Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 848 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er það rétt að blikinn, karlfugl æðarfuglsins, liggi á eggjunum alfarið eða að hluta til?

Í æðarvarpi má nær undantekningarlaust sjá að kollurnar liggja á eggjunum. Þó þekkist það að blikar bregði sér í það hlutverk en það er afar sjaldgæft, helst gerist það þegar kolla skreppur stutta stund frá hreiðrinu. Æðarkollur liggja yfirleitt á eggjunum. Æðarfuglinn (Somateria mollissima) er algengasta ön...

category-iconHugvísindi

Hvers son var Fjalla-Eyvindur og hvers dóttir var Halla?

Eyvindur og Halla voru bæði Jónsbörn. Eyvindur var fæddur árið 1714 í Reykjadalssókn í Árnessýslu. Faðir hans var Jón Jónsson bóndi í Hlíð í Hrunamannahreppi og móðir hans var Ragnheiður Eyvindsdóttir húsfreyja í Hlíð. Hægt er að leita frekari upplýsinga um foreldra Fjalla-Eyvindar í ættfræðigrunninum Íslend...

category-iconNæringarfræði

Hver fann kryddið upp (ekki jurtina) og hvenær?

Spyrjandi á líklega við það hver hafi fyrstur tekið upp á því að nota kryddjurtir með mat, væntanlega kjöti eða fiski. Mörgum spurningum af þessu tagi er ekki hægt að svara með því að tilgreina ákveðinn mann, einfaldlega vegna þess að þetta gerðist "áður en sögur hófust" sem kallað er, það er að segja fyrir þann t...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hægt að æla galli?

Já, það er hægt að æla galli. Uppköst verða vegna öfugra bylgjuhreyfinga í meltingarveginum sem skila innihaldi hans aftur út um munninn eins og fjallað er um í svari sama höfundar við spurningunni Hvað gerist í maganum þegar manni verður flökurt og þarf að æla? Þessar öfugu bylgjuhreyfingar geta verið allt frá sm...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara að segja tíuleytið í tveimur eða einu orði?

Þessi mynd var tekin um tíuleytið.Til að takast á við þessa spurningu má spyrja hvort orðin „tíu“ og „leytið“ hefðu skýrt setningafræðilegt hlutverk sem tvö aðskilin orð. Dæmið kann að skýrast sé „tvö“ sett í stað „tíu“ svo út fengist setning á borð við „Jón horfði frá tvö leytinu.“ „Leytinu“ tekur hér þágufall...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru náttúruhamfarir?

Í mæltu máli eru náttúruhamfarir óviðráðanlegir stóratburðir í náttúrunni, helst þeir sem valda tjóni eða mannsköðum. Samkvæmt Orðabók Háskólans kemur orðið fyrst fyrir snemma á 20. öld, hjá rithöfundinum Guðmundi Kamban. Eitt dæmi um orðið í Orðabókinni er: „Hlutverk Almennu deildarinnar er að bæta meiri háttar t...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða trúarbrögð eru algengust í Sviss?

Langflestir Svisslendingar eru kristinnar trúar. Kaþólikkar eru fjölmennastir eða um 41,8% landsmanna. Yfirmaður kaþólsku kirkjunnar er páfinn í Róm en um hann er meðal annars fjallað í svari við spurningunni Hvert er hlutverk páfans? Mótmælendur eru næst fjölmennastir en 35,3% Svisslendinga teljast til þeirra...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er „vanvirkur skjaldkirtill“ og hvað er til ráða?

Skjaldkirtillinn getur stækkað ef hann starfar of mikið en einnig ef hann starfar of lítið. Einnig er til skjaldkirtilsstækkun án þess að starfsemi kirtilsins sé óeðlileg og er það til dæmis nokkuð algengt hjá fólki sem á heima fjarri sjó og skortir þess vegna joð. Við getum ekki án skjaldkirtilsins verið, þannig ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er vöðvaslensfár?

Vöðvaslensfár (myasthenia gravis) einkennist af mikilli vöðvaþreytu. Þetta er sjúkdómur sem auðveldlega gleymist, þar sem hann er tiltölulega sjaldgæfur og sjúkdómsmyndin oft óljós. Greiningin dregst því stundum, jafnvel árum saman. Þetta er sjálfnæmissjúkdómur, þar sem ónæmisþol líkamans raskast og ónæmiskerfið r...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju koma haustlitirnir?

Hér er einnig svarað spurningunni Hver er gerð og hvert er hlutverk litarefna í plöntum? Haustlitir eru aðallega af tveimur efnahópum: karóteníðar og antósíanín. Til fyrri hópsins, karóteníða, teljast aðallega gul (xantófíl) og appelsínugul (karótín) litarefni en einnig er til rautt litarefni í þessum hópi e...

category-iconHeimspeki

Hvað er 'paradigm'?

Enska orðið paradigm er dregið af gríska orðinu paradeigma, sem merkir sönnun, dæmi, mynstur, líkan eða frummynd. Í málfræði er það notað um beygingarmynstur. Hjá Platoni er paradeigma meðal annars notað um einstakt dæmi einhvers almenns eiginleika, eða um fyrirmynd, mælikvarða eða mynstur, samanber frummyndakenni...

category-iconLæknisfræði

Til hvers er umskurður?

Innskot ritstjórnar: Þetta svar fjallar um umskurð karlmanna. Umskurður kvenna tíðkast einnig á sumum stöðum en er bannaður á flestum vestrænum löndum, enda af mörgum talinn hrottalegri aðgerð og læknisfræðilega vitagagnslaus. Forhúðin Forhúðin er skinnið á limnum sem er aðeins of stórt fyrir han...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er munurinn á örveru og lífrænu efnasambandi?

Öll efnasambönd sem innihalda kolefni (C), auk annarra frumefna, teljast til lífrænna efnasambanda (að undanskyldum kolefnisoxíðum og ólífrænum karbónötum og bíkarbónötum). Auk kolefnis eru algengustu frumefnin í lífrænum sameindum vetni (H), súrefni (O), köfnunarefni (N), fosfór (P) og brennisteinn (S). Lífr...

category-iconLæknisfræði

Hvernig lýsir Hunter-heilkenni sér og af hverju leggst það aðallega á stráka?

Hunter-heilkenni er afar sjaldgæfur erfðasjúkdómur. Talið er að alls séu um 2000 einstaklingar með sjúkdóminn í öllum heiminum. Hann stafar af víkjandi stökkbreyttu I2S-geni á X kynlitningi og er það ástæða þess að hann leggst aðallega á stráka. Strákar hafa aðeins einn X litning í frumunum sem þeir erfa í öllum t...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að fjarlægja gallgöng og lifa án þeirra?

Ef gallgöng eru fjarlægð þarf að endurbyggja þau á einhvern hátt því líkaminn getur ekki starfað til lengdar ef gall kemst ekki frá lifrinni. Gall er gulgrænn basískur vökvi sem í grófum dráttum gegnir tvenns konar hlutverki - annars vegar sér hann um að losa líkamann við úrgangsefni, til dæmis gallrauða (e. b...

Fleiri niðurstöður