Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 695 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað eru frauðvörtur?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hvað eru frauðvörtur, hvers vegna koma þær og hvernig er hægt að losna við þær? Frauðvörtur (molluscum contagiosum) eru litlar bólur eða vörtur. Þær eru oft glansandi og inni í þeim er hvítur massi. Frauðvörtur orsakast af veirunni Molluscum contagiosum virus (MCV) sem smitas...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna verður fólk hresst og glatt við það að drekka áfengi?

Áfengir drykkir innihalda efnið etanól sem tilheyrir alkóhólum. Þótt fólk virðist vera hressara eftir að hafa neytt áfengis er etanól í rauninni róandi efni. Ástæðan fyrir hinum róandi áhrifum er sú að etanól heldur aftur af taugaboðum í miðtaugakerfinu. Þar á meðal eru taugaboð sem valda hömlum á hegðun okkar og ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju hafa íslensk börn fitnað svona mikið undanfarin ár? Er Ísland að ná Ameríku?

Tvær meginástæður eru til þess að menn eða önnur dýr fitna: Annars vegar of mikið af orkuríkum mat og hins vegar of lítil orkunotkun með hreyfingu. Breytingar á íslenskum börnum og öðrum Íslendingum að undanförnu stafa af þessum tveimur ástæðum. Annars vegar þarf fólk ekki lengur að spara við sig matinn eins og ge...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Þegar við sjáum er allt á hvolfi en hvernig fer heilinn að snúa því við?

Sjónin er óneitanlega eitt mikilvægasta skynfæri mannsins og það sem við reiðum okkur mest á í daglegu lífi. Skynjun er hins vegar afar flókið og viðamikið ferli og erfitt getur reynst að útskýra alla þá þætti sem þar koma við sögu. Hér mun hins vegar reynt að setja fram á einfaldan hátt hvað það er sem gerist þeg...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig mæla vísindamenn hæð fjalla og hæða á Mars og Venusi þar sem þar eru engin höf?

Landslag Mars er geysilega fjölbreytt þótt reikistjarnan sé tiltölulega lítil. Á yfirborðinu eru stórir gígar, risavaxin eldfjöll, hraunsléttur, gljúfur og vatnssorfnir dalir, svo fátt eitt sé nefnt. Frá jörðu séð má skipta yfirborðinu í tvennt, ljós og dökk svæði. Ljósu slétturnar eru þaktar ryki og sandi og voru...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju loðir teflon við pönnuna þegar ekkert loðir við teflon?

Það hefur áður verið fjallað um teflon í svari Arnars Halldórssonvar við spurningunni Hvað er teflon? Til upprifjunar er vert að nefna nokkur atriði sem fram koma í því svari. Teflon er vöruheiti á hitaþolnu plastefni sem smíðað er með fjölliðun svonefndra tetraflúoreten-sameinda. Fjölliður finnast til að mynda...

category-iconHeimspeki

Sér maður eitthvað sem er alveg svart ef það væri til?

Eins og kemur fram í svari Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningu um skilningarvitin fimm virkar sjónskynið þannig í grófum dráttum að hlutirnir í kringum okkur endurvarpa ljósi sem ljósnæmar frumur í augum okkar nema svo. Litir hlutanna ráðast svo af bylgjulengdum þess ljóss sem þeir endurvarpa og samspili þess...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig á ég að bregðast við ef eldingu slær niður í bílinn minn?

Eldingar eru ekki algengar á Íslandi en þær geta myndast hér á landi í þrumuveðri eða við eldgos. Hægt er að lesa meira um eldingar í svari Haraldar Ólafssonar og Þórðar Arasonar við spurningunni Hvernig myndast þrumur og eldingar? Venjuleg elding ber um 30.000 amper og flytur um 5 coulomb hleðslu. Orkan sem slík ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu lengi eru áldósir og plastflöskur að brotna niður í náttúrunni?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hversu lengi eru áldósir og plastflöskur að brotna niður í náttúrunni og hvaða skaðlegu efni geta losnað? Ál er mjög sterkt efni og er því mjög lengi að brotna niður í náttúrunni. Hversu fljótt það eyðist fer eftir því hversu mikil veðrunin er, það er vindur, úrkoma...

category-iconJarðvísindi

Hvers konar gos hafa orðið á Reykjanesskaga?

Hraun þekja um tvo þriðju hluta Reykjanesskaga. Þar er hlutur dyngjuhrauna mun stærri, rúmlega einn þriðji, en sprunguhraun rúmlega einn fjórði af flatarmáli skagans. Ýmis önnur tilbrigði hafa komið fram í gosháttum, svo sem þeyti- og sprengigos þegar kvika komst í snertingu við vatn. Menjar um slík gos eru gjósku...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er helst því til fyrirstöðu að nýta kjarnasamruna til tannburstunar?

Fyrirstaðan er ekki meiri en svo að þetta er þegar gert og hefur verið gert í mörg ár í talsvert stórum stíl. Þeir sem nota rafmagnstannbursta eru að sjálfsögðu að nýta sér þá orkulind sem nýtt er til að framleiða rafmagnið. Hér á Íslandi notum við að mestu leyti orku fallvatna til þess. Þessi orka verður ti...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Verður staða megintungla í sólkerfinu sérstök 5. maí næstkomandi? Hverjar verða afleiðingarnar?

Næsta föstudag, 5. maí árið 2000, verður staða reikistjarnanna þannig að allar björtustu reikistjörnurnar fimm utan jarðar, Merkúríus, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus verða samtímis nálægt samstöðu innbyrðis og um leið ekki fjarri ytri samstöðu við sól sem kallað er, það er að segja nærri því andstæðar jörðu miða...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að beita hugarorku til að beygja skeið?

Nei, það er ekki hægt. Ef það væri hægt þá væri líka ýmislegt annað í kringum okkur öðruvísi en það er og hugmyndir okkar um umheiminn mundu gerbreytast. Yfirleitt þarf verulegan kraft til þess að beygja skeiðar og við gerum það með beinni snertingu eins og allir vita. Hins vegar er ekki með öllu útilokað a...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig myndast frostrósir á rúðum? Myndast þær annars staðar?

Öll könnumst við líklega við frostrósir sem myndast oft inni á rúðum þegar frost er úti. Myndun þessara frostrósa er náskyld myndun snjókorna og vöxtur þeirra lýtur svipuðum eðlisfræðilögmálum.Frostrósir myndast þegar hlýtt loft sem inniheldur raka kemur í snertingu við yfirborð sem er undir frostmarki eins og til...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er búið að finna upp eilífðarvél? Ef ekki, hvað hafa menn þá komist næst því?

Upphafleg spurning var:Er búið að finna upp "eilífðarvél", það er vél sem er sjálfri sér nóg og gengur án ytri orkugjafa? Einhverntíma heyrði ég að svissnesk úrafyrirtæki, Jaeger-LeCoultre, hefði hannað klukku, Atmos, sem væri næst því að vera eilífðarvél því hún gengur fyrir breytingum í veðri, það er loftþrýstin...

Fleiri niðurstöður