fjárfestingum þess. Sérstaklega er horft á það hve mikið af fénu er lánsfé og hve mikið er framlag eigenda en einnig er áhugavert að skoða til dæmis hvort lán eru tekin til langs eða skamms tíma. Þá eru til...
Er hægt að flokka íþróttir undir menningu eða listir?
Já og nei. Orðin íþrótt og þó enn fremur menning og list hafa hvert um sig nokkrar merkingar. Orðabók Menningarsjóðs veitir þessa skýringu meðal annarra á list: 'sú íþrótt að búa til e-ð fagurt eða eftirtektarvert' og flokkar þannig list undir íþróttir í einum skilningi. Væntanlega hefur spyrjandi þó í huga ...
Hvað er tómarúm? Er tómarúm „efni“?
Á síðustu öld var talið að allt rúmið væri fyllt með undarlegu efni sem menn kölluðu ljósvaka. Í upphafi aldarinnar varð eðlisfræðingum svo ljóst að ljósvakinn er ekki til og því ætti rúmið að vera tómt. En samkvæmt nútímaeðlisfræði er tómarúmið fjarri því að vera tómt! Ef allar agnir og eindir væru fja...
Gera Íslendingar tilkall til allra nýrra eyja sem gætu myndast á Mið-Atlantshafshryggnum?
Nei, íslenska ríkið hefur ekki gert slíkt tilkall. Íslenska landhelgin er, samkvæmt 1. gr. laga nr. 41/1979 um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn, mörkuð af línu sem nær 12 sjómílur út frá svokölluðum grunnlínum. Innan grunnlínanna eru flóar og firðir landsins. Íslenska ríkið hefur fullveldisrétt yfir landhel...
Hvort eru fleiri karlar eða konur í heiminum?
Karlar eru aðeins fleiri eða 102 á móti 100 konum samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum fyrir árið 2000. Það þýðir að um 50,49% mannkyns eru karlar. Ekki er ljóst hvers vegna svo er en yfirleitt fæðast fleiri drengir en stúlkur í heiminum en það er samt svolítið misjafnt eftir árum. Kynjahlutfallið er einnig br...
Hvað lifa mörg ljón og tígrisdýr í villtri náttúru?
Upphaflega spurningin hljómar svona: Hvað er talið að mörg ljón séu eftir í Afríku sem búa í villtri náttúru? Er þeim að fjölga eða fækka? Hvað um tígrisdýr? Líffræðingar telja að í Afríku séu á bilinu 30–100 þúsund villt ljón (Panthera leo). Útbreiðsla þeirra er aðallega bundin við austur- og suðurhluta álfunna...
Hvað er þetta?
Orðið þetta er ábendingarfornafn. Tilgangur þess er að benda á hlut eða fyrirbæri og merkingin hverju sinni ræðst af samhenginu. Eins og orðið núna sem fjallað er nánar um í þessu svari er orðið þetta svokallað ábendingarorð. Merking ábendingarorða ræðst af samhengi og aðstæðum hverju sinni. Ef ég segi "Sjáðu þ...
Hver var véfréttin í Delfí og hvaða hlutverki gegndi hún?
Véfréttin í Delfí var staður þar sem Forngrikkir gátu fengið goðsvar frá hofgyðju Apollons. Delfí var forngrísk borg í suðurhlíðum Parnassosfjalls í Fókishéraði. Eldra nafn borgarinnar var Pýþó, dregið af nafni Pýþonsslöngu sem Apollon átti að hafa drepið. Ekki er ljóst af hverju borgin var síðan nefnd Delfí, s...