Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 968 svör fundust
Hvað segir eðlisfræðin um vitundina út frá skammtafræðinni?
Eins og fram kemur í öðrum svörum um skammtafræði hér á Vísindavefnum þá lýsir skammtafræðin hegðun smárra efniseinda og hana má einnig nota til að skýra eiginleika ákveðinna stærri hluta, til dæmis gastegunda og kristalla. Skammtafræðin varpar ekki beinlínis nýju ljósi á eðli vitundar en vitundin leikur ákveðið h...
Eru geðsjúkdómar ættgengir?
Hér er einnig svarað spurningu Rósu Kristjánsdóttur um sama efni. Lengi hefur verið talið að alvarlegir geðsjúkdómar eins og geðklofi (enska schizophrenia) og geðhvarfasýki (manic-depressive illness), væru að einhverju eða öllu leyti arfgengir. Flestir eru löngu orðnir sammála um að geðhvarfasýki sé að verulegu l...
Hvað eigum við að gera ef við finnum forngrip á víðavangi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Fær maður pening ef maður finnur fornmun og lætur Fornleifastofnun vita af fundinum? Þeir sem finna forngripi á víðavangi eiga að hafa samband við Minjastofnun Íslands sem hefur yfirumsjón með verndun fornleifa- og byggingararfs á Íslandi. Stofnunin er með skrifstofu á...
Hvernig segir maður 'íslensk rímorðasíða' á latínu og af hverju?
Hugtakið rím er ekki til í klassískri latínu. Rómverjar höfðu engan áhuga á rími og hugtakið varð sennilega ekki til fyrr en á miðöldum enda þótt lengi hefði tíðkast í mælskufræði að vekja athygli á orðum með svipaðar endingar. Það nefndu Grikkir homoiotelevton. Þá hefur sennilega ekki verið til neitt eitt orð fyr...
Úr hvaða afbrigði varð ómíkron til?
Spurningin öll hljóðaði svona: Úr hvaða afbrigði varð ómíkron til og hvað getur það sagt okkur um þróun faraldursins? Veiran sem veldur COVID-19 þróaðist í nokkur ólík afbrigði og framan af voru alfa, beta og delta þeirra þekktust. Nýtt veiruafbrigði fannst síðla árs 2021 og var það nefnt ómíkron. Samanbur...
Af hverju eru sumir örvhentir?
Kannanir virðast benda til þess að hlutfall örvhentra sé um 10%. Erfðir hafa áhrif á það hvort við verðum rétthent eða örvhent. Ef báðir foreldar eru örvhentir eru rúmlega 25% líkur á að barn þeirra verði örvhent en aðeins 9,5% ef foreldrarnir eru báðir rétthentir. Ekki er vitað hvaða gen veldur því að fólk ver...
Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVID-19?
Afbrigði veira eru skilgreind út frá mismun í erfðaefni þeirra.[1] Veirur fjölga sér kynlaust og stökkbreytingar sem verða í erfðaefni þeirra geta haft áhrif á hæfni þeirra í lífsbaráttunni. Þrátt fyrir dramatískt nafn eru stökkbreytingar aðeins frávik í erfðaefni sem geta haft jákvæð, neikvæð eða engin áhrif á hæ...
Eru einhverjar vísbendingar um að nýja kórónuveiran sé að veikjast og verða minna sýkingarhæf?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað þýðir að kórónuveiran sé að veikjast sem hver étur upp eftir öðrum í fjölmiðlum? Eru einhverjar vísbendingar um að hún hafi stökkbreyst í þá átt að verða minna sýkingarhæf? Er kannski verið að tala um að með hlýnandi veðri er mögulega smitmagn minna? Á upplýsingafundi Alm...
Getur vatn soðið skyndilega í bolla þegar hann er tekinn út úr örbylgjuofni eftir hitun?
Spurningunni fylgdi saga um ungan mann vestur í Ameríku sem varð fyrir því að vatnið í bollanum var ekki sjóðandi þegar hann tók það út úr örbylgjuofninum en gaus þá skyndilega framan í hann svo að hann brenndist illilega. Við teljum sem betur fer ekki að atvik sem þetta séu mjög líkleg, en fyrirbærið er kallað...
Eru líkur á því að maðurinn blandist svo mikið á næstu 2 – 300 árum að á endanum verði bara til einn ljósgulbrúnn kynþáttur?
Spyrjandi virðist vilja vita hvort líkur séu á að smám saman verði til eitt mannkyn sem er eins að litarhætti, og væntanlega ýmsu öðru er lýtur að útliti. Hvort mannkyn framtíðarinnar verði einsleitt og án sérkenna staðbundinna hópa. Mannkynið er ein tegund þó að nokkur munur sé á útliti, einkum hörundslit. Fól...
Er líklegt að loftsteinn klessi á jörðina og grandi henni og okkur?
Loftsteinar eru alltaf að lenda á jörðinni. Flestir steinanna eru þó það smáir að þeir brenna upp í lofthjúpnum. Líklega ná þó um 500 lofsteinar til jarðar daglega en fæstir finnast. Mestar líkur eru nefnilega á því að þeir lendi í úthöfunum eða fjarri mannabyggð, til dæmis á Suðurskautslandinu. Árekstrar við s...
Hvers vegna eru sumir rangeygðir?
Rangeygð er ástand þegar bæði augu horfa ekki á sama stað á sama tíma. Annað augað snýr þá inn á við, út á við, upp eða niður og stafar það oftast af lélegri stjórnun augnvöðva eða mikilli fjarsýni. Sex vöðvar tengjast hvoru auga og stjórna hreyfingum þess. Vöðvarnir fá boð frá heila sem stýrir þeim. Undir venjule...
Kemur Kötlugos í kjölfarið á þessu gosi á Fimmvörðuhálsi?
Eyjafjallajökull hefur gosið að minnsta kosti fimm sinnum á síðustu 1500-1600 árum, að yfirstandandi gosi meðtöldu. Næsta gos á undan þessu hófst í desember 1821 í eða við toppgíg fjallsins. Gosefnin þá voru eingöngu súr, gráleit gjóska. Gos stóð með hléum fram á árið 1823 – að minnsta kosti lagði enn gufumekki ...
Er það rétt að læmingjar kasti sér fram af björgum?
Læmingjar eru hópur lítilla nagdýra sem tilheyra ættbálkinum Lemmini. Til eru um 20 tegundir læmingja og lifa þær allar á norðlægum slóðum. Læmingjar eru 8-22 sm á lengd og vega frá 20-112 g, en stærð og þyngd er breytileg milli tegunda. Þeir eru kringluleitir, stuttfættir, smáeygðir, með mjúkan feld og stutt skot...
Hvað éta froskar?
Froskdýr tilheyra einum af fimm flokkum hryggdýra. Flestir froskar eru kjötætur og éta allt sem hreyfist og er nógu lítið til að rúmast í munni þeirra, til dæmis alls konar flugur og skordýr. Stærstu gerðir froska éta jafnvel slöngur, mýs, litlar skjaldbökur og mögulega minni froska. Baulfroskur (Rana catesbe...