Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 328 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á hermanni og hryðjuverkamanni?

Það er hreint ekki eins einfalt og stjórnmálaleiðtogar heimsins vilja vera láta að skilgreina hverjir teljist hryðjuverkamenn og hverjir ekki. Skilin á milli hryðjuverkamanna, skæruliða og jafnvel hermanna eru oft óljós og markast gjarnan af því hver það er sem skilgreinir og hverra hagsmuna viðkomandi á að gæta. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getur vatn verið þurrt?

Gestir okkar hafa greinilega gaman af að velta fyrir sér merkingu orðanna þó að tengingin við raunveruleikann sé að vísu oft á næstu grösum. Við kveinkum okkur alls ekki undan þessu því að við höfum líka lúmskt gaman af að spá í orðin og tungumálið. Hins vegar þurfa kannski báðir aðilar að gæta sín á því að festas...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru nýrnasteinar og hvað veldur þeim?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hvers vegna fær fólk nýrnasteina og hvers vegna leggjast þeir fekar á eldra fólk? Er einhver leið til að sporna við þeim? Nýrnasteinar eru einn af þeim sjúkdómum sem valda hvað sárustum verkjum. Erfitt er að bera saman verki en margir telja nýrnasteinaverki vera þá verstu sem...

category-iconLæknisfræði

Hvernig hljómar eiðurinn sem læknar sverja?

Hippókrates, sem nefndur hefur verið faðir læknisfræðinnar, var uppi frá um 460 til um 375 fyrir Krist og er kenndur er við grísku eyjuna Kos þar sem hann starfaði. Hann var menntaður sem læknir og er sennilega ein þekktasta persónan í sögu læknisfræðinnar. Hippókrates hafnaði hjátrú, hindurvitnum og galdralækning...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið sagt mér hver aðferðafræðin við úrkomumælingar er?

Úrkoma er mæld með nokkrum gerðum mælitækja. Hér á landi eru nú um 80 mannaðar veðurstöðvar sem mæla úrkomu. Úrkoma er einnig mæld á um 60 sjálfvirkum stöðvum sem Veðurstofan og Landsvirkjun reka. Mönnuðum stöðvum fer fækkandi en sjálfvirkum fjölgandi. Magn úrkomu er gefið upp í millimetrum (mm), 5 mm úrkoma j...

category-iconOrkumál

Af hverju hefur Evrópusambandið bannað hefðbundnar ljósaperur?

Evrópusambandið hefur bannað hefðbundnar ljósaperur í því skyni að draga úr losun koltvíildis (CO2) í andrúmsloftið og vinna þannig gegn gróðurhúsaáhrifum. Reglugerð sem kveður á um bann við gló- og halógenperum tók gildi árið 2009 en ákveðið var að innleiðing bannsins kæmi til framkvæmda í sex áföngum á tímabilin...

category-iconNæringarfræði

Hvað er best að borða fyrir keppnishlaup?

Þeir sem hafa reynslu af hlaupum og undirbúningi fyrir keppnishlaup vita oftast hvað hentar best rétt fyrir hlaupið. Þeir hafa lært af öðrum og af eigin reynslu í gegnum tíðina. Öðru máli gegnir um þá sem teljast til byrjenda. Nauðsynlegt er að vakna tímanlega fyrir keppni og í raun fyrir alla áreynslu. Mismuna...

category-iconHeimspeki

Hvað er gagnrýnin hugsun?

Samkvæmt íslenskri orðabók merkir lýsingarorðið „gagnrýninn“ annaðhvort „skarpur í gagnrýni sinni, athugull á allar hliðar máls“ eða „aðfinnslusamur“. Sú merking sem er mest viðeigandi í orðasambandinu „gagnrýnin hugsun“ er að vera „athugull á allar hliðar máls“. Ekkert bendir til að þegar hugsun einhvers er lýst...

category-iconTrúarbrögð

Af hverju gengur fólk í hjónaband?

Orðalag þessarar spurningar krefst í raun réttri að svarið komi frá þeim sem leggja stund á félagsfræðilegar rannsóknir og hafa rannsakað raunverulegar ástæður þess að fólk gangi í hjónaband. Vísast er að svörin við spurningunni, væri hún borin fram í dag í víðtækri könnun, yrðu margvísleg. Einnig er trúlegt að s...

category-iconFélagsvísindi

Hvað felst í fráfalli friðhelgisréttinda Íslands samkvæmt 18. gr. Icesave-samningsins?

Í þjóðarétti er það meginregla í samskiptum ríkja að ekkert ríki hefur lögsögu yfir öðru. Í því felst að lausn ágreiningsmála og deilumála fer allajafna fram með öðrum hætti en í samskiptum einstaklinga. Málsóknir fyrir dómstólum eru til dæmis háðar því að samkomulag milli ríkjanna sé um slíkt og eitt ríki verður ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er félagskerfi tannhvala?

Fræðimenn hafa nokkuð rannsakað félagskerfi og félagshegðun þriggja tannhvalategunda: háhyrninga (Orcinus orca), búrhvala (Physeter macrocephalus) og stökkla (Tursiops truncatus). Auk þess hafa farið fram töluverðar rannsóknir á hnúfubak en hann telst til skíðishvala. Hafa ber í huga að hver tegund tannhvala o...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver var Sigurður Nordal og hvert var hans framlag til íslenskra fræða?

Hver kynslóð er að vísu nýtt lauf á stofninum, hver kynslóð reisir að einhverju leyti nýtt hús á eldra grunni. En giftusamlegt jafnvægi er í því fólgið að vera í senn lauf á stofninum og færa honum meira gróðrarmagn, – að reisa hús sitt á bjargi, en ekki á sandi, og úr ósviknum efniviði, sem kemur framtíðinni að n...

category-iconHeimspeki

Hvernig myndi nútíma einstaklingur finna sig í Fögruborg Platons?

Hér er spurningin skilin þeim skilningi að átt sé við líðan nútíma fólks í Fögruborg, hvernig því þætti að búa þar. Á hinn bóginn gæti orðasambandið „að finna sig“ í einhverju samhengi líka átt við það þroskaferli að átta sig á því hvaða mann maður hefur að geyma, hver gildi manns séu og þar fram eftir götunum. ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig var veðrið á Íslandi árið 1944?

Upprunalega spurningin svona:Hversu kalt var á Íslandi árið 1944? Mikil breyting varð á tíðarfari hér á landi upp úr 1920. Mest munaði um hversu mikið hlýnaði, en úrkoma varð einnig heldur meiri en áður, snjóalög urðu minni og hríðarveðrum fækkaði. Hafís varð mun minni við strendur landsins en hafði verið um l...

category-iconLífvísindi: almennt

Ég sýð allan minn mat upp úr hitaveituvatni, er það óhollt?

Spurningin hljóðaði svona í heild sinni: Ég sýð allan minn mat upp úr hitaveituvatni en fékk athugasemd frá aðila sem fullyrti að í því væru óæskileg efni. Því spyr ég: Er það manninum óhollt að sjóða mat upp úr hitaveituvatni? Hitaveituvatn er ekki skilgreint sem neysluvatn í reglugerð um neysluvatn. Það e...

Fleiri niðurstöður